Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Page 54
FRÁ LAN DSHLUTASAMTOKUNUM
Helga Bára Karlsdóttir hreppsnefndarfulltrúi og Pétur Friöriks-
son, oddviti í Kjalarneshreppi.
ið að þessar nefndir skyldu skila niðurstöðum til stjómar
SSH, sem hefur þannig eftirlit með störfum þeirra.
Að lokum gerði nefndin tillögu um að formaður sam-
takanna skyldi kosinn á aðalfundi, en ekki af stjóm eins
og verið hefur frá upphafi.
Nióurfelling gjalda á slökkvibúnaöi
Aðalfundurinn gerði samþykkt þar sem skorað var á
stjómvöld að koma til móts við sveitarfélög, sem endur-
nýja þurfa slökkvi- og björgunarbúnað, með endur-
greiðslu á virðisaukaskatti og niðurfellingu á öðrum
gjöldum. Svofelld greinargerð fylgdi tillögunni:
Mikillar endumýjunar er þörf á slökkvi- og björgunar-
búnaði slökkviliðanna víða í landinu, en þau eru rekin af
sveitarfélögum. Frá því lög nr. 50/1988 urn virðisauka-
skatt öðluðust gildi hafa aðflutningsgjöld af slíkum bún-
aði ekki fengist felld niður né endurgreidd, nema vöru-
gjald af slökkvibifreiðum.
Það er í hæsta máta óeðlilegt að ríkið skattleggi ör-
yggisþjónustu sveitarfélaga með þeim hætti sem nú er
gert. Því er skorað á fjáimálaráðherra að nýta nú þegar
heimild í 3. mgr. 42. gr. ofangreindra laga og bæta
slökkvi- og björgunarbúnaði við 12. gr. reglugerðar nr.
248/1990, urn virðisaukaskatt af skattskyldri starfsemi
opinberra aðila. Einnig var skorað á fjánnálaráðherra að
fella niður opinber gjöld vegna endumýjunar á slökkvi-
og björgunarbúnaði.
Eftir að samþykkt þessi var gerð, þ.e. 13. desember,
varð um þetta efni samkomulag milli stjómar Sambands
íslenskra sveitarfélaga og ríkisstjómarinnar, eins og frá
var skýrt í 1. tbl. í ár.
Samræmd stefnumótun sveitarfélaga á
sviöi upplýsingatækni
Aðalfundurinn beindi því til stjórnar Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga að unnið yrði að samræmdri
stefnumótun sveitarfélaga á sviði upplýsingatækni í
samræmi við framtíðarsýn ríkisstjómar Islands um upp-
lýsingasamfélagið.
Úthlutunarreglum jöfnunarsjóös veröi
breytt
Þá var í einni ályktun aðalfundarins skorað á félags-
málaráðherra og stjóm Sambands íslenskra sveitarfélaga
að tryggja að við næstu endurskoðun reglna um Jöfnun-
arsjóð sveitarfélaga verði hafðir að leiðarljósi hagsmunir
allra sveitarfélaga í landinu hvað þjónustuframlög varð-
ar. Við endurskoðun reglna Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á
undanförnum árum hefur aðallega verið tekið mið af
hagsmunum minni sveitarfélaganna, en ekki þeirra fjöl-
mennari. Aðalfundurinn telur að taka verði tillit til kostn-
aðar fjölmennari sveitarfélaga við ýmsa þjónustu sem
önnur sveitarfélög veita í ntinna rnæli, s.s. almennings-
vagnaþjónustu og félagslega þjónustu.
Jafnframt skorar aðalfundur SSH á félagsmálaráðherra
að beita sér fyrir því að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga fái
aukið fjármagn til þjónustuframlaga.
Tillögunni að þessari ályktun fylgdi svofelld greinar-
gerð:
Hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hefur verið og á
að vera að jafna möguleika sveitaifélaga til að halda uppi
lágmarksþjónustu við íbúana. Vegna stærðar sinnar og
nálægðar við önnur sveitarfélög hefur ekki þótt ástæða
til að úthluta fjölmennari sveitarfélögum þjónustufram-
lögurn úr jöfnunarsjóði. Kröfur til fjölmennari sveitarfé-
laga hafa verið að aukast á sama tíma og dregið hefur úr
getu þeirra til að standa undir auknum verkefnum og
vaxandi kröfum, eins og meðfylgjandi tafla sýnir:
1. tafla. Skatttekjur og heildargjöld sveitarfélaga á
höfuðborgarsvæðinu sem hlutfall af landsmeðaltall
Tímabil Skatttekjur Heildargjöld
1987 104,2% 100,1%
1988 105,9% 102,3%
1989 103,8% 102,5%
1990 98,3% 103,9%
1991 98,4% 104,8%
1992 98,9% 103,2%
1993 99,9% 103,3%
1994 97,9% 105,3%
Tekjujöfnuður sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. munur
á heildargjöldum og tekjum, var neikvæður sem svarar 27 þús.
kr. pr. íbúa 1993 og 36 þús. kr. árið 1994. Tekjur úr Jöfnunar-
sjóði sveitarfélaga eru um 35% yfir landsmeðaltali hjá sveitarfé-
lögum með 400-999 íbúa, en tekjur þessara sveitarfélaga eru
um 7% yfir landsmeðaltaii áriö 1993.
Árið 1994 voru þessar tölur 44% og 5%.
(Heimild: Sveitarsjóðareikningar 1987-1988, 1989, 1990, 1991,
1992, 1993 og 1994, útg. Hagstofa íslands).
Eins og sjá má á töflunni hafa skatttekjur sveitarfélaga
á höfuðborgarsvæðinu minnkað sem hlutfall af skatttekj-
1 80