Morgunblaðið - 10.12.2011, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 10.12.2011, Qupperneq 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2011 Morgunblaðið birtir fram til jóla upplýsingar um einhverja þeirra viðburða sem eru á dagskrá vítt og breitt um landið. 14 dagar til jóla Um helgina munu félagar í Kynja- köttum, Kattaræktarfélagi Íslands mæta í Fjölskyldu- og húsdýragarð- inn með ketti sína og standa fyrir sýningu. Á sýningunni er gestum boðið að velja jólaköttinn 2011. Þá verður opið í jólahringekjunni og lestinni ef færð leyfir frá kl. 13-16 auk þess sem hægt verður að bregða sér í hestvagnaferð frá klukkan 14-15 í ríflega aldr- argömlum jólaskreyttum hestvagni sem dreginn er af hryssunni Dag- vöru. Í Hafrafelli í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum er nú að finna upp- stoppað ljónapar frá Afríku. Þá mætir stóðhesturinn Þristur frá Þorlákshöfn til vetrardvalar í garð- inum á morgun. Frekari dagskrá Fjölskyldu- og húsdýragarðsins má finna á mu.is. Ljón og jólakettir í Húsdýragarðinum Skógræktarfélag Íslands, í samstarfi við skóg- ræktarfélög á suðvesturhorni landsins, opnar jólatrjáamarkað við Umferðarmiðstöðina (BSÍ) nú um helgina. Þar verða seld íslensk jólatré af ýmsum stærðum og gerðum sem ræktuð eru á umhverfisvænan hátt í skógum félaganna. Jóla- trjáasalan er mikilvæg fjáröflunarleið fyrir fé- lögin sem vinna ötult starf við uppgræðslu og skógrækt. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra opnar markaðinn í dag kl. 13. Magnús Gunn- arsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, flyt- ur ávarp. Jólasveinar koma í heimsókn og tón- listarkonan Mr. Silla (sem kallar sig Jóla Sillu af þessu tilefni) leikur jólatónlist. Boðið verður upp á rjúkandi kaffi og meðlæti. Skógræktarfélag Íslands hefur fengið fimm unga myndlistarmenn og hönnuði til að skreyta jólatré sem verða til sýnis á markaðnum. Jólatrjáamarkaður skógræktarfélaganna Jóli, ilmandi jólahús í miðjum Reykjanesbæ, hefur verið opnaður í göngugötunni í Kjarna við Ice- landair Hótel. Þar verður boðið upp á skemmtilega jólastemningu fram að jólum. Skreyttum húsum, sýn- ingarsal, kaffíhúsi og sviði hefur verið komið fyrir sem verður vet- tavangur viðburða fyrir alla fjöl- skylduna. Leikskólabörn í Reykjanesbæ koma að jólahúsinu með ýmsum hætti. Leikskólinn Holt skreytti gjafatré, þar sem allir geta stutt Velferðarsjóð Suðurnesja með gjöf- um til þeirra sem minna hafa á milli handanna yfir hátíðarnar. Lista- menn, hönnuðir og handverksfólk selja vöru. Opið verður alla fimmtudaga og föstudaga frá kl. 18-21, laugadaga frá 13-21 og sunnudaga frá kl. 13- 17 fram að jólum. Stemmning Góður andi ríkir við jólahúsin þar sem kennir ýmissa grasa. Ilmandi jólahús í Reykjanesbæ Litlu jól Hvatar, félags sjálfstæð- iskvenna, verða haldin á morgun, sunnudag, frá kl. 14 til 16 í Valhöll við Háaleitisbraut. Dansað verður í kringum jóla- tréð og sungið við undirleik Illuga Gunnarssonar og Askasleikir kem- ur í heimsókn með óvæntan glaðn- ing. Boðið verður upp á heitt kakó og léttar veitingar. „Gleðjumst saman ungir jafnt sem aldnir á að- ventunni,“ segir í tilkynningu. Að- gangseyrir 500 kr. Allur ágóði rennur til mæðrastyrksnefndar. Litlu jól félags sjálfstæðiskvenna Í dag stendur foreldrafélag Álftanesskóla ásamt ýmsum félagasamtökum í bæjarfélaginu fyrir jóla- og góðgerðardegi. Hátíðin verður haldin í íþrótta- miðstöðinni á Álftanesi og stendur frá kl. 11-15. Í boði er fjölbreytt dagskrá og m.a. mun Sigríður Klingenberg fræða gesti um hamingjuna og Guð- mundur Andri Thorsson og Sigrún Eldjárn lesa upp úr bókum sínum. 