Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Side 63

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Side 63
Fulltrúarábsf undir Frá fundinum. Á myndinni eru, talið frá vinstri, Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri Holta- og Landsveitar og formaður Samtaka sunn- lenskra sveitarfélaga, Helga Þorbergsdóttir, oddviti Mýrdals- hrepps, og Sigríður Ólafsdóttir, bæjarfulltrúi í Árborg. Pétur Þór Jónasson, framkvæmdastjóri EYÞINGS, Guðný Sverr- isdóttir, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, og Ásgeir Logi Ásgeirs- son, bæjarstjóri á Ólafsfirði. Myndirnar frá fundinum tók Unnar Stefánsson. endurskoðun á tekjum og gjöldum sveitarfélaga vegna málefna fatlaðra. í samræmi við framangreinda stefnumörkun leggur fulltrúaráðið til að áfram verði unnið að flutningi málefna fatlaðra frá riki til sveitarfélaga með eftirfarandi hætti: 1. Frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitar- félaga verði afgreitt sem lög frá Alþingi á haust- þingi 2001. Gildistaka laganna verði 1. janúar 2003. Gildistakan verði háð því skilyrði að Alþingi hafi þá lögfest breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga eða tilfærslu á tekjum til þeirra með öðrum hætti og útfærslu á dreifingu tekna til sveitarfélaganna með tilliti til þeirra auknu verkefna sem þau taka að sér samkvæmt nýjum lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. 2. Samtímis því að félagsþjónustufrumvarpið verði lögfest á haustþingi verði undirritaður samning- ur milli ríkis og sveitarfélaga um yfirfærslu málefna fatlaðra frá riki til sveitarfélaga. í þeim samningi verði ítarlega skilgreind ákvæði um árlega endurskoðun á tekjum og gjöldum sveitarfélaga vegna málefna fatlaðra í þrjú ár frá gildistöku laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. Jafnframt verði þar skilgreint hvernig sveitar- félögunum verði tryggðar auknar tekjur leiði árleg endurskoðun í ljós að þau þurfi auknar tekjur til að standa undir verkefnum, sem þeim eru falin með lögum um félagsþjónustu sveitar- félaga. 3. Óháður úrskurðaraðili, sem ríki og sveitarfélög koma sér saman um, sker úr ágreiningi sem rísa kann vegna ákvæða samningsins og mati á þróun tekna og þjónustu. Fulltrúaráðið leggur til að unnið verði að undir- búningi yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga með eftirfarandi hætti: a. Verkefnisstjórn og samninganefnd um flutning málefna fatlaðra vinni að gerð samnings milli ríkis og sveitarfélaga um yfirfærslu málefna fatlaðra, sbr. tölulið 2 hér að framan. Samningurinn verði staðfestur haustið 2001 samtímis samþykkt Alþingis á frumvarpi til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga og gildistaka hans verði 1. janúar 2003. b. Verkefnisstjórn og samninganefnd um flutning málefna fatlaðra vinni að undirbúningi frum- varps til laga um breytingu á lögum um tekju- stofna sveitarfélaga eða tekjutilfærslu til sveitar- félaga með öðrum hætti og útfærslu á jöfnun tekna til sveitarfélaga. Frumvarp þess efnis verði lagt fyrir og afgreitt á haustþingi 2001. c. Sveitarfélögin taki upp viðræður sín í milli um samstarf um byggingu og rekstur einstakra þjón- ustuþátta, sem ekki er grundvöllur til að færa til einstakra sveitarfélaga, sbr. ályktun landsþings sambandsins 1998.“ í fúndarlok þakkaði formaður framsögumönnum og starfsfólki sambandsins góðan undirbúning fundarins og sagði fundinum slitið.

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.