Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Page 40
UMHVERFISMAL
Umhverfismál og sveitarfélög - hver er
ávinningurinn?
Stefán Gunnar Thors og Halldóra Hreggviðsdóttir, ráðgjafar á umhverfis-
og byggðatæknisviði hjá VSÓ RAÐGJÖF
Umhverfismál og náttúruvernd
eru málaflokkar sem hafa vaxið ört
síðustu áratugi og er orsök þess
meðal annars gífurlegar breytingar á
náttúrlegu umhverfi á tiltölulega
skömmum tíma. A íslandi hefur
þróunin verið hröð; íbúum landsins
hefur fjölgað úr um 79.000 árið
1901 í 270.000 árið 1996. Á sama
tíma hefur landsframleiðsla að
magni til rúmlega 30-faldast og urnfang iðnaðar stór-
aukist.
Ör vöxtur mannfjölda, framleiðslu og notkun aðfanga
hefur aukið álagið á náttúrlegar auðlindir bæði hérlendis
sem og annars staðar í heintinum. Hugmyndin um sjálf-
bæra þróun er meðal annars byggð á því að tekið sé tillit
til náttúrlegs umhverfis og velferðar framtíðarkynslóða
við efnahagslegar ákvarðanir og reynt að samræma
efnahagsleg, samfélagsleg og umhverfxsleg markmið.
Á undanförnunr árum hafa mörg fyrirtæki á heims-
markaði tekið upp svokölluð umhverfisstjómunarkerfi.
Helstu ástæður þess eru breytt viðhorf almennings til
umhverfismála, kröfur neytenda, birgja og hagsmunaað-
ila og tilkoma laga og reglugerða um umhverfismál.
Fyrsta skrefið í uppsetningu umhverfisstjórnunarkerfis
er að rýna í stöðu umhverfismála hjá fyrirtæki og semja
umhverfismálastefnu þess. Byggt á þessum grunnþátt-
um setur fyrirtækið síðan fram stefnumið og markmið í
umhverfismálum1’ og gerir framkvæmdaáætlun til að ná
settum markmiðum.
Sveitarfélög og umhverfismál
Ábyrgð sveitarstjórna er engu minni en fyrirtækja
varðandi bætta umgengni og nýtingu náttúruauðlinda og
í ljósi mikillar umræðu um þessar mundir um mat á um-
hverfisáhrifum hefur komið í ljós að sveitarstjórnir hafa
1) Stefnumið í umhverfismálum: Heildartakmark í umhvetfismálum, grund-
vallað á umhverfismálastefnunni, sem aðili einsetur sér að uppfylla. Markmið
í umhverfismálum: Nák\wmlega tilgreindar kröfur um frammistöðu, töluleg-
ar þegar því verður við komið.fyrir aðila í heild sinni eða að hluta. Kröfurn-
ar grundvallast á stefnumiðum fyrirtœkisins í umhverfismálum og þœr verður
að uppfylla ef stefnumiðin eiga að nást.
mikilvægu hlutverki að gegna í um-
hverfismálum. Matið er hins vegar
einungis hluti af þessum mikilvæga
málaflokki. Með tilliti til þess að
mikilvægi umhverfismála eykst
stöðugt þurfa sveitarfélögin, jafnt
sem fyrirtækin, að marka sér skýra
stefnu í umhverfismálum, setja sér
markmið, semja framkvæmdaáætl-
anir til að ná settum markmiðum og
hrinda þeim í framkvæmd.
Líkt og stjóm fyrirtækja ber ábyrgð á afkomu þess,
hefur sveitarstjórn skyldum að gegna gagnvart íbúum
sveitarfélaganna. Atvinnumál, menntamál, heilbrigðis-
mál, skipulagsmál og nú umhverfismál eru eflaust mikil-
vægustu málaflokkar sveitarfélaga og nauðsynlegt að
taka tillit til þeirra allra við alhliða stefnumótun sveitar-
félaga.
Umhverfismálastefna sveitarfélaga
Sveitarfélögin eru mismunandi eins og þau em mörg
og því ólíklegt að hægt sé að yfirfæra stefnumið eins
sveitarfélags á annað. Sveitarstjómir þurfa hver fyrir sig
að móta sér stefnu í umhverfismálum, setja sér markmið
og gera framkvæmdaáætlanir. Til þess að sveitarstjóm
geti markað sér raunhæfa stefnu og áætlun er ákjósanlegt
að rýna í stöðu umhverfismála og kynna sér skoðun íbúa
sveitarfélagsins. Þrátt fyrir að stefnumið sveitarfélaga
verði mismunandi em grundvallarþrepin að mótun um-
hverfisstefnu þau sömu. Helstu grunnþrepin að mótun
stefnumiða í umhverfismálum eru:
1. Umhverfisrýni
Til þess að sveitarstjómir geti markað skýra stefnu í
umhverfismálum, og eru skipulagsmálin mikilvægur
hluti þeirra, er nauðsynlegt að ástand og einkenni um-
hverfisins séu þeim ljós. Á þeim grunni byggir síðan
ákvörðunartaka um forgangsröðun í umhverfismálum.
Til þess að best sé að málum staðið er mikilvægt að
framkvæma umhverfisrýni á landsvæði sveitarfélags.
Slík rýni er úttekt á umhverfinu og væri meðal annars
fólgin í því að:
1 66