Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Síða 23

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Síða 23
UMHVERFISMAL Heiðmörk og fallegir lundir bera ár- angrinum glöggt vitni. Landnema- spilda felur ekki í sér neinn eignar- rétt en landneminn má gera landinu til góða og hafa það í fóstri. Þetta fyrirkomulag hefur mælst mjög vel fyrir hjá einstaklingum, félögum og fyrirtækjum og munu landnema- spildur skipta fleiri hundruðum á landinu. Viðkomandi skógræktarfé- lög leggja til faglega leiðsögn og umsjón en landneminn kostar að öllu leyti ræktunina og vinnuna við hana. 4. Samstarf sveitarfélaga og skógræktarfélaga S amstarfssam n ingar Löng hefð er nú orðin fyrir því að skógræktarfélög og sveitarfélög geri með sér samstarfssamninga. Þekkt- ustu dæmin um slíkt eru samningar Reykjavíkurborgar um Heiðmörk, Akureyrarbæjar um Kjamaskóg og Hafnarfjarðarbæjar og Húsavíkur- bæjar um löndin ofan byggðar í bæjunum. Allir hafa þessir sarnn- ingar leyst úr læðingi áður dulda krafta í starfi félaganna og sjálf- boðaliða á þeirra vegum. Með sam- starfssamningum eru allar forsendur til staðar til að gera áætlanir fram í tímann og ná fram hagræðingu og nýta fjármagnið vel. Skógræktarfé- lögin með sínu frjálsa félagsformi hafa möguleika til að margfalda framkvæmdir með sjálfboðastarf- inu. Víða tekst slíkum félögum að afla fjármagns sem ella stæði ekki til boða. í samstarfi sveitarfélaga og skógræktarfélaga verður að forðast hagsmunaárekstra og hafa í huga ný samkeppnislög, sem sett voru árið 1993. 5. Niöurstööur - Tillögur nefndarinnar Það er skoðun nefndarinnar að já- kvætt viðhorf til umhverfis og skóg- ræktar sé mikils virði. Meðfylgjandi niðurstöður eru samantekt á greinar- gerðinni og markmið þeirra er að efla markvissa skógrækt og upp- græðslu. Víðtæk samvinna sem nær til alls landsins og byggist á skiln- íngi og trausti getur skilað okk- ur áleiðis í rækt- unarstarfinu. 1. Samband ís- lenskra sveitarfé- laga og Skóg- ræktarfélag Is- lands eru sam- mála um að stuðla að aukinni þátttöku almenn- ings í skógrækt og landgræðslu. A þann hátt skapast þekking og reynsla og virðing vex fyrir því ræktunar- starfi sent unnið hefur verið að á undanförnum árum. 2. Nauðsynlegt er að sveitar- stjórnir tryggi skógræktarfélög- um sem starfa innan heima- svæða aðstöðu og aðgengi til skógræktar eftir því sem hægt er. Því þarf að gera ráð fyrir athafna- svæðum skóg- ræktarfélaga í aðal- og deiliskipu- lagi sveitarfélaganna. Skipulögð skógrækt myndar skjól fyrir alla byggð. Nýta ber möguleika skóg- ræktar til að bæta svæði sem síðar á að byggja og gera þau og nágrenni vænlegri til búsetu. 3. Unnið skal að skógræktar- og landnýtingarskipulagi í samvinnu við viðeigandi nefndir sveitarfélaga. Til þess verði fengnir fagmenn á því sviði, s.s. sérfræðingar skógræktar- félaganna og landslagsarkitektar. 4. Mælt er með því að gerðir verði umsjónarsamningar milli sveitarfélaga og skógræktarfélaga er fjalli m.a. um umsjón með skóg- ræktarsvæðum, þjónustu við vinnu- skóla, umhverfisfræðslu o.fl. Skóg- I Heiömörk hafa víöáttumikil landflæmi veriö tekin til skógrækt- ar. Meöal starfsmannafélaga sem þar hafa nýlega haslaö sér völl er Starfsmannafélag Sambands islenskra sveitarfélaga. Myndin er úr gróðursetningarferð félagsins í vor. Á myndinni eru Bára M. Eiríksdóttir og Ragnheiöur Snorradóttir. Myndirnar meö greininni tók Unnar Stefánsson. ræktarfélag Islands og skógræktar- félögin búa yfir faglegri þekkingu og reynslu á þessu sviði. 5. Vinna skal að framtíðarstefnu- mörkun skógræktar og landgræðslu á vegum sveitarfélaga. Með því móti geta nágrannasveitarfélög sam- ræmt áætlanir og framkvæmdir. 6. Aukin skógrækt er m.a. viður- kennt tæki til að stemma stigu við gróðurhúsaáhrifum. Leita ber al- þjóðlegs samstarfs til þess að full- nýta möguleika Islands á því sviði. 7. Lagt er til að athuguð verði vandlega lagaleg hlið þeirra árekstra sem orðið hafa vegna nýrra sam- keppnislaga. 1 49

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.