10. bekkur Álftanesskóla stendur fyrir kaffisölu. Þá verður hægt að kaupa jólatré af skátafélaginu, varning af félagi eldri borgara, taka þátt í bingói Lionsklúbbsins og kaupa með kaffinu á jólabasarnum svo fátt eitt sé nefnt. Í dag verður Tónlistarskólinn á Álfta- nesi einnig með tónleika í Bessastaðakirkju kl. 14 og 16 auk þess sem Dægradvöl félag áhugafólks um menningu og listir mun standa fyrir Skáldavöku kl. 20.15 í Haukshúsum. Jóla- og góðgerðardagur á Álftanesi Skógræktarfélag Mosfellsbæjar er með sína árlegu jólatrjáasölu í Hamrahlíðarskógi við Vesturlands- veg. Jólasveinninn verður í skóg- inum kl. 14, bæði laugardag og sunnudag. Í skóginum getur fjöl- skyldan sagað sér alíslenskt jólatré fyrir jólin. Í Hamrahlíð hafa verið ræktuð tré í rúm fimmtíu ár. Jólatrjáasala í Hamrahlíðarskógi Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær þrítugan karlmann, Stefán Þór Guðgeirsson, í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun og rán sem hann framdi í september árið 2009. Horft var til þess hversu mjög málið tafðist hjá lögreglu við ákvörðun refsingar. Stefáni var að auki gert að greiða fórnarlambi sínu 1,2 milljónir króna í miskabætur og rúma milljón í sak- arkostnað. Stefán sagðist hafa verið undir áhrifum áfengis og kókaíns þegar hann kom á heimili konu sem auglýst hafði nuddþjónustu í Fréttablaðinu. Fram kom í málinu að hann hefði áð- ur hitt konuna og greitt henni fyrir kynlífsþjónustu. Stefán viðurkenndi að hafa greitt konunni fyrir vændi og að til snarpra orðaskipta hefði komið vegna þess að hann taldi sig ekki fá þá þjónustu sem hann hefði samið um og greitt fyrir. Hann neitaði að hafa beitt konuna ofbeldi, hótað henni eða þröngvað til samræðis. Stefán játaði þó að hafa tekið pen- inga af konunni og fartölvu hennar. Framburður konunnar var á þá leið að þegar hún neitaði að veita um- beðna kynlífsþjónustu hafi Stefán þvingað hana með ofbeldi til kyn- ferðismaka. Þá hafi hann dregið hana um á hárinu, brotið leirtau, ógnað með hnífi og sprautað úr slökkvitæki. Framburður konunnar þótti trú- verðugur en auk hans var meðal ann- ars litið til gagna málsins, en nið- urstöður DNA-rannsóknar leiddu í ljós lífsýni úr Stefáni í leggöngum og efst í leghálsi brotaþola. Þá kom fram að Stefán hafði rakað af sér öll höfuðhár og kynhár áður en lögregla handtók hann. Þótti líkleg skýring ótti hans við réttarlæknisfræðilega skoðun. Ósannað þótti að Stefán hefði ógnað konunni með hnífi en hann var sakfelldur fyrir annað. Nauðgaði vændiskonu og rændi í kókaínvímu Ofbeldi Maðurinn beitti konuna of- beldi til að ná fram vilja sínum.  Þrítugur karl- maður dæmdur í fjögurra ára fangelsi Nauðgun og rán » Konan sagðist hafa neitað manninum um kynlífsþjónustu vegna þess að hann var drukk- inn og undir áhrifum vímuefna. » Maðurinn sagðist hafa greitt of mikið fyrir munnmök og þess vegna upphófst rifr- ildi. Morgunblaðið/Sverrir Framtíðarreikningur Íslandsbanka er verðmæt gjöf sem vex með barninu. Hann er bundinn þar til barnið verður 18 ára og ber hæstu vexti almennra verðtryggðra innlánsreikninga bankans hverju sinni. ÖllumnýjumFramtíðarreikningumog innlögnumyfir2.000kr. fylgir flottur Georgsbolur. Þú færð Framtíðarreikning í næsta útibúi Íslandsbanka. Framtíðarreikningur er gjöf sem vex H V ÍT A H Ú SI Ð / SÍ A - 11 -2 54 4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.