Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Blaðsíða 74

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Blaðsíða 74
Frá landshlutasamtökunum að Hólum í Hjaltadal. Þar hefur verið útibú frá stofnuninni um árabil og yrði það mikill styrkur fyrir það rannsóknar- og vísindasamfélag sem er á Hólum að fá aðalstöðvar Veiðimálastofnunar þangað ásamt því að stofnunin yrði efld. Jafnframt er stór hluti verkefna hennar tengdur veiðiám og vötnum á Norðurlandi. Þingið skorar á ríkisstjórn íslands að standa við og fylgja enn frekar eftir áformum um flutning ríkisstofnana og um nýjar ríkisstofnanir á lands- byggðinni. Þrátt fyrir áform um hið gagnstæða hefur þróunin orðið sú að opinberum störfum Qölgar með meiri hraða en nokkru sinni fyrr á höfúðborgarsvæðinu meðan þeim heldur áfram að fækka á landsbyggðinni. Þessari þróun verður að snúa við og til þess þarf að stjórna. Dæmi um þessa þróun er þegar Loftskeytastöðin á Siglufirði var lögð niður og öll starfsemin flutt til Reykjavíkur. Með stjórnun hefði starfsemin verið flutt frá Gufunesi til Siglufjarðar og ríkisstjórnin hefði náð fram broti af markmiðum sínum. Flutningur verkefna Þingið skorar á ríkisstjórnina að fylgja fast eftir áformum um flutning verkefna út á landsbyggðina. Fyrir hendi eru fjölmörg verkefni á vegum ráðuneyta og rikisstofnana í Reykjavik sem vinna má með skilvirkum hætti á landsbyggðinni með nútíma tækni. Fjarvinnsla á vegum ráðuneyta og ríkisstofnana er stórt sóknarfæri og ætti að vera forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar að koma henni í framkvæmd í ljósi byggðarþróunarinnar. Gjaldskrá gagnaflutninga Þingið skorar á samgönguráðherra og ríkisstjórn- ina að sjá til þess að kostnaður við gagnaflutning um simakerfið verði bundinn flutningsgetu en ekki vegalengd. Þessi breyting er forsenda þess að ijarvinnsla á landsbyggðinni sé samkeppnishæf. Það kostaði margra ára baráttu að fá fram þá sjálfsögðu breytingu að landið væri eitt gjaldsvæði. Þingið telur að það hafi verið mistök að gjaldskrá fyrir gagnaflutning var ekki breytt um leið. í dag er kostnaður við 2MB gagnaflutningsleið milli Hvammstanga og Reykjavíkur um tveimur milljón- um króna hærri en innan höfúðborgarsvæðisins. Helstu röksemdir gegn þessari sjálfsögðu breytingu er mistúlkun á EES-samningnum, þar sem því er haldið fram að slík jöfnun sé óleyfileg. Það er á hinn bóginn staðreynd að á Irlandi er kostnaður við gagnaflutning óháður vegalengd. Einnig má riija það upp að reynt var að túlka EES- samninginn á sama hátt áður en gjaldskrá vegna símtala var breytt í eitt gjaldsvæði. Aukin kostnaðarhlutdeild landsbyggðarinnar Þingið skorar á iðnaðarráðherra og ríkisstjórn íslands að láta kanna aukna kostnaðarhlutdeild landsbyggðarinnar í rekstri samfélagsins. Könnuð verði áhrif lagasetningar og breytinga á fyrir- komulagi opinberrar og einkarekinnar þjónustu sl. tíu ár. Við blasir að ýmis lagasetning og skipu- lagsbreytingar hafa íþyngjandi áhrif eða skila sér ekki á landsbyggðinni. Má í þessu sambandi nefna kostnaðaráhrif ýmissa laga og reglugerða, t.d. nýrra laga um þungaskatt. Bent er á nauðsyn þess að löggjafar- og framkvæmdavaldið geri sér grein fyrir kostnaðaráhrifum laga og reglugerða áður en þau eru sett. Því er lagt til að hagdeild Sambands íslenskra sveitarfélaga fái öll lög og allar reglu- gerðir til umsagnar og reikni út kostnaðaráhrif þeirra. Samgöngumál Þingið fagnar nýsamþykktri vega- og jarðganga- áætlun. Telur þingið að um metnaðarfulla áætlun sé að ræða og fagnar sérstaklega áformum um verulegar samgöngubætur, m.a. með gerð jarðganga á Mið-Norðurlandi milli Siglufjaróar og Ólafsfjarðar og gerð nýs vegar um Þverárfjall. Bættar samgöngur með nýjum og nútímalegum samgöngumannvirkjum eru eitt öflugasta tækið sem stjórnvöld hafa á hverjum tíma til að efla byggð í landinu. Byggðamál Þingið beinir þvi til Alþingis og ríkisstjórnar að gerð verði markviss byggðaáætlun fyrir landið allt með það að markmiði að styrkja byggðina á þeim svæðum þar sem mikil fólksfækkun hefur orðið. Þingið telur að raunhæfasta leiðin til þess að styrkja byggðina sé að beita aðgerðum í skattamál- um til að laða að fyrirtæki og til að gera búsetu eftirsóknarverðari. Aukið fjármagn til fjarkennslu Þingið skorar á menntamálaráðherra að beita sér fyrir auknum fjárveitingum til fjarnáms í ljósi stór- aukinnar aðsóknar að þessum menntunarkosti. Þingið fagnar auknum valkostum í fjarnámi en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.