Morgunblaðið - 10.12.2011, Síða 1
Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Tryggva
Jónssyni og Kristínu Jóhannesdótt-
ur var ekki gerð refsing í Héraðs-
dómi Reykjavíkur í gær þrátt fyrir
að hafa verið sakfelld í helstu ákæru-
atriðum í skattahluta Baugsmálsins
svonefnda. Refsingu er frestað og
fellur hún niður ef þau halda al-
mennt skilorð í eitt ár. Brjóti þau
hins vegar af sér ákvarðar dómari
refsingu þeirra.
Fjölskipaður dómur leit til þess
við ákvörðun refsingar að skattyfir-
völd hefðu þegar lagt 25% álag á
hækkun skattstofna hjá þremenn-
ingunum, en einnig er dráttur á
rannsókn málsins sagður óréttlæt-
anlegur og sakborningar hafi ekki
notið réttlátrar málsmeðferðar.
Voru málsvarnarlaun verjenda að
hálfu leyti lögð á ríkissjóð. Er þar
um að ræða tæpar 9 milljónir króna.
Engin ákvörðun hefur verið tekin
um áfrýjun málsins.
MDæmd sek en refsingu ... » 18
Stórfelld skattalagabrot
Ákærðu í skattahluta Baugsmálsins sakfelld en refsingu frest-
að haldi þau almennt skilorð Dráttur á rannsókn gagnrýndur
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Í dómsal Dómurinn var kveðinn upp
í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.
L A U G A R D A G U R 1 0. D E S E M B E R 2 0 1 1
Stofnað 1913 290. tölublað 99. árgangur
BÝR TIL 100
KORT FYRIR
HVER JÓL
VANDAR TIL VERKA 10
Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í utanríkis-
málanefnd Alþingis telja að breytt staða mála í
Evrópusambandinu (ESB) hljóti að kalla á end-
urmat á aðildarumsókn Íslands. Utanríkismála-
nefnd ætlar að halda fund opinn gestum á
næstunni um stöðu mála í ESB. Þangað á að fá
ráðherra og jafnvel sérfræðinga til viðræðna.
Leiðtogar evrulandanna 17 samþykktu á
fundi í Brussel í gær að gera nýjan samning
um skatta- og fjármál eftir að Bretar höfnuðu
því að sáttmálum sambandsins yrði breytt.
Evrulöndin, og hugsanlega öll önnur ríki ESB
að Bretlandi undanskildu, ætla að gera samn-
ing um hertar reglur um útgjöld og fjárlaga-
halla með ákvæðum um sjálfkrafa refsingar
fyrir að brjóta reglurnar.
Umrót kallar á endurmat
Niðurstöðu leiðtogafundar lýst sem mesta klofningi í sögu Evrópusambandsins
Stjórnarandstaðan telur atburði í ESB kalla á endurskoðun aðildarumsóknar
Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor við HÍ,
á ekki von á því að breytingarnar sem nú eru
ræddar innan ESB nái til Íslands. „Það eru
ákvæði um efnahagssamvinnu í EES-samn-
ingnum en þau eru ekki lagalega bindandi. Þar
er gert ráð fyrir því að menn ræði málin,“ segir
Stefán.
Ásgeir Jónsson, hagfræðingur og lektor við
HÍ, segir að „allt sem skekur hinn sameig-
inlega evrópska markað hefur gríðarlega slæm
áhrif á íslenskt efnahagslíf“. Hann sagði í ný-
legri greiningu að erfið fjármálakreppa á er-
lendum mörkuðum gæti kæft hagvöxt hérlend-
is.
MKreppan í Evrópu » 26-32
Fréttaskýrendur sögðu að tvískipting ESB
væri nú óhjákvæmileg. Fréttaskýrandi lýsti
niðurstöðunni sem mesta klofningi í sögu sam-
bandsins.
Reuters
Leiðtogafundur Cameron hafnaði breytingum.
