Morgunblaðið - 10.12.2011, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2011
Sprengur.is
Er þér
alltaf mál?
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is
Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson,
vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Ósamið í makríldeilunni
Ekkert samkomulag náðist um skiptingu aflaheimilda Hlutdeild Íslands í
veiðunum verður að óbreyttu um 16% Óska eftir fundi í atvinnuveganefnd
Ekki náðist samkomulag um skiptingu aflaheim-
ilda í makrílveiðum á Norðaustur-Atlantshafi á
næsta ári á fundi strandríkjanna fjögurra, Íslands,
Noregs, Færeyja og ESB, sem lauk í Clonakilty á
Írlandi í gær. Hlutdeild Íslands í veiðunum verður
því óbreytt, eða um 16%, segir í tilkynningu frá
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu.
Á fundinum lögðu Noregur og ESB fram tillögu
um skiptingu aflaheimilda sem var að mati ís-
lenskra stjórnvalda óraunhæf og fól í sér skref aft-
ur á bak frá undanförnum fundum. Ísland lagði þá
til bráðabirgðalausn sem fólst í því að ráðgjöf Al-
þjóðahafrannsóknaráðsins um 639.000 tonna
heildarafla árið 2012 yrði virt en ríkin héldu nú-
verandi hlutdeild sinni í veiðunum. Þessu var
hafnað.
„Það er það langt á milli aðila að það eru engar
forsendur fyrir samningi og ef það breytist ekki þá
í sjálfu sér setjum við bara okkar kvóta sjálf og
veiðum hann. En auðvitað hefðum við viljað sjá
samning,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, fram-
kvæmdastjóri LÍÚ.
Noregur og ESB úthlutuðu sér rúmlega 90% af
ráðlögðum kvóta fyrir árið 2011 en íslensk stjórn-
völd hafa lagt ríka áherslu á að strandríkin nái
samkomulagi um kvótann til þess að tryggja sjálf-
bærar veiðar. Friðrik segir þó allt útlit fyrir að
veitt verði langt umfram ráðgjöf á næsta ári.
„Maður hefur í sjálfu sér ekki stórar áhyggjur
af stofninum núna, þrátt fyrir að veitt verði um-
fram af honum á næsta ári. En þetta er auðvitað
ekkert verklag,“ segir hann um samkomulagsleys-
ið.
Einar K. Guðfinnsson og Jón Gunnarsson,
fulltrúar Sjálfstæðisflokks í atvinnuveganefnd Al-
þingis, og Sigurður Ingi Jóhannsson, fulltrúi
Framsóknarflokks, hafa óskað eftir fundi í nefnd-
inni vegna málsins. Hafa þeir farið fram á að við-
staddir verði Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra, og fulltrúar ráðuneytisins
og viðræðunefndar Íslands í deilunni.
holmfridur@mbl.is
Hörður H. Bjarnason, einn af erfingj-
um Harðar Bjarnasonar, arkitekts
Skálholtskirkju, segir óljóst hvað taki
við nú þegar úrskurðarnefnd skipu-
lags- og byggingarmála hafi vísað frá
kæru vegna þeirrar ákvörðunar bygg-
ingarnefndar Bláskógabyggðar að
leyfa byggingu Þorláksbúðar í Skál-
holti.
„Þetta eru ekki bara hagsmunir
okkar. Hagsmunir almennings eru
sýnilega líka í veði,“ segir Hörður.
Fleiri en erfingjar Harðar Bjarnason-
ar gætu látið málið til sín taka.
Leyfi til byggingar Þorláksbúðar
var gefið 23. apríl 2010.
Í úrskurði nefndarinnar segir m.a.
að í ljósi þess að talsverðar vegg-
hleðslur höfðu verið gerðar um sum-
arið 2010 og að opinber umfjöllun hafi
verið um málið þá um haustið verði að
telja að kærendum hafi þegar á árinu
2010 verið kunnugt um að leyfi til
framkvæmda hafi verið veitt. Kæru-
frestur vegna ákvörðunarinnar hafi
verið einn mánuður og hann hafi verið
liðinn þegar kæran barst úrskurðar-
nefndinni, sem var 15. nóvember á
þessu ári.
Fyrst kunnugt um málið í haust
Hörður segir að sér hafi ekki verið
kunnugt um málið fyrr en nú í haust,
eftir að umræða hófst um það í fjöl-
miðlum. Það ætti við um fleiri, m.a.
húsafriðunarnefnd.
Eftir því sem leit í gagnasafni Fjöl-
miðlavaktarinnar leiddi í ljós var fyrst
fjallað um Þorláksbúð í kvöldfréttum
Stöðvar 2 hinn 12. júlí 2010. Þá voru
framkvæmdir vel á veg komnar og á
myndum mátti sjá að vegghleðslur
voru orðnar um einn metri á hæð.
