Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Síða 44

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Síða 44
FRÁ LANDSHLUTASAMTÖKUNUM koma á laggirnar vinnuhópi er móti tillögur að því hvernig staðið verði að uppbyggingu vegasamgangna á Norðausturlandi með tilliti til heils- árstengingar við samgöngu- kerfi Austurlands. Verði leitað til Sambands sveitarfélaga í Austur- landskjördæmi um tilnefningu í slík- an vinnuhóp. Þá verði þess óskað að yfirvöld samgöngumála tilnefni einn fulltrúa í vinnuhópinn." Starfsemi EYÞINGS Formaður EYÞINGS flutti í upp- hafi fundar skýrslu stjórnar, og vara- formaðurinn, Halldór Jónsson, bæj- arstjóri á Akureyri, lagði fram rekstraryfirlit fyrir fyrstu sjö mánuði ársins. Einnig kynnti hann tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 1994 sem var samþykkt síðar á fundinum. Niðurstöðutölur hennar eru tæpar 5 millj. króna og tekjur eingöngu frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Aætlun um gjöld miðast við að opnuð verði skrifstofa og ráðinn starfsmaður í allt að 50% starf. í skýrslu stjórnar kom fram að frá því að EYÞING tók til starfa hefði stjórnin haldið 16 stjórnarfundi og að umfangsmesta málið hefði verið ný skipting landshlutans í sveitarfélög. Stjórnin var á stofnfundi kjörin til tveggja ára. Ávarp og kveðjur Avarp flutti á fundinum Vilhjálm- ur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, og ræddi sameiningu sveitarfélaga og verkefnaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga. Kveðjur bárust fundinum frá Birni Sigurbjörnssyni, formanni SSNV, frá Fjórðungssambandi Vest- firðinga, SSA og Hirti Þórarinssyni, framkvæmdastjóra SASS, og var sú kveðja þannig: Framabraut til framtíðar Fjórðungssamband reisti. Eyþingi til afreka engu síður treysti. Við setningu fundarins bauð for- maður Áskel Einarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Fjórðungssam- bands Norðlendinga, sérstaklega velkominn, en hann var heiðursgest- ur fundarins. Fundinn sátu 40 af 49 kjörnum fulltrúum sem rétt áttu til setu á fundinum svo og alþingismenn Norðurlandskjördæmis eystra og nokkrir aðrir gestir. Fundarstjórar voru Björn Jósef Arnviðarson, bæjarfulltrúi á Akur- eyri, og Sveinn Jónsson, oddviti Ár- skógshrepps, og fundarritarar Birgir Þórðarson, oddviti Eyjafjarðarsveit- ar, og Guðlaug Björnsdóttir. bæjar- fulltrúi á Dalvík. Þorsteinn Jón- atansson, fv. ritstjóri, færði fundar- gerðina til bókar. Næsti aðalfundur á Raufarhöfn I lok fundarins bauð Guðmundur Guðmundsson, sveitarstjóri á Rauf- arhöfn, að næsti aðalfundur EY- ÞINGS yrði haldinn á Raufarhöfn á árinu 1994. Varþvíboði fagnað. 290

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.