Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Blaðsíða 56
Afmæli
Birgir Þórðarson, fyrrv. oddviti:
Eyjafjarðarsveit 10 ára
Laugardaginn 7. júlí sl. var þess minnst með
mannfagnaði í Eyjafjarðarsveit að tíu ár voru liðin
síðan sveitarfélagið var stofnað, en það var gert
með sameiningu þriggja sveitarfélaga í Eyjafirði,
sem voru Hrafnagilshreppur, Saurbæjarhreppur og
Öngul sstaðahreppur.
Fyrir hönd sveitarstjórnar voru það menningar-
málanefnd og íþrótta- og tómstundanefnd sveitar-
félagsins sem af þessu tilefni efndu til hátíðahalda
með myndarlegum hætti. Hófust þau með fjöl-
skyldusamkomu við Hrafnagilsskóla eftir hádegið
þar sem boðið var upp á ýmis skemmtiatriði fyrir
unga og gamla, þar á meðal var sungið lag og ljóð
sem á sínum tíma var samið í tilefni af stofnun
sveitarfélagsins.
Um kvöldið var síðan dagskrá í hátíðartjaldi við
blómaskálann Vín, með kvöldverði, ávörpum,
söng og öðrum skemmtiatriðum. Þar fluttu ávörp
og ræður Páll Pétursson félagsmálaráðherra,
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráð-
herra svo og núverandi og fyrrverandi sveitar-
stjórnarmenn.
Þótt tíu ára afmælisins væri minnst þennan dag,
7. júlí, var sveitarfélagið þá komið nokkuð á ellefta
árið, en sameining gömlu hreppanna tók gildi
1. janúar 1991 og er sá dagur talinn stofndagur
Eyjafjarðarsveitar, en hentugra þótti að minnast
■
Greinarhöfundur var
síðasti oddviti Önguls-
staðahrepps og hafði verið
oddviti frá 1984 til 1990,
er hreppurinn sameinaðist
Hrafnagilshreppi og
Saurbœjarhreppi, og varð
síðan fyrsti oddviti Eyja-
fjarðarveitar 1990 og var
oddviti til 1998. Hann
hafði þá verið 24 ár í sveitarstjórn. A afmœlis-
hátíðinni sagði Birgir Þórðarson frá undirbún-
ingi sameiningarinnarfyrir 10 árum.
afmælisins að sumarlagi frekar en um hávetur
þegar allra veðra er von.
Fyrsti fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
var hins vegar haldinn laugardaginn 12. janúar
1991 og hafði þá raunar verið frestað um nokkra
daga vegna ófærðar. Fundurinn var haldinn í
íþróttahúsi Hrafnagilsskóla og var boðið til hans
öllum íbúum sveitarfélagsins. Kom þar til fundar-
ins nokkuð á ijórða hundrað manns og var öllum
viðstöddum boðið til kaffisamsætis.
Eftir að störfum þessa fyrsta fúndar sveitar-
stjórnar lauk, þar sem fór fram kosning oddvita
og varaoddvita, ásamt samþykkt nokkurra fram-
borinna tillagna, fluttu nokkrir boðsgestir ávörp,
þar á meðal Jóhanna Sigurðardóttir, þáverandi
félagsmálaráðherra, sem lét í ljós ánægju með þá
sameiningu sveitarfélaga sem hér hafði átt sér stað
og árnaði nýkjörinni sveitarstjórn og íbúum sveit-
arfélagsins heilla í því sambandi.
Segja má að með þessari sameiningu sveitar-
félaga i Eyjafirði, sem var sú stærsta sem hafði átt
sér stað á þeim tíma, hafi að ýmsu leyti verið rudd
brautin fýrir frekari sameiningum sveitarfélaga,
sem gerðar voru á næstu árum, og þó einkum effir
að lauk störfum svokallaðra sveitarfélaganefnda
sem skipaðar voru af félagsmálaráðuneyti til að
fjalla um sameiningu sveitarfélaga. Leiddi starf
þeirra nefnda til atkvæðagreiðslna um sameiningu
víðs vegar um land í byrjun vetrar 1993. Sú þróun
hefur þó að ýmsu leyti gengið hægar en stefnt var
að af stjórnvöldum.
Rétt er að taka fram að sameiningin sem leiddi
til stofnunar Eyjafjarðarsveitar var alfarið gerð að
frumkvæði heimamanna, án þess að til kæmi
nokkur þrýstingur af hálfú stjómvalda. Hér var um
að ræða þrjú sveitarfélög sem öll voru meðal stærri
dreifbýlissveitarfélaga á landinu og voru öll allvel
stæð ljárhagslega.
Hitt er líka rétt að hér voru aðstæður til samein-
ingar góðar þegar litið er til landfræðilegra
aðstæðna og mikillar samvinnu sveitarfélagnna á
íyrri árum.