Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Blaðsíða 66

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Blaðsíða 66
192 Byggðamál hefur verið í sameiningu sveitar- félaga. 5. Endurskoðun á verkaskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga verði hraðað og samstarfs- verkefnum fækkað svo sem í málefnum fatlaðra, heil- brigðisþjónustu, framhalds- skólum, tónlistarnámi og húsnæðismálum. Nú eru að störfum nefndir skipaðar fulltrúum ríkis og sveit- arfélaga sem vinna að endur- skoðun flestra þessara sameigin- legu verkefna og mikilvægt er að þær ljúki störfum sem fyrst. 6. Allir íbúar landsins eigi greiðan aðgang að rafrænum samskiptum með nýjustu og bestu tækni þannig að þeir sitji við sama borð hvað varðar aðgengi og gjaldskrá á þessu sviði. Mikilvægt er að allir íbúar landsins eigi aðgang að upplýs- ingabrautum á sama verði og með sömu flutningsgetu þannig að fyrirtæki á þessu sviði geti verið staðsett sem víðast um land. 7. Flutningskerfi raforku verði einfalt og ódýrt og tryggt verði að samkeppni í raf- orkusölu geti átt sér stað um land allt. Mikilvægt er að ný lög um sölu og dreifingu á raforku tryggi sem mest jafnræði milli orkufyrir- tækja og notenda þegar nýtt fyrir- komulag verður tekið upp. Ákveði sveitarfélög að breyta rekstrarformi raforkufyrirtækja sinna í hlutafélög verður að tryggja að skattlagning þeirra leiði ekki til hækkunar raforku- verðs. 8. Fjárveitingar til samgöngu- mála verði auknar. Greiðar samgöngur eru afar mikilvægar fyrir vöxt og viðgang byggðarlaga og hafa grundvallar- þýðingu í vexti atvinnu- og þjón- ustusvæða. Samhliða endurbót- um á samgöngukerfinu verði unnið að því að efla almennings- samgöngur innan svæða og milli landshluta. 9. Rekstur og lánastarfsemi opinberra sjóða verði sam- einuð í einn deildaskiptan sjóð sem veiti fjármagn til ráðgjafar, hlutafjárþátttöku og marki ákveðna stefnu um uppbyggingu ákveðinna atvinnuþátta. Hér er lagt til að sameina þá opinberu sjóði sem nú vinna að eflingu atvinnulífs á landsbyggð- inni, í einn deildaskiptan byggða- sjóð. Um er að ræða Byggða- stofnun, Lánasjóð landbúnaðar- ins og Ferðamálasjóð. Heildar- útlán þessara sjóða voru hinn 31. desember 1998 20 milljarðar kr. Mikið hefur skort á að lána- starfsemi opinberra sjóða hafi verið markviss. Með sameiningu þessara sjóða ætti að fást betri yfirsýn yfir atvinnumálin og með þvi verði lánastarfsemin skilvirk- ari og arðsamari. 10. Gerð verði athugun á því hvort og þá hvernig megi beita sköttum til að hafa áhrif á byggðarþróun. Við þessa athugun verði kann- að hvort og hvernig þetta hefur verið gert hjá öðrum þjóðum. Þá skal einnig athugað hvaða áhrif breytingar á lögum um þunga- skatt hafa haft á vöruverð og þjónustu. Undir megintilögurnar skrifa allir nefndarmenn, þ.e. Sigurgeir Sigurðsson formaður, Ingibjörg Sólrún Gisladóttir, Björg Ágústdóttir, Kristján Þór Júlíus- son og Smári Geirsson svo og Haraldur L. Haraldsson, starfs- maður nefndarinnar. Greinargerð með tillögunum Svofelld greinargerð fylgdi tillögunum: 1. Nefndin telur að sameina beri í eitt ráðuneyti alla málaflokka sem að sveitarfélögum snúa þannig að markvissar verði tekið á sveitarstjórnar- og byggðamálum. 2. Öflugt höfuðborgarsvæði sem getur keppt við útlönd um vel menntað vinnuafl og staðarval alþjóðlegra fyrirtækja er mik- ill styrkur fyrir allt landið. Samstarf og samvinna höfuð- borgarsvæðisins og lands- byggðar er mjög mikilvæg. Skilgreining á áhrifasvæði höfuðborgarsvæðisins er Reykjanes, Vestur- og Suður- land að vísu með töluverðu misvægi eftir vegalengdum. Samkeppnissvæði höfuðborg- arsvæðisins eru aðallega borgir í Evrópu. 3. Við þennan lið gerir Björg Ágústsdóttir athugasemd sem varðar fólksfjöldatölur í til- lögu um kjarnasvæði - vill sleppa tölum. Nefndin telur að með myndun þessara kjarna- svæða verði hægt að skapa viðkomandi landshlutum sterkari stöðu og að ibúar hafi fleiri valkosti en höfuðborgar- svæðið vilji þeir breyta um búsetu og atvinnuumhverfi. Eyjafjarðarkjarninn, sem til-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.