Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Blaðsíða 54

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Blaðsíða 54
FRÁ LAN DSHLUTASAMTOKUNUM Helga Bára Karlsdóttir hreppsnefndarfulltrúi og Pétur Friöriks- son, oddviti í Kjalarneshreppi. ið að þessar nefndir skyldu skila niðurstöðum til stjómar SSH, sem hefur þannig eftirlit með störfum þeirra. Að lokum gerði nefndin tillögu um að formaður sam- takanna skyldi kosinn á aðalfundi, en ekki af stjóm eins og verið hefur frá upphafi. Nióurfelling gjalda á slökkvibúnaöi Aðalfundurinn gerði samþykkt þar sem skorað var á stjómvöld að koma til móts við sveitarfélög, sem endur- nýja þurfa slökkvi- og björgunarbúnað, með endur- greiðslu á virðisaukaskatti og niðurfellingu á öðrum gjöldum. Svofelld greinargerð fylgdi tillögunni: Mikillar endumýjunar er þörf á slökkvi- og björgunar- búnaði slökkviliðanna víða í landinu, en þau eru rekin af sveitarfélögum. Frá því lög nr. 50/1988 urn virðisauka- skatt öðluðust gildi hafa aðflutningsgjöld af slíkum bún- aði ekki fengist felld niður né endurgreidd, nema vöru- gjald af slökkvibifreiðum. Það er í hæsta máta óeðlilegt að ríkið skattleggi ör- yggisþjónustu sveitarfélaga með þeim hætti sem nú er gert. Því er skorað á fjáimálaráðherra að nýta nú þegar heimild í 3. mgr. 42. gr. ofangreindra laga og bæta slökkvi- og björgunarbúnaði við 12. gr. reglugerðar nr. 248/1990, urn virðisaukaskatt af skattskyldri starfsemi opinberra aðila. Einnig var skorað á fjánnálaráðherra að fella niður opinber gjöld vegna endumýjunar á slökkvi- og björgunarbúnaði. Eftir að samþykkt þessi var gerð, þ.e. 13. desember, varð um þetta efni samkomulag milli stjómar Sambands íslenskra sveitarfélaga og ríkisstjómarinnar, eins og frá var skýrt í 1. tbl. í ár. Samræmd stefnumótun sveitarfélaga á sviöi upplýsingatækni Aðalfundurinn beindi því til stjórnar Sambands ís- lenskra sveitarfélaga að unnið yrði að samræmdri stefnumótun sveitarfélaga á sviði upplýsingatækni í samræmi við framtíðarsýn ríkisstjómar Islands um upp- lýsingasamfélagið. Úthlutunarreglum jöfnunarsjóös veröi breytt Þá var í einni ályktun aðalfundarins skorað á félags- málaráðherra og stjóm Sambands íslenskra sveitarfélaga að tryggja að við næstu endurskoðun reglna um Jöfnun- arsjóð sveitarfélaga verði hafðir að leiðarljósi hagsmunir allra sveitarfélaga í landinu hvað þjónustuframlög varð- ar. Við endurskoðun reglna Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á undanförnum árum hefur aðallega verið tekið mið af hagsmunum minni sveitarfélaganna, en ekki þeirra fjöl- mennari. Aðalfundurinn telur að taka verði tillit til kostn- aðar fjölmennari sveitarfélaga við ýmsa þjónustu sem önnur sveitarfélög veita í ntinna rnæli, s.s. almennings- vagnaþjónustu og félagslega þjónustu. Jafnframt skorar aðalfundur SSH á félagsmálaráðherra að beita sér fyrir því að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga fái aukið fjármagn til þjónustuframlaga. Tillögunni að þessari ályktun fylgdi svofelld greinar- gerð: Hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hefur verið og á að vera að jafna möguleika sveitaifélaga til að halda uppi lágmarksþjónustu við íbúana. Vegna stærðar sinnar og nálægðar við önnur sveitarfélög hefur ekki þótt ástæða til að úthluta fjölmennari sveitarfélögum þjónustufram- lögurn úr jöfnunarsjóði. Kröfur til fjölmennari sveitarfé- laga hafa verið að aukast á sama tíma og dregið hefur úr getu þeirra til að standa undir auknum verkefnum og vaxandi kröfum, eins og meðfylgjandi tafla sýnir: 1. tafla. Skatttekjur og heildargjöld sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem hlutfall af landsmeðaltall Tímabil Skatttekjur Heildargjöld 1987 104,2% 100,1% 1988 105,9% 102,3% 1989 103,8% 102,5% 1990 98,3% 103,9% 1991 98,4% 104,8% 1992 98,9% 103,2% 1993 99,9% 103,3% 1994 97,9% 105,3% Tekjujöfnuður sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. munur á heildargjöldum og tekjum, var neikvæður sem svarar 27 þús. kr. pr. íbúa 1993 og 36 þús. kr. árið 1994. Tekjur úr Jöfnunar- sjóði sveitarfélaga eru um 35% yfir landsmeðaltali hjá sveitarfé- lögum með 400-999 íbúa, en tekjur þessara sveitarfélaga eru um 7% yfir landsmeðaltaii áriö 1993. Árið 1994 voru þessar tölur 44% og 5%. (Heimild: Sveitarsjóðareikningar 1987-1988, 1989, 1990, 1991, 1992, 1993 og 1994, útg. Hagstofa íslands). Eins og sjá má á töflunni hafa skatttekjur sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu minnkað sem hlutfall af skatttekj- 1 80
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.