Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Qupperneq 30

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Qupperneq 30
FRÆÐSLUMÁL Fræðslunámskeið fyrir stuðnings- fulltrúa og fólk í líkum störfiim Margrét Margeirsdóttir, deildarstjóri ífélagsmálaráðuneytinu Eins og kunnugt er voru nýlega samþykkt á Alþingi lög þess efnis að flytja málefni fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga eftir tvö ár. Gert er ráð fyrir að undirbúningur að slíkum breytingum hefjist innan tíðar og er stefnt að því að breytingin öðlist gildi þann 1. janúar 1999. Mikilvægt er að sú þekking og reynsla, sem hefur orðið til á undan- förnum áratugum varðandi málefni fatlaðra, verði sem aðgengilegust fyrir sveitarstjórnarmenn og starfs- menn þeirra, en það ætti að auð- velda þeim að takast á við væntan- legt verkefni. Ritið „Sveitarstjórnarmál“ er kjörinn vettvangur fyrir miðlun upp- lýsinga og fræðslu af því tagi sem að framan er nefnt. I eftirfarandi pistli verður greint frá starfsemi fræðslunefndar félags- málaráðuneytisins sem hefur staðið fyrir umfangsmiklu námskeiðahaldi nokkur undanfarin ár fyrir meðferð- ar- og uppeldisfulltrúa og fólk í lfk- um störfum. Fræðslunefnd félagsmálaráðu- neytis var skipuð í byrjun mars 1993 og hefur starfað óslitið síðan. í nefndinni eiga sæti Margrét Mar- geirsdóttir deildarstjóri sem er for- maður nefndarinnar, Arni Stefán Jónsson, framkvæmdastjóri Starfs- mannafélags ríkisstofnana, og Þór Þórarinsson, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu ntálefna fatlaðra á Reykjanessvæði. Aður en fræðslunefndin hóf störf höfðu ráðuneytinu borist eindregin tilmæli bæði frá starfsfólki ýmissa stofnana svo og félagasamtökum um að koma á fót starfsnámi í því skyni að efla færni og þekkingu starfsfólks á heimilum og stofnun- um fyrir fatlaða og stofnunum fyrir börn og unglinga í vanda. Með starfsnámi af þessu tagi yrði hægt að styrkja ófaglærða í starfi og stuðla þannig að markvissari vinnu- brögðum og betri árangri. Nokkur undirbúningsvinna á þessum vettvangi hafði raunar átt sér stað þegar fræðslunefndin tók til starfa, þannig lágu fyrir drög að námskeiði fyrir ófaglært fólk sem starfaði á Barna- og unglingageð- deild, Unglingaheimili ríkisins og á heimilum og stofnunum fatlaðra. Fræðslunefndin hóf fljótlega að skipuleggja fyrsta grunnnámskeiðið og var námsskrá tilbúin í september 1993. Jafnframt voru gerð drög að framhaldsnámskeiði sem greindust í tvo þætti: annan fyrir starfsfólk í þjónustu við fatlaða og hinn fyrir starfsfólk á sviði bama og unglinga sem þarfnast sérstakrar meðferðar. Fræðslunefndin réð til starfa Þór- arin Eyfjörð til að annast undirbún- ing og hafa umsjón með námskeið- unum. Fyrsta grunnnámskeiðið hófst í Reykjavík í byrjun nóvember 1993 og varð strax mikil aðsókn. Fræðslunefndin taldi ekki unnt að taka við fleiri þátttakendum en 30 manns á hvert námskeið en rúmlega 70 umsóknir bárust á þetta fyrsta námskeið. Kennsla fór fram í húsnæði BSRB að Grettisgötu 89 í Reykja- vík og var kennt fjórar klst. daglega, í vikulotum með vikuhléum, en allir þátttakendur voru jafnframt í vinnu með náminu. Námsgreinar voru almenn stjóm- sýsla, s.s. lög og reglugerðir um málefni fatlaðra, þróun og uppbygg- ing á þjónustu, lög um barnavemd, lög um félagsþjónustu sveitarfélaga, lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, uppeldisfræði, félags- sálfræði, persónuleikasálfræði, sið- fræði, lífeðlis- og erfðafræði, helstu flokkar fötlunar, næringarfræði, áfallakenningar, tómstundir, með- ferðaráætlanir og samstarf við að- standendur. Námskeiðið spannaði yfir 160 klst. og því lauk í lok mars 1994 með formlegri útskrift 28 þátttak- enda, en tveir heltust úr lestinni. Námskeiðið var metið til tveggja launaflokka hækkunar samkvæmt kjarasamningum ríkisins og Starfs- mannafélags ríkisstofnana. Segja má að með þessu fyrsta námskeiði hafi brautin verið rudd og línurnar lagðar fyrir þau nám- skeið sem fylgt hafa í kjölfarið. Alls hefur fræðslunefndin haldið átta slík grunnnámskeið síðan, þar af fimm í Reykjavík, og hafa þátt- takendur komið frá höfuðborgar- svæðinu, Suðumesjum, Selfossi og víðar. Þá hafa verið haldin þrjú grunn- námskeið annars staðar á landinu. Eitt var haldið á Akranesi 1995 en þátttakendur komu frá Vesturlands- svæði, annað var haldið á Sauðár- króki fyrir starfsfólk á Norðurlandi vestra og komu þátttakendur frá Siglufirði og allt vestur í Flúna- vatnssýslur. 1 maí 1996 lauk síðan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.