Næst var fjallað um málið í Frétta-
blaðinu 13. september 2010. Aðrir fjöl-
miðlar fjölluðu ekki um málið og ekki
var aftur fjallað um Þorláksbúð í fjöl-
miðlum fyrr en eftir að Þorkell Helga-
son skrifaði grein í Morgunblaðið 25.
ágúst sl. Ákvarðanir Bláskógabyggð-
ar um að veita leyfi fyrir byggingunni
voru hvergi auglýstar enda engin
lagaskylda til þess, að sögn Valtýs Val-
týssonar sveitarstjóra. runarp@mbl.is
Óljóst hvað tekur við
Tvær fréttir af Þorláksbúð 2010 þegar framkvæmdir voru
hafnar „Hagsmunir almennings eru sýnilega líka í veði“
Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti
flokkur landsins og fengi um 50%
fylgi ef gengið yrði til kosninga í
dag, skv. könnun Stöðvar 2 og
Fréttablaðsins. Greint var frá
þessu í fréttum Stöðvar 2 í gær-
kvöldi.
Þá segir að um 17% myndu
kjósa Samfylkinguna og svipaður
fjöldi segist myndu kjósa
Framsóknarflokkinn. Þá myndu
rúm 13% kjósa Vinstri græn og
tæp 3% Hreyfinguna. 16% sögðust
ætla að skila auðu og 22% sögðust
vera óákveðin.
Fram kom að niðurstöðum
könnunarinnar þyrfti að taka með
ákveðnum fyrirvara vegna þess
hversu fáir hefðu tekið afstöðu í
henni, eða aðeins tæp 44%.
Hringt var í átta hundruð
manns, sem valdir voru af handa-
hófi úr þjóðskrá, dagana 7. og 8.
desember.
Sjálfstæð-
isflokkur
með tæp 50%
Meirihluti svarenda
tekur ekki afstöðu
Vélhjólasamtökin
Hell’s Angels á Ís-
landi, eða Vítis-
englar, hafa stefnt
Ögmundi Jón-
assyni innanrík-
isráðherra fyrir
meiðyrði en auk
ráðherrans hafa
samtökin stefnt
Haraldi Johann-
essen ríkislög-
reglustjóra og íslenska ríkinu. Þetta
staðfesti Einar Marteinsson, forseti
samtakanna, í samtali við mbl.is en
stefnan er lögð fram í nafni bæði sam-
takanna og Einars.
Ögmundur greindi frá því á heima-
síðu sinni í gær að Vítisenglar færu
fram á fjórar milljónir króna í skaða-
bætur vegna ummæla sem þeir teldu
vera „ósönn og óþarflega meiðandi“.
Ögmundur sagðist í samtali við Rík-
isútvarpið í gær standa við þau orð sín
að Hell’s Angels væru skipulagðir
glæpahópar og hann væri tilbúinn til
að verja ummæli sín hvar sem er.
Vítisenglar
stefna
ráðherra
Ögmundur
Jónasson
Fara fram á fjórar
milljónir í skaðabætur
„Þetta er alveg að klárast,“ sagði Árni Johnsen, formaður Þorláksbúð-
arfélagsins og framkvæmdastjóri, í gær þar sem hann var staddur í Skál-
holti. Þá var verið að einangra þakið og setja vindskeið á gafla Þorláks-
búðar. Síðan verður sett bárujárn yfir einangrunina og það tjargað áður en
þakið verður tyrft. Árni vonaðist til að hægt yrði að ljúka við þakið á mánu-
dag eða þriðjudag.
Innanhúss verða settir langbekkir yfir gömlu hleðslurnar úr Þorláksbúð
og timburgólf. Þá verður framkvæmdum lokið að mestu, að sögn Árna. Í
gær voru átta menn að vinna við húsið í 14 stiga frosti og héldu sínu striki
þrátt fyrir kuldann. Stefnt er að því að ljúka smíðinni í vor og afhenda hús-
ið Skálholtsstað og þjóðkirkjunni í júlí næsta sumar.
„Ég er ákaflega þakklátur fyrir þann mikla stuðning sem við höfum
fengið frá almenningi víða um land. Við höfum ekki bara þurft að kljást við
úrtölumenn heldur líka náttúruöflin. Hér hefur verið unnið í brunagaddi
og roki, en nú sér fyrir endann á því. Við erum bjartir og glaðir, lífsglaðir
menn og horfum í suðurátt – enda Sunnlendingar,“ sagði Árni.
Smíði Þorláksbúðar í Skálholti er langt komin
Morgunblaðið/RAX