Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Blaðsíða 64
Fulltrúaró&sfundir
Lagafrumvörpin afturköliuð
Félagsmálaráðuneytið tilkynnti stjórn sambands-
ins í bréfi hinn 18. maí að ríkisstjórnin hefði sam-
þykkt hinn 11. maí að falla frá flutningi málefna
fatlaðra til sveitarfélaga og að afturkalla lagafrum-
vörp þess efnis.Á fundi hinn 25. maí samþykkti
stjórn sambandsins svofellda ályktun um málið:
„Stjórnin vísar til þess að mikil vinna hefur verið
lögð í undirbúning að yfirfærslu máleína fatlaðra
frá ríki og sveitarfélaga á undanförnum misserum
og að nú eru að störfum verkefnisstjórn og samn-
inganefnd sem vinna eiga drög að samningi milli
ríkis og sveitarfélaga um málið í heild sinni,
þ. á m. um flutning tekna til sveitarfélaganna til að
mæta kostnaði við verkefni sem þau yfirtaka.
Fulltrúaráð sambandsins staðfesti samhljóða
á fundi sínum 29. mars sl. vilja sveitarfélaganna til
að færa málefni fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga
1. janúar 2003. Jafnframt samþykkti fúlltrúaráðið
að til að tryggja sem besta sátt um yfirfærsluna
yrðu öll frumvörp um málið afgreidd á haustþingi
og að á sama tima yrði gengið frá samningi milli
ríkis og sveitarfélaga um árlega endurskoðun á tekj-
um og gjöldum sveitarfélaga vegna málefna fatlaðra
næstu þrjú árin.
I ljósi ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um að
afturkalla frumvarp til laga um félagsþjónustu sveit-
arfélaga og fylgifrumvörp á nýafstöðnu þingi og
falla frá yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveit-
arfélaga óskar stjórn sambandsins eftir
viðræðum við félagsmálaráðherra um framhald
málsins með hliðsjón af stefnumörkun fulltrúaráðs
sambandsins 29. mars sl.“
Nýr varafulltrúi í launanefnd
Meðal verkefna fulltrúaráðsfundarins 29. mars
var að kjósa varafulltrúa í Launanefnd sveitarfélaga
í stað Óla Jóns Gunnarssonar, bæjarstjóra
í Stykkishólmi, sem beðist hafði undan endurkjöri.
Stefán Kalmansson, bæjarstjóri í Borgarbyggð, var
kosinn varafulltrúi í stað Óla Jóns.
Fleiri og fleiri velja ELGO-Múrklœðningu
Helðarskóli f Reykjanesba
ELGO-múrklœðnlng hofur verið undir oftirtftf RB
síðastliðln 10 ár og hefur hún farlð í gegnum
ýmsar prófanlr, svo sem NORDEST NTBuild 66
og staðist þaar allar.
ELGO-múrkkcðnlng var tekin út af Blml Marteinssyni
verkfrœðingi hfá RB (Rannsóknast.Byggingariðnadarins)
K»e»M»Bl'9‘ ,''-'*U»ílniii;|ii itðtii- an Jjn nhvaðiu nniHiá
kðirtí)
Ð
ELGO-múrklœðning var valin á:
Heiðarskóla Reykjanesbœ
Stjórnsýsluhúsið Þorlákshöfn
Endurmenntunarstofnun Háskóla fslands
Grindavíkurskóla Grindavík
Viðbygging Njarðvíkurskóla
■I steinprýöi
Stangarhyl 7 - 567-2777 - www.elgo.is - sala<ielgo.is