Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Blaðsíða 75
Frá landshlutasamtökunum
201
bendir á þá staðreynd að eftirspurn eftir fjarnámi er
langt umfram það sem skólar hafa getað sinnt og
því sé brýnt að hraða uppbyggingu þessa verkefnis
framhaldsskólanna.
Félagslega íbúðakerfið
Þingið mótmælir harðlega fyrirhugaðri hækkun
vaxta á lánum félagslegra leiguíbúða sveitarfélaga.
Það bendir á að vaxtahækkunin verður hvorki
leiðrétt með vaxtabótum né húsaleigubótum gagn-
vart sveitarfélögum sem sitja uppi með íbúðir sem
þau geta ekki leigt né selt. Jafnframt telur þingið
einsýnt að vaxtahækkunin verði ekki leiðrétt með
húsaleigubótum að fullu gagnvart leigjendum og
muni því koma sem útgjaldaauki á láglaunafjöl-
skyldur.
Þá gerði þingið ályktun um endurskoðun á
tekjustofnum sveitarfélaga og á samningi um
flutning grunnskólans. Loks var samþykkt að fela
stjórn SSNV að beita sér fyrir málþingi um aukin
tengsl menntastofnana og atvinnulífs á Norður-
landi vestra.
Til stjórnar SSNV var vísað erindi frá stjórn Far-
skóla Norðurlands vestra - miðstöð símenntunar
þar sem stjórn farskólans óskar eftir því að SSNV
gerist eignaraðili að farskólanum fyrir hönd og í
umboði sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra.
Jafnframt að erindið verði tekið fyrir á ársþingi
samtakanna árið 2001.
S^jórn SSNV
Formaður SSNV var kosin Elín R. Líndal,
Sameining sveitarfélaga
Samþykkt að sameina
Blönduósbæ og Engihlíðarhrepp
Flinn 7. apríl sl. voru í Blönduósbæ og Engi-
hlíðarhreppi i Austur-Flúnavatnssýslu greidd
atkvæði um það hvort sameina ætti sveitarfélögin.
Á Blönduósi voru 660 manns á kjörskrá.
Atkvæði greiddu 329 eða 49,85%. Sameininguna
samþykkti 301 eða 91,49% en andvigir voru 23.
Fimm atkvæðaseðlar voru auðir eða ógildir.
Nýkjörinn formaður SSNV, Elín R. Líndal, slítur 8. ársþingi SSNV.
Við borðið sitja Ágúst Þór Bragason, fráfarandi formaður SSNV,
og forseti þingsins, Gísli Gunnarsson, forseti sveitarstjórnar í
Sveitarfélaginu Skagafirði.
oddviti Húnaþings vestra, og aðrir í stjórn Árni
Egilsson sveitarstjórnarfulltrúi og Einar Gíslason,
varamaður í sveitarstjórn í Skagafirði, Björn
Magnússon, oddviti Sveinsstaðahrepps, og Ólafur
Jónsson, bæjarfúlltrúi á Siglufirði.
Einnig voru kosnir tveir skoðunarmenn og íjórir
fulltrúar á samráðsfúnd Landsvirkjunar árið 2001
ásamt varamönnum.
Næsta ársþing 31. ágúst
og 1. september
Nýkjörinn formaður, Elín R. Lindal, þakkaði það
traust sem sér væri sýnt með því að velja sig til
formanns SSNV, þakkaði fráfarandi formanni ágæt
störf, heimamönnum móttökurnar og bauð til
næsta þings samtakanna sem haldið verður að Stað
í Hrútafirði dagana 31. ágúst og l. september.
í Engihlíðarhreppi voru 52 á kjörskrá og neyttu
50 þeirra atkvæðisréttar síns. Sammála sameiningu
voru 29 eða 58%, 19 voru á móti og tveir seðlar
auðir eða ógildir.
Gert er ráð fyrir að þessi tvö sveitarfélög sam-
einist frá og með næstu sveitarstjórnarkosningum.
Hinn l. desember sl. voru ibúar sveitarfélaganna
999, þar af 929 í Blönduósbæ og 70 í Engihlíðar-
hreppi.