Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Blaðsíða 61

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Blaðsíða 61
Fulltrúaráðsfundir þá óvissu sem ríkti um fjárhagshlið málsins. Hann gerði grein fyrir efni þeirrar tillögu sem lögð hafði verið fyrir fundinn sem gerði ráð fyrir að frum- varpið til nýrra félagsþjónustulaga yrði afgreitt frá Alþingi á haustþingi 2001 með gildistöku 1. janúar 2003. Samtímis yrði lögum um tekjustofna sveitar- félaga breytt og gerður samningur milli ríkis og sveitarfélaga með ákvæðum um árlega endurskoð- un gjalda og tekna. Niðurstaða Karls var sú að með réttum undirbún- ingi og með faglegri framkvæmd muni sveitarfé- lögin standa undir þeirri ábyrgð sem þeim yrði fal- in með flutningi málefna fatlaðra frá ríki til sveit- arfélaga. Við flutninginn muni sveitarstjórnarstigið eflast. Sterk sveitarfélög séu besta byggðastefnan, sagði Karl að lokum. í umræðum sem á eftir fóru taldi Páll Pétursson félagsmálaráðherra nauðsynlegt að afgreiða félags- þjónustufrumvarpið á vorþinginu svo unnt yrði að kostnaðarmeta málaflokkinn á komandi haustþingi á grundvelli laga sem þá hefðu öðlast gildi. Meðal þeirra sem tóku þátt í umræðunum voru Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, sem hvatti til þess að samtímis yfirfærslunni færi fram gagnger um- ræða um samskipti ríkis og sveitarfélaga, Helga Þorbergsdóttir, sem benti á vissa skörun á málefn- um fatlaðra og heilbrigðisþjónustunnar, Soffia Lár- usdóttir, bæjarfulltrúi í Austur-Héraði, sem taldi tímabært að ljúka málinu sem fyrst, og Valgarður Hilmarsson, sem lagði áherslu á að sveitarfélögin yrðu stækkuð svo þeim sé kleift að takast á við fleiri verkefni. Inga Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi á Akranesi, taldi tímana breytta varðandi þjónustu við fatlaða, Jóhannes Sigfusson, oddviti Svalbarðs- hrepps, tók í sama streng og Bjarni Þór Einarsson, framkvæmdastjóri SSNV, skýrði frá reynslunni í Norðurlandskjördæmi vestra af málefnum fatlaðra sem hafa verið á höndum sveitarfélaganna þar samkvæmt sérstökum samningi við félagsmála- ráðuneytið. Störf byggðanefndar Annað meginmál fulltrúaráðsfundarins var að kynna störf byggðanefndar sambandsins. Haraldur L. Haraldsson, ráðgjafi hjá Nýsi hf., sem var starfsmaður nefndarinnar, flutti erindi þar sem hann gerði grein fyrir byggðarþróun síðustu ára. „Þingsályktun Alþingis 1999 um byggðamál nær ekki til þess mikla vanda sem uppi hefur verið á landsbyggðinni hin síðari ár,“ sagði Haraldur. Þrátt Sigurgeir Sigurðsson skýrði Haraldur L. Haraldsson gerði frá starfi byggðanefndar grein fyrir byggðarþróun. fyrir að ályktuninni hafi að mestu verið hrint í framkvæmd og mikilvægar framkvæmdir sem stuðla að styrkingu byggða, s.s. vegaframkvæmdir, séu að baki hafi það ekki haft merkjanleg áhrif á þróun byggðarinnar í landinu. Formaður byggðanefndarinnar, Sigurgeir Sig- urðsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, gerði grein fyrir störfum nefndarinnar og kvað hana ekki þá vera reiðubúna til að leggja fram drög að ályktun um byggðamál. Hann kynnti þó þær hugmyndir sem uppi hefðu verið í nefndinni, s.s. um að leggja til að stuðlað yrði að uppbyggingu 2-3 kjarna eða byggðasvæða utan höfuðborgarsvæðisins, um að sveitarfélögin yrðu stækkuð og þeim fækkað niður 40-50 í fyrsta skrefi, og stækka þarf skólana, sagði Sigurgeir. Tillaga nefndarinnar hefur síðan verið kynnt og er birt annars staðar í þessu tölublaði. Um tillöguna urðu allmiklar umræður. M.a. tók til máls Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, og taldi það eitt og sér stórt skref að í nefndina skyldu hafa verið skipaðir fulltrúar af höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Hún vakti athygli á að stjórnsýslan í landinu væri flókin, sveitarfélög skarist í umdæmum heilsugæslu, skattstjóra, sýslumanna o.s.frv. Lagði til að fyrir utan stærri b- og c-kjarna kæmu jafnvel minni d-kjarnar. Þá taldi hún að tillögur um stækkun grunnskóla geti orðið að ásteytingarsteini í samein- ingu sveitarfélaga. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi í Reykjavík, spurði hversu mikil áhrif sveitarstjórnarmenn ættu að hafa á búsetu fólks og kvaðst draga í efa að op- inberar aðgerðir hefðu þau áhrif sem af væri látið. Kvaðst hann telja vænlegra að draga úr opinberum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.