Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Page 22

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Page 22
HEILBRIGÐISMÁL Aðgerðir ríkisstjórnarinnar í fíkniefna-, áfengis- og tóbaksvörnum Dögg Pálsdóttir hrl. 1. Inngangur Hún var ófögur myndin sem fjölmiðlar landsins drógu upp af ástandinu í fíkniefna- neyslu unglinga í ársbyrjun 1996. Upplýs- ingamar um fíkniefnavandann komu eins og sprengja inn í íslenskt samfélag og það var eins og þjóðin hefði vaknað upp við vondan draunt. Margir héldu að neysla fíkniefna væri bundin við þröngan hóp vandræðaungl- inga. 1 ljós kom að vandinn fylgir hvorki stétt né stöðu og að venjulegir unglingar frá góðum heimilum hafa ieiðst út í neyslu efna af þessu tagi. Engin allsherjarlausn er til á þessum vanda. Jafnframt er nauðsynlegt að minnast þess að ötullega hefur verið unnið að forvamastatfi á þessu sviði, t.d. hjá löggæslu og tollgæslu og fjölmörgum öðrum aðilum. En betur má ef duga skal. Stjómvöldum var Ijóst að við þessum tíðindum yrði að bregðast. Ríkisstjómin setti á laggirnar nefnd ráðu- neyta um samræmingu aðgerða vegna átaks í ávana- og fíkniefnavömum. Þá skipaði dómsmálaráðherra sérstaka verkefnisstjórn til að vinna að þessum málum að því leyti sem þau heyra undir dómsmálaráðuneytið. Verkefnisstjóm dómsmálaráðherra skilaði tillögum sínum í júní 1996. Hún lagði m.a. til að ríkisstjórnin markaði sér stefnu í þessum nrálaflokki og að stofnað yrði sérstakt áfengis- og vímuvamaráð. Sérstök áhersla var lögð á samstarf við foreldra í tillögum verkefnis- stjómarinnar. Þá var lagt til að starf fíkniefnadeildar lög- gæslunnar yrði eflt bæði með fjölgun stöðugilda og bættum tækjabúnaði auk þess sern samvinna milli lög- gæslu og tollyfirvalda yrði aukin. Loks lagði verkefnis- stjómin til ýmsar lagabreytingar og að fíkniefnasamn- ingur Sameinuðu þjóðanna frá 1988 yrði staðfestur. Ríkisstjórnin ákvað að fela nefnd ráðuneyta að útfæra nokkrar tillögur verkefnisstjómarinnar sem leiddi síðan til þess að hinn 3. desember 1996 kynnti ríkisstjórnin heildstæða áætlun í fíkniefna-, áfengis- og tóbaksvöm- um. Helstu þættir í aðgerðum ríkisstjómarinnar eru: 1. Stefna ríkisstjómarinnar í fíkniefna-, áfengis- og tó- baksvömum. 2. Stofnun áfengis- og vímuvamaráðs. 3. Auknir fjármunir til forvama. 4. Efling löggæslu og tollgæslu með aukn- um fjárveitingum. 5. Fjárveiting til stuðnings við ungmenni í áhættuhópum gagnvart notkun fíkniefna og áfengis. 6. Samstarf ríkisins, Reykjavíkurborgar og Samtaka Evrópuborga gegn eiturlyfjum (ECAD - European Cities Against Drugs) um áætlunina Island án eiturlyfja 2002. 7. Fullgilding Islands á samningi Samein- uðu þjóðanna gegn ólöglegri verslun með fikniefni og skynvilluefni frá 20. desember 1988 og samningi frá 8. nóvember 1990 sem gerður var á vettvangi Evrópuráðs- ins um þvætti, leit, hald og upptöku ávinnings af afbrot- um. Verður nú vikið nánar að einstökum þáttum þessara aðgerða. 2. Stefna ríkisstjórnarinnar ífíkniefna-, áfengis- og tóbaksvörnum í stefnu ríkisstjómarinnar felst að hún hefur ákveðið að beita sér markvisst fyrir því að ráðuneyti og stofnanir, löggæsla og tollgæsla, í samvinnu við sveitarfélög, for- eldrafélög, félagasamtök og aðra, taki höndum saman og samhæfi viðbrögð, aðgerðir og samstarf með það fyrir augum að uppræta fíkniefnaneyslu bama og ungmenna og draga stórlega úr áfengis- og tóbaksnotkun þeirra. Áhersluatriði stefnu ríkisstjórnarinnar í þessum mála- flokki fram til ársins 2000 eru: • Að efla forvamir, einkum þær sem beint er að ein- staklingum sem eru í áhættuhópum gagnvart notkun fíkniefna, áfengis og tóbaks. • Að hefta aðgengi bama og ungmenna að fíkniefn- um, áfengi og tóbaki. • Að auka öryggi almennings með fækkun fíkniefna- tengdra brota. • Að efla andstöðu í þjóðfélaginu gegn notkun bama og ungmenna á fikniefnum, áfengi og tóbaki. • Að efla meðferðarúrræði fyrir ungmenni sem orðið hafa fíkninni að bráð. Stefnan gerir ráð fyrir að ráðuneyti og undirstofnanir

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.