Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Síða 35

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Síða 35
FRÆÐSLUMÁL sinni. Við lögðum þunga áherslu á að inngangar skólans væru skýrir, opnir og í beinum tengslum við aðliggjandi stígakerfi og aðkomu akandi. Hugmyndin Hugmyndin að byggingunni sjálfri byggist á tveim samsíða byggingarálmum, austur- og vesturálmu. Bygg- ingamar tengjast innbyrðis um „götu“, eins konar lífæð skólans, milli álmanna tveggja. Eins og áður sagði þá er það eitt af höfuðmarkmiðum höfunda að umhverfi nemenda utan kennslustunda til fé- lagsstarfa og almennrar viðveru í skólanum verði líflegt og hvetjandi í heilsdagsnámi. „Gatan“ er sköpuð sem um- gjörð um þetta markmið sem höfuðrými skólans. Um hana fara öll helstu umferðarrými byggingarinnar. Þar em jafn- framt aðlinngangar skólans, en við hana og sem hluti hennar fer hið eiginlega félagslíf og almenna viðvera fram. Byggingamar tvær ásamt götunni mynda eigið samfé- lag smárra og stórra rýma. Við „götuna" standa einstaka „íbúðarhús" (kennslustofumar) og „stofnanir" (bókasafn og stjórnun), „verslunar- og atvinnuhúsnæði" (sér- kennslustofur og eldhús) og þar er jafnframt aðaltorg (hátíðarsalur). Umhverfið og skipulagið verður þannig til þess að glæða samskipti nemenda innan skólans og virk- ar sem hvati á þau. Þá eru góðir möguleikar til inniveru utan kennslu, t.a.m. í frímínútum sem oftar en ekki er nauðsynlegt þegar veður gerast válynd. Hugmyndin byggir á línulaga byggingu sem gerir mögulegan mun meiri sveigjanleika við niðurröðun ár- ganga í stofur milli ára, þar sem byggingunni er ekki skipt í fastmótaðar árgangaálmur. Auk þess verður allt eftirlit og yfirsýn með nemendum mun einfaldara og því auðveldara að koma í veg fyrir hugsanlega árekstra milli einstaklinga innan skólans. 1 6 1

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.