Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Blaðsíða 81

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Blaðsíða 81
Frá landshlutasamtökunum búningi heildarsamnings milli margra sveitarfélaga á Austurlandi við menntamálaráðuneytið til þriggja ára um verkefni á sviði menningarmála í ijórðungnum. Jafnframt leitaði hann samstarfs við þau sveitarfélög sem ekki tækju enn þátt í þessu verkefni. Víðtækt kynningarátak Gunnar Vignisson, forstöðumaður Þróunarstofú Austurlands, kynnti samstarfsverkefni SSA og Þróunarstofu Austurlands um kynningu á helstu kostum Austurlands, fór yfir tilurð þess og árangur allt frá árinu 1997. Hann kvað það unnið í sam- starfi við Ferðamálasamtök Austurlands og Markaðsráð Suðausturlands og Markaðsstofu Austurlands. Hann kvað átakið m.a. fela í sér að ýta undir og draga fram jákvæða þætti mannlífs og atvinnulífs í þeim tilgangi að skapa jákvæða imynd landshlutans til að auka aðdráttarafl fjórðungsins. Einkaframkvæmdir Stefán Þórarinsson, framkvæmdastjóri rekstrar- verkefna Nýsis hf., kynnti hugtakið einkafram- kvæmd og hvernig sveitarfélögin gætu hagnýtt sér kosti þess fyrirkomulags í framkvæmdum og verk- efnum, t.d. á sviði þjónustu og viðhalds mann- virkja og nefndi dæmi um mismunandi leiðir sem farnar hefðu verið í einstökum sveitarfélögum og hjá ríkisstofnunum, hagkvæmni þeirra og val milli þeirra og hefðbundinna leiða. Hann taldi sparnað sem leitt gæti af leið einkaframkvæmda geta numið allt að 17%. Fjárfestar og atvinnulífið á landsbyggðinni Bjarni Ármannsson, forstjóri íslandsbanka FBA hf., var einn þriggja frummælenda um efnið „Fjárfestar og atvinnulífið á landsbyggðinni“. Hann benti á að þrír af hverjum fjórum íbúa landsins byggju nú orðið á suðvesturhorni landsins og kvað íbúaaukningu þar mega fyrst og fremst rekja til þeirra tækniframfara sem orðið hafa á þessari öld, til viðhorfsbreytinga og breytinga í upplýsingatækni sem lagt hefðu grunninn að því hagvaxtarskeiði sem orðið hefur eftir að olíu- kreppunni lauk. Fjárfesting á nýjum sviðum einkennir okkar tíma, sagði Bjarni, s.s. í upp- lýsingatækni, hugbúnaði, fjarskiptum, líftækni, matvælaiðnaði og framleiðslu í stoðtækjum, sem sé hrein viðbót við það sem fyrir var. Bjarni lagði Þrír kátir frá Vopnafirði, talið frá vinstri, Ólafur Sigmarsson oddviti, Árni Róbertsson hreppsnefndarmaður og Þorsteinn Steinsson sveitarstjóri. áherslu á að þeir sem vinna í fyrirtækjunum verði ekki einsleitur hópur, sækja þurfi fólk með ólikan bakgrunn, hugmyndir og menntun. Hreinn Sigmarsson, forstöðumaður Kaupþings á Austurlandi, fjallaði um þá sjóði og félög sem falla undir starfsemi hans. Gunnar Vignisson taldi flesta þætti fjárfestingar- mála á Austurlandi stefna í rétta átt þótt ýmislegt virtist mótdrægt í atvinnulífi Qórðungsins. Þróunin mætti vera hraðari og að því gætu sveitarstjórnir unnið. „Við þurfum að móta okkur skýra stefnu og framtíðarsýn,“ sagði hann, fjárfestar líti ekki um öxl, „lítið á nútíðina en fyrst og fremst fram á við.“ Gunnar lagði áherslu á að stöðugt þurfi að leita eft- ir stórum verkefnum sem beri með sér mikla fjár- festingu. „Austfirðingar sitja á gullkistu atvinnu- möguleika sem enginn getur komið í veg fýrir að nýtist nema þeir sjálfir.“ Ávarp Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, ávarpaði þingið og flutti því kveðju stjórnar sambandsins. Hann fjallaði og um endurskoðun tekjustofnalaga og kvað mikil- vægt að ríki og sveitarfélög komist að samkomu- lagi um það sanngirnismál að sveitarfélög fái stærri hlutdeild í heildarskatttekjunum. Afgreiðsla nefndarálita Gunnþór Ingvason, bæjarfulltrúi á Seyðisfirði og formaður allsherjarnefndar, gerði grein fýrir tillög- um nefndarinnar, Halldóra B. Jónsdóttir, bæjar- fulltrúi á Hornafirði og formaður byggða- og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.