Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Blaðsíða 63

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Blaðsíða 63
Fulltrúarábsf undir Frá fundinum. Á myndinni eru, talið frá vinstri, Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri Holta- og Landsveitar og formaður Samtaka sunn- lenskra sveitarfélaga, Helga Þorbergsdóttir, oddviti Mýrdals- hrepps, og Sigríður Ólafsdóttir, bæjarfulltrúi í Árborg. Pétur Þór Jónasson, framkvæmdastjóri EYÞINGS, Guðný Sverr- isdóttir, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, og Ásgeir Logi Ásgeirs- son, bæjarstjóri á Ólafsfirði. Myndirnar frá fundinum tók Unnar Stefánsson. endurskoðun á tekjum og gjöldum sveitarfélaga vegna málefna fatlaðra. í samræmi við framangreinda stefnumörkun leggur fulltrúaráðið til að áfram verði unnið að flutningi málefna fatlaðra frá riki til sveitarfélaga með eftirfarandi hætti: 1. Frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitar- félaga verði afgreitt sem lög frá Alþingi á haust- þingi 2001. Gildistaka laganna verði 1. janúar 2003. Gildistakan verði háð því skilyrði að Alþingi hafi þá lögfest breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga eða tilfærslu á tekjum til þeirra með öðrum hætti og útfærslu á dreifingu tekna til sveitarfélaganna með tilliti til þeirra auknu verkefna sem þau taka að sér samkvæmt nýjum lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. 2. Samtímis því að félagsþjónustufrumvarpið verði lögfest á haustþingi verði undirritaður samning- ur milli ríkis og sveitarfélaga um yfirfærslu málefna fatlaðra frá riki til sveitarfélaga. í þeim samningi verði ítarlega skilgreind ákvæði um árlega endurskoðun á tekjum og gjöldum sveitarfélaga vegna málefna fatlaðra í þrjú ár frá gildistöku laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. Jafnframt verði þar skilgreint hvernig sveitar- félögunum verði tryggðar auknar tekjur leiði árleg endurskoðun í ljós að þau þurfi auknar tekjur til að standa undir verkefnum, sem þeim eru falin með lögum um félagsþjónustu sveitar- félaga. 3. Óháður úrskurðaraðili, sem ríki og sveitarfélög koma sér saman um, sker úr ágreiningi sem rísa kann vegna ákvæða samningsins og mati á þróun tekna og þjónustu. Fulltrúaráðið leggur til að unnið verði að undir- búningi yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga með eftirfarandi hætti: a. Verkefnisstjórn og samninganefnd um flutning málefna fatlaðra vinni að gerð samnings milli ríkis og sveitarfélaga um yfirfærslu málefna fatlaðra, sbr. tölulið 2 hér að framan. Samningurinn verði staðfestur haustið 2001 samtímis samþykkt Alþingis á frumvarpi til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga og gildistaka hans verði 1. janúar 2003. b. Verkefnisstjórn og samninganefnd um flutning málefna fatlaðra vinni að undirbúningi frum- varps til laga um breytingu á lögum um tekju- stofna sveitarfélaga eða tekjutilfærslu til sveitar- félaga með öðrum hætti og útfærslu á jöfnun tekna til sveitarfélaga. Frumvarp þess efnis verði lagt fyrir og afgreitt á haustþingi 2001. c. Sveitarfélögin taki upp viðræður sín í milli um samstarf um byggingu og rekstur einstakra þjón- ustuþátta, sem ekki er grundvöllur til að færa til einstakra sveitarfélaga, sbr. ályktun landsþings sambandsins 1998.“ í fúndarlok þakkaði formaður framsögumönnum og starfsfólki sambandsins góðan undirbúning fundarins og sagði fundinum slitið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.