Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Blaðsíða 17

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Blaðsíða 17
Þjóðlegur fróðleikur lýst að hann hafi verið stór maður vexti, þrekinn og herðabreiður, með hátt og breitt enni. Stórar augabrýr, móblá augu, með friðan munn og höku. Hann var ávallt hægur og stilltur í framgöngu en fastur fyrir og vakti virðingu manna. Gísli var fæddur 9. október 1774 og lést í hárri elli 16. ágúst 1858.6) Þórður Sveinbjörnsson fær Árnessýslu Sátu þeir Gísli hreppstjóri og Grafningsmenn í kyrrðum lengi vel. Árið 1814 var Þórður Thorlacius nýtekinn við Árnessýslu og sendi þá stiftamtmanni umsögn sína um hreppstjóra í Árnesþingi. Hann telur Gísla jafnhæfan hreppstjór- um Stokkseyrarhrepps sem „hann vonar að verði Þórður Sveinbjörnsson, sýslumaður í Hjálmholti. Þórður Guðmundsson, sýslumaður á Litla-Hrauni. brúklegri í starfi sinu með meiri reynslu og ástundun þess“.7) Þórður Sveinbjörnsson varð sýslumaður Árnes- sýslu árið 1822. Frami hans var með ólíkindum. Stúdent varð hann úr heimaskóla prests eins 16 ára gamall. Næstu ár vann hann við ýmis störf, m.a. hjá fóður sínum sem var auðugur hrossaprangari á Vesturlandi. í sjö ár þar á eftir var hann skrifari Stefáns amtmanns Stephensens á Hvítárvöllum. Þórður var rétt þrítugur er amtmaður allt að því þröngvaði honum til siglingar árið 1817 og laganáms við Kaupmannahafnarháskóla. Þar lauk hann lagaprófi sumarið 1820 með mjög loflegum vitnisburði. Þann 16. maí 1822 var svo Þórður skipaður sýslumaður Árnessýslu. Þórður Sveinbjörnsson var einstakur iðjumaður og nýtti tíma sinn vel meðan hann beið embættis. Vann hann sem sjálfboðaliði, kauplaust, í stjórnardeildum konungs og náði tekjum með því að þýða lögbókina Grágás á latínu. Hann sótti einnig námskeið í ýmsum hagnýtum fræðum: dýrafræði, fúglafræði, grasafræði og eðlisfræði. Með þessa fjölmenntun að vopni gerðist hann fyrsti skógverndarmaður í Árnessýslu og má m.a. þakka honum að Þjórsárdalsskógar fóru ekki í auðn.8) Þórði Sveinbjörnssyni lá í íyrstu gott orð til Gísla hreppstjóra á Villingavatni. í umsögn sinni um hreppstjóra í Árnessýslu árið 1823 segir hann Gísla hafa „gegnt embætti sínu mér til hæfis“.9) Séra Einar S. Einarsen tekur Þingvelli Skömmu áður en Þórður tók við Árnessýslu vígðist til Þingvalla Einar Sæmundsson er sig kall- aði Einarsen. Hann var prestssonur frá Útskálum á Suðurnesjum og hafði gegnt ýmsum störfum frá stúdentsprófi, verið landfógetaskrifari og var settur sýslumaður Skaftfellinga uns hann vígðist til Þingvalla 7. október 1821. Hann gegndi einnig annex-íunni á Úlfljótsvatni í Grafningi.10) Fljótt lenti Einar prestur í útistöðum við sóknar- börn sín. í árslok 1824 komst hann í mál í Þing- vallasveit út af meðferð á skógum þeim sem heyrðu undir Þingvallastað. Prestssetrið á Þingvöll- um var með landmeiri jörðum. Bestu kostir jarðar- innar voru silungsveiði í vatninu, ágætur skógur og mikil sauðfjárbeit. Ekki gátu allir Þingvalla- prestar hagnýtt sér til hlítar öll þessi landgæði, og byggðu þeir því út frá sér hjáleigur. Ein hin þekkt- asta var Skógarkot í miðjum Þingvallaskógi. Þar bjó 1806-1843 Kristján Magnússon hreppstjóri, mikilhæfúr bóndi og frægur nú af heimildaskáld- sögu Björns Th. Björnssonar, „Hraunfólkið“. Gott hafði löngum verið með þeim Kristjáni hreppstjóra og Þingvallaprestum. En Einar prestur Einarsen sá brátt ofsjónum yfir yrkingu Kristjáns hreppstjóra á Þingvallaskógi. Fljótt mun hann hafa forboðið hreppstjóranum öll not af skóginum nema til eigin húsnota. Þá ráðstöfun kærði Kristján til amtsins vorið 1824 og vísaði amtið málinu til Þórðar Sveinbjörnssonar sýslumanns. Niðurstaða sýslumanns var að Þingvallaprestur væri ekki fær að nytja allan skóginn á réttan hátt. Hann hefði ekki þá yfirsýn yfir skóginn sem þyrfti. Ekki heldur nægan mannskap á prests- setrinu sem dygði til að vinna allan þann skóg sem markaður væri fyrir. Því myndi prestur hneigjast um of til að leigja skóginn mönnum sem ekki kynnu með hann að fara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.