Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Blaðsíða 35

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Blaðsíða 35
Menningarmál 161 Gísli Konráðsson fræðimaður var ásamt Jóni sýslumanni Espólín brautryðjandi um ritun byggðasögu. Guðni Jónsson prófessor. Hann er eini maðurinn sem hlotið hefur doktorsnafnbót frá Háskóla íslands fyrir byggðasögu. einnig samtökum um útgáfu héraðssögu 1934 og gáfu þau út tvö bindi Héraðssögu Borgarfjarðar á árunum 1935-1939 og hluta hins þriðja. Er röðin þá komin að þeim samtökum á þessu sviði sem mikilvirkust hafa verið, Sögufélagi Skagfirðinga. Það var stofnað 1937 og hóf árið 1939 að gefa út ritröðina Skagfirsk fræði. Ellefu bindi komu út af ritröð þessari en Sögufélag Skagfirðinga gaf út fleiri rit og starfar enn af verulegum krafti þegar þetta er ritað (2001). Aðrir landshlutar fylgdu fljótlega í kjölfarið. Vestfirðingar ætluðu um 1940 að gefa út rit með landslýsingu og ritgerðum menningarsögulegs efnis. Þessi áform urðu kveikjan að Barðstrendinga- bók (1942, ýmsir höfundar), Hornstrendingabók Þórleifs Bjarnasonar (1943) og Strandamannabók Péturs Jónssonar frá Stökkum (1947). Vestfirðingafélagið í Reykjavík gaf út Gróður (á Vestfjörðum) eftir Steindór Steindórsson (1946) og Samband vestfirskra átthagafélaga Sýslu- og sóknalýsingar Vestfjarða I,—II. (1952). Húnvetningafélagið í Reykjavík var stofnað 1938 og Sögufélagið Húnvetningur sama ár. Þessi félög efndu til ritraðarinnar Húnavatnsþing og kom fyrsta bindið út árið 1941, Brandsstaðaannáll. Hér ber einnig að nefna rit Magnúsar Björnssonar á Syðra- Hóli. Fyrsta bindi ritraðarinnar Snæfellsnes, Landnám á Snæfellsnesi eftir Ólaf Lárusson, kom út árið 1945 en síðan hafa komið út Helgafell eftir Hermann Pálsson (1967) og Sýslu- og sóknalýsing- ar (1970). Þingeyingar hófu útgáfu Ritsafns Þingeyinga árið 1945. Saga Þingeyinga til loka þjóðveldisaldar eftir Björn Sigfússon var fyrsta bindi þess (1946) en síðan komu tvö bindi með landslýsingum og ritið Frá heiði til hafs eftir Indriða Þórkelsson. Austfirðingafélagið í Reykja- vík stofnaði sögusjóð sem stóð straum af útgáfu safnritsins Austurland. Fyrsta bindi þess kom út árið 1947 en alls urðu bindin sjö. Nokkrir Breið- dælir gáfu út Breiðdælu 1948 en sú bók er ritgerða- safn. Eyfirðingarit I kom út 1949, Lýsing Eyjafjarðar eftir Steindór Steindórsson. Amts- bókasafnið á Akureyri hóf að gefa út Eyfirðingarit 1968 en það þróaðist siðar i ritröðina Eyfirsk fræði. Þar hafa meðal annars birst sýslu- og sóknalýsingar úr Eyjafirði. Sveitarfélög hafa hin síðari ár gengist fyrir ritun sögu byggðarlaganna. Flestir hinna fjölmennari kaupstaða hafa kostað ritun og útgáfu slíkra rita og nokkur önnur sveitarfélög einnig. Dæmi um þetta má sjá í skrá yfir byggðasögur frá síðari áratugum sem birt verður að greinarlokum. Reykjavíkurborg kostaði einnig útgáfu Safns til sögu Reykjavíkur. Fyrsta bindi þeirrar ritraðar kom út árið 1968, Kaupstaður i hálfa öld. Sex bindi hafa komið út af ritröð þessari, tvö hin fyrstu eru heimildaútgáfa, tvö næstu ritgerðasöfn og tvö hin síðustu sjálfstæð rit sagnfræðilegs efnis. Borgin hefur einnig gefið út
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.