Nokkur erill var á Laugavegi síðdegis í gær og virtust
vegfarendur ekki láta kuldann á sig fá. Kaupmenn segja
jólaverslunina hafa farið vel af stað þrátt fyrir frostið enda
bærinn fallega skreyttur og fólk komið í jólaskap. »4
Morgunblaðið/Golli
Hugguleg stemning í frostinu
Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo
segist enn tilbúinn til að fjárfesta á Ís-
landi og ræða hvaða leiðir eru honum
færar til þess, í ítarlegu viðtali við
Morgunblaðið í
dag. Ferlið hafi
kostað mikið fé og
orku og valdið
honum álagi. „Ég
vonast enn eftir já-
kvæðri niðurstöðu
og bíð þess að
heyra frá íslensku
ríkisstjórninni.“
Fjárfestinga-
stofa var í sam-
bandi við Huang í síðustu viku og þá
hefur fulltrúi hans á Íslandi, Halldór
Jóhannsson, einnig verið í sambandi
við Þórð Hilmarsson, forstöðumann
hennar, í vikunni. „Engin niðurstaða
er komin í þær viðræður og við bíðum
frekari viðbragða,“ segir Halldór sem
fyrir hönd Huangs fór einnig á fund
atvinnuveganefndar í vikunni. Huang
segist enn hafa áhuga á að byggja upp
á Norðurlöndum héðan en gangi það
ekki upp færi hann sig þangað, þar
sem fjárfestingastofnanir hafi þegar
reynt að hafa samband. Huang segist
ekki hafa ætlað að kaupa landið vegna
stærðarinnar, heldur hafi það einfald-
lega verið til sölu. Hann harmi þá
stöðu sem landeigendurnir eru í, þar
sem þeir geti ekki selt en hann geti
farið annað með fjármagnið. Hann
ítrekar hlýju sína til Íslands í gegnum
áratugalanga vináttu sem hann hefur
eignast í gegnum ljóðlistina og aðdáun
á landinu og sagnaarfinum. Ekki komi
til greina að kaupa í gegnum EES-
félag.
sigrunrosa@mbl.is »18
Vill enn
fjárfesta
á Íslandi
Huang Nubo
„Vonast enn eftir
jákvæðri niðurstöðu“
dagar til jóla
14
Sendu jólakveðjur
á www.jolamjolk.is
Íslenskir námsmenn lenda enn í
því að vera neitað um aðgang að fé-
lagslega kerfinu í Svíþjóð og fá
ekki greiddar húsaleigubætur,
barnabætur eða fæðingarstyrki.
Þetta er þó ekki algilt og virðist oft
velta á því hvaða starfsmaður af-
greiðir þá hverju sinni.
Katrín Jakobsdóttir mennta- og
menningarmálaráðherra segir mál-
ið áhyggjuefni en um sé að ræða
millibilsástand vegna mismunandi
reglna sem í gildi séu milli norrænu
ríkjanna. Sumir gefast upp og
íhuga að hætta námi, segir Alma
Sigurðardóttir, verkefnastjóri hjá
Halló Norðurlönd. »16
Fá ekki aðgang að
félagslega kerfinu
SUNNUDAGSMOGGI
VILBORG DAGBJARTSDÓTTIR Í VIÐTALI
8 SÍÐNA FJÖRUGT BARNABLAÐ
12 SÍÐNA AUKABLAÐ UM BÆKUR
Íslendingar báru sigurorð af Kín-
verjum í síðasta leik sínum í riðla-
keppninni á heimsmeistaramótinu í
handknattleik kvenna í gær, 23:16.
Þetta var þriðji sigur íslenska
liðsins á mótinu en það hafnaði í 4.
sæti riðilsins og er því komið áfram
í 16-liða úrslit, eins og ljóst var fyr-
ir leikinn.
Ísland mætir Rússlandi í 16-liða
úrslitunum á sunnudaginn, annað-
hvort kl. 16.30 eða 19.15 að íslensk-
um tíma. » Íþróttir
Ljósmynd/Egill Örn Þórarinsson
Yfirburðir Stelpurnar á fleygiferð.
Áfram í 16-
liða úrslit
Þriðji sigur Íslands
á HM í Brasilíu