Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Blaðsíða 93

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Blaðsíða 93
Vísur Kveðskapur úr Kópavogi Samantekt: Guðmundur Oddsson bœjarfulltrúi Á fundi bæjarstjórnar Kópavogs hinn 14. mars sl. voru lagðar fram tvær fundargerðir atvinnu- málanefndar bæjarins. Samkvæmt þessum fundargerðum virtist ekki mikið vera að gerast í þessari ágætu nefnd, en þó kom þar fram að í lok janúar hefðu 449 Kópavogsbúar verið skráðir atvinnulausir. Fátt virtist nefndin hafa til eflingar atvinnu, en var þó að velta fyrir sér einhverri ráðstefnu urn Grænland. Það sem þó virtist algerlega hafa tekið hug nefndarinnar var einhver álfa- og tröllahátíð, sem átti að tengja affnæli bæjarins og HM-keppnina. Mér varð á að spyrja formann þessarar nefndar, hvort nefndin hefði helst áhyggjur af atvinnuleysi álfa og trölla í Kópavogsdal, en hún svaraði því með skætingi. Þá kvað Sigurður Geirdal bæjarstjóri: Vandamálin vandast öll og von í burt er sparkað. Ef við fáum álfa og tröll inn á vinnumarkað. Þessi vísa varð til á bæjarstjórnarfundi 8. maí sl. eftir að ég fór í pontu vegna þeirrar samþykktar skólanefndar að óska eftir áætlunum skólanna fyrir næsta starfsár strax í aprílmánuði. Eg var lítið hrifinn af þessari samþykkt og taldi skólanefnd hafa ýmislegt þarfara að gera; ég gæti séð um þetta sjálfur og að þetta væri ekki forgangsverkefni hjá mér á þessum tímapunkti. Þá kvað Sigurður bæjar- stjóri: Gerla ég Guðmund þekki gerir hann málunum skil. „Afskipti vil ég ekki aleinn ég stjórna vil.“ Á öðrum tíma og af allt öðru tilefni sendi bæjarstjóri mér þessa vísu, en ég hafði haldið því fram að Bragi Michaelsson væri frekur og það færi versnandi: Guðmundur ennþá sér ber á brjóst og býður oss frumkvæði sitt. En ofríki Braga er öllum ljóst það ágerist frekar en hitt. Sigurður Geirdal sendi mér þessa vísu á bæjar- stjórnarfúndi 1991, eftir umræður sem satt best að segja voru með ólíkindum vitlausar: Um gagnorðar skýringar Guðmundur bað um gjörning sem ruglingi veldur. Þú skilur mig ekki, skilurðu það, ég skil ekki rökin þín heldur. Sigurður Geirdal bæjarstjóri sendi mér þessa vísu á bæjarstjórnarfundi 31. okt. ‘94 eftir að Sig- rún Jónsdóttir kvennalistakona hafði skrifað upp á tillögu með okkur Kristjáni um að Kópavogur ætti að taka upp húsaleigubætur fyrir árið 1995. Þetta þótti nokkuð nýtt því ég var ekki þekktur fyrir mikið dálæti á Kvennalistanum um þessar mundir: Inn skal það sem úti frýs angurs þagna hljóðin. Aftur ég á koddann kýs kvennalista fljóðin. Á bæjarstjórnarfundi 23. maí 1995 flutti ég ræðu þar sem ég setti fram þá hugmynd að skólarnir Guðmimdur Oddsson hef- ur verið kennari í Kópavogi frá 1964, þar af yfirkennari í Víghólaskóla í 10 ár og síðan skólastjóri Þinghóls- skóla frá 1984. Hann átti sœti í bœjarstjórn Kópavogs frá 1978 til 1998fyrir Alþýðuflokkinn og er á yfirstandandi kjörtímabili fyrsti varabœjarfulltrúi Kópavogslistans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.