Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Blaðsíða 62

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Blaðsíða 62
Fulltrúaráðsfundir aðgerðum og styrkja frekar atvinnulífið með almennri skattalækkun fyrirtækja. Elín Lindal, formaður SSNV, innti nefndina eftir því hvort hún hefði ijallað um leiðir til að nota skattakerfið til jöfnunar lífskjara. Páll Pétursson félagsmálaráðherra ræddi byggða- mál, hann kvað erfitt að hugsa sér mismunandi skatta í landinu. Smári Geirsson, forseti bæjarstjórnar Fjarða- byggðar, kvað nefndina hafa fjallað um byggðamál fyrst og fremst út frá efnahagslegum og atvinnu- legum sjónarmiðum. Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri Grýtubakka- hrepps, kvað ýmis tækifæri fyrir hendi til eflingar byggð og ónýttar auðlindir, t.d. í þekkingu. Einnig ræddi hún stærð sveitarfélaga og grunnskóla. Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík, kvað nauðsynlegt að skilgreina sveitarfélög eftir at- vinnu- og þjónustusvæðum en taka ekki aðeins mið af ákveðnum íbúaíjölda. Hann kvað skipulag skólahverfa ráðast af dreifingu íbúa en ekki af því hvort sveitarfélög verði sameinuð. Einnig tóku til máls Kristján Þór Júlíusson, bæj- arstjóri Akureyrar, og Sigurgeir Sigurðsson á ný. Störf framtíðarnefndar Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri Fjarðabyggð- ar og formaður framtíðarnefndar sambandsins, gerði grein fyrir störfum nefndarinnar og Jón Garðar Hreiðarsson, ráðgjafi hjá KPMG, kynnti niðurstöður könnunar á viðhorfum sveitarstjórnar- manna til sambandsins. Gerði hann grein fyrir skipulagi þess og nefndi nokkur atriði sem huga þurfi að varðandi bætt skipulag þess. Meginmark- mið þeirra væri að auka og bæta frumkvæði, sýni- leika og orðspor. Jón kynnti tillögu nefndarinnar m.a. um nýtt skipulag sambandsins og leiðir til að bæta samstarf þess við landshlutasamtök og sveit- arfélögin. Valgarður Hilmarsson kvað sveitarstjórnarmenn gera sér best grein fyrir því að þróunin í byggða- málum sé óhagkvæm og taldi mikilvægt að byggðanefndin skilaði niðurstöðum sem fyrst. Ennfremur kvaðst hann vilja að framtiðarnefndin legði vinnu í tillögugerð um framtíðarskipulag sveitarfélaganna í landinu. Álit fjárhagsnefndar Bragi Michaelsson gerði grein íyrir áliti fjár- hagsnefndar fundarins og lagði fram svofellt álit, sem var samþykkt einróma: „Fjárhagsnefnd hefur yfirfarið reikningana og sýna þeir glögga mynd af rekstri sambandsins. Á árinu var farið í verulegar endurbætur á húsnæði sambandsins og er sá kostnaður reikningsfærður að fullu árið 2000. Fjárhagsnefnd gerir engar athuga- semdir við reikningana og leggur til að þeir verði samþykktir." Ályktun um flutning málefna fatlaðra Tillaga að ályktun um flutning málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga var undir lok fundarins borin upp og samþykkt samhljóða, svofelld: „Fulltrúaráð Sambands íslenskra sveitarfélaga vísar til þess að á vegum verkefnisstjórnar og nefnda sem unnið hafa að undirbúningi að flutn- ingi málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga hefúr farið fram mikil vinna og gagnaöflun sem nú ligg- ur fyrir í formi skýrslna. Á síðasta fulltrúaráðs- fundi var íjallað ítarlega um málið í heild sinni og það hefur einnig verið kynnt á fúndum með lands- hlutanefndum sem vinna að undirbúningi flutn- ingsins og á ýmsum öðrum fúndum sveitarstjórnar- manna. í samræmi við ályktun 59. fulltrúaráðsfúndar 24. nóvember 2000 hefur verið skipuð samninga- nefnd með fúlltrúum ríkis og sveitarfélaga, sem hefur það hlutverk að vinna að gerð samnings milli ríkis og sveitarfélaga um yfirfærsluna. Frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, þar sem gert er ráð fyrir yfirtöku sveitarfélaga á málefnum fatlaðra 1. janúar 2002, er nú til umfjöllunar í félagsmálanefnd Alþingis og hefur nefndin óskað umsagna allra sveitarstjórna um frumvarpið. Með hliðsjón af samþykkt landsþings sambands- ins 1998, ályktun fulltrúaráðsfundar í nóvember 2000 og viðhorfúm sveitarstjórnarmanna, sem fram hafa komið á fundum um flutning málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga, staðfestir fulltrúa- ráðið vilja sveitarfélaganna til að taka yfir málefni fatlaðra 1. janúar2003. Til að tryggja sem besta sátt um flutning málefna fatlaðra telur fúlltrúaráðið að samtímis þurfi að liggja fyrir: • Fullfrágengið frumvarp til laga um félagsþjón- ustu sveitarfélaga. • Fullfrágengið frumvarp sem tryggi sveitarfélög- unum tekjur til að standa undir þeirri þjónustu sem sveitarfélögin yfirtaka. • Samningur milli ríkis og sveitarfélaga um árlega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.