Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Blaðsíða 34

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Blaðsíða 34
Menningarmál Lýður Björnsson sagnfrœðingur: Um byggðasögur Sérhæfing hefur farið hratt vaxandi undanfarna öld og hófst raunar fyrr. Hún hefur haft þau áhrif á vísindin að virðulegar vísindagreinar hafa verið raktar sundur í fleiri eða færri þætti. Sagan hefur til dæmis skipst í sögu og sagnfræði og telst fyrrnefndi þátturinn naumast til vísinda lengur. í sagnfræði skulu viðhöfð vísindaleg vinnubrögð, til dæmis getið markmiða ritunar, vísað til heimilda og birtar nauðsynlegar skrár. Sagnfræðin hefur síðan verið rakin sundur í marga þætti, til dæmis atvinnusögu, byggðasögu, hagsögu, kvennasögu og stjórnmálasögu að bókmennta- og listasögu ógleymdri. Hér verður þessu efni ekki fylgt lengra og sjónum beint að einum þætti sagnfræðinnar (og sögunnar), byggðasögunni. Höfundur er ekki að öllu sáttur við hin skörpu skil sem af framanskráðu mættu virðast vera á milli sögu og sagnfræði. Sjálf heiti þátta sagnfræðinnar vísa til sögu og veldur þetta tvíræðni. Frumherjar Síðla árs 1999 hélt Sögufélagið og Sagnfræði- stofnun Háskóla Islands ráðstefnu í Reykholti og bar hún nafnið Islensk sagnfræði við árþúsunda- mót. Þar flutti Friðrik Olgeirsson sagnfræðingur erindi um byggðasögu og er allvíða stuðst við það í þessari grein. Hann rakti upphaf byggðasögu- ritunar á Islandi til tveggja mikilvirkra fræði- manna á 18. og 19. öld, Jóns Espólíns (1769-1836) og Gísla Konráðssonar (1787-1877), en rit þeirra um byggðasögu eru frá 19. öld. Prentun beið 20. aldar. Rit þeirra Jóns Espólíns og Einars Bjarnasonar, Saga frá Skagfirðingum 1685-1847, kom út á árunum 1976-1979. Þrjú rit Gísla Konráðssonar hafa verið prentuð, Strandamanna- saga (1947), Saga Skagstrendinga og Skagamanna (1941) og Húnvetningasaga I,—III. (1998). Rit þetta spannar yfir tímabilið 1685-1850. Gísli ritaði einnig sögu að minnsta kosti þriggja byggða við Breiðaijörð. Ekki hafa þær verið prentaðar. Hin merka Flateyjarsaga Gísla er mest þessara rita. Flateyingar styrktu Gísla til að rita sögu byggðar- lagsins en annars er byggðasöguritun þeirra Jóns einstaklingsframtak. Hugmynd um ritun byggða- sögu var þó hreyft opinberlega árið 1864. Það gerði Sigurður Guðmundsson málari í Þjóðólfi. Hann lagði til að rituð yrði saga Reykjavíkur til forna og í tilefni af 1000 ára affnæli íslandsbyg- gðar. Hugmyndinni var ekki hrundið í framkvæmd. Fyrsta byggðasagan birtist á prenti árið 1918. Það var Siglufjarðarverslunarstaður hundrað ára. 1818-20. Maí 1918. Aldarminning. Ágrip af sögu kauptúns og sveitar. Höfundur var sr. Bjarni Þorsteinsson (1861-1938) sem landskunnur er af þjóðlagasafni sínu. Næst í röðinni er Saga Reykjavíkur eftir Klemens Jónsson (1862-1938) sem kom út í tveimur bindum árið 1929. Klemens lét ekki þar staðar numið. Hann ritaði einnig Sögu Akureyrar sem kom út árið 1948. Otalið er þá enn veigamesta byggðasöguritið frá fyrri hluta 20. aldar, Saga Hafnarfjarðar, eftir Sigurð Skúlason (1903-1987). Sú bók kom út árið 1933. Ártöl í svigum tákna ýmist fæðingar- og dánarár, útgáfuár bóka eða útgáfuár fyrsta heftis tímarita. Bakhjarlar Fólksflutningar til höfuðborgarsvæðisins hófust að marki á fyrri hluta 20. aldar. Algengt var að fólk úr sama byggðarlagi stofnaði átthagafélag eftir flutninginn. Þau hófu síðan að gefa út efni tengt fyrrverandi heimkynnum, bækur og tímarit. Samtök í heimahéraði riðu þó á vaðið. Skaftfell- ingar gáfu út bókina Vestur-Skaftafellssýsla og íbúar hennar árið 1930. Útgáfan tengist Alþingis- hátíðinni. Árnesingafélagið í Reykjavíkvar stofnað 1934. Það gaf út tvö bindi af Árnesinga- sögu og kom hið fyrra út árið 1950. Félagið Ingólfur var einnig stofnað árið 1934 og var eins konar átthagafélag manna af svæðinu milli Ölfusár og Botnsár. Það gaf út Þætti úr sögu Reykjavíkur árið 1936 og í tilefhi af 150 ára afmæli bæjarins. Ingólfur gaf einnig út þrjú bindi af ritröðinni Landnám Ingólfs á árunum 1935-1940 en þar voru einkum prentaðar frumheimildir. Útgáfa beggja þessara félaga lagðist af. Borgfirðingar bundust
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.