Morgunblaðið - 10.12.2011, Side 28

Morgunblaðið - 10.12.2011, Side 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2011 holabok.is holar@holabok.is DAUÐINN Í DUMBSHAFI Örlög og afdrif skipalestanna sem fóru frá Hvalfirði á stríðsárunum. Mögnuð lesning. ELFRÍÐ Í senn óhugnanleg og hjartnæm. Það tók mjög á Elfríði Pálsdóttur að rifja upp æsku sína á stríðsárunum í Þýskalandi. Lesendur munu skilja af hverju svo var. SIGURÐUR DÝRALÆKNIR Þar sem sögurnar lifna við. Sagnameistarinn Sigurður dýralæknir fer hér á kostum. Bráðskemmtileg bók. SKAGFIRSKAR SKEMMTISÖGUR Einfaldlega langfyndn- asta jólabókin í ár. FJÖR OG MANNDÓMUR Vilhjálmur Hjálmarsson færir okkur fróðlega og skemmti- lega sagnaþætti sem allir hefðu gott af að lesa. Egill Ólafsson og Guðni Einarsson Sú spurning vaknar óhjákvæmilega hvaða áhrif samkomulag allra leiðtoga Evrópusambands- landa (ESB), nema Bretlands, í gær hafi á aðild- arumsókn Íslands og möguleika á að taka upp evru sem gjaldmiðil á Íslandi. Morgunblaðið ræddi við fulltrúa stjórnmálaflokkanna í utan- ríkismálanefnd Alþingis. Eftir að sjá áhrifin Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkis- málanefndar og þingmaður VG, taldi í gær of snemmt að tjá sig um áhrif samkomulagsins á umsókn Íslands um aðild. Hann sagði að fara þyrfti vel yfir hvaða breytingar hafi orðið og hvaða áhrif þær muni hafa á ESB áður en menn fari að fullyrða um áhrif þeirra á umsóknina. Utanríkismálanefnd stefnir að sérstökum fundi á næstunni til að ræða stöðu mála í Evrópu. „Ég reikna með að við fáum bæði ráð- herra og hugsanlega sér- fræðinga á fund nefndarinnar til að ræða um stöðu og horfur,“ sagði Árni Þór. Rætt hefur verið um að halda fundinn fyrir jól. Árni Þór taldi einnig of fljótt að fullyrða eitt- hvað um áhrif samkomulagsins á möguleika Ís- lands til að taka upp evru. „Það er ljóst að það hafa verið miklar vær- ingar á evrusvæðinu að undanförnu. Auðvitað er eðlilegt að menn staldri við og spyrji hvort það sé raunverulegur valkostur fyrir okkur til framtíðar [að taka upp evru]. Á móti kemur að menn hafa ekki séð það sem kost fyrir okkur fyrr en að einhverjum árum liðnum. Það er full- komin óvissa hvað verður orðið um evruna þá. Hún gæti verið komin í gegnum þennan brim- skafl þá,“ sagði Árni Þór. Hann sagði mikilvægt fyrir hagkerfi okkar og utanríkisviðskipti að evrusvæðið nái sér og ESB almennt, því þar séu okkar mikilvægustu markaðir. Meta þarf stöðuna á ný Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, segir að samkomulag ESB sé hugsað til að taka á vanda í framtíðinni. Það miði að því að koma í veg fyrir skuldasöfnun og bæta trú- verðugleika ESB. Sam- komulagið leysi hins vegar ekki aðalvandann sem séu sjálfar skuldirnar. Bjarni sagði að þessi nið- urstaða kæmi ekki á óvart. Búið væri að stefna að nán- ari samvinnu í ríkisfjármál- um í langan tíma. „Það verð- ur athyglisvert að sjá hversu mikið samráð verður haft við þjóðþingin og eftir atvikum almenning í viðkomandi löndum til að renna stoðum undir þessar breyttu reglur. Hvað sem því líður var orðið augljóst að þetta var einn hlekkurinn sem vantaði í evrusamstarfið og augljóst að evrusamstarfið myndi á endanum liðast í sundur eða menn myndu koma sér sam- an um miklu strangari aga og framsal valds og síðan í framhaldinu hlíta þeim aga. Ef þetta gengur eftir verður það næsti stór prófsteinn á evrusamstarfið hvort ríkin eru tilbúin til að hlíta þeim aga sem þessu fylgir. Ég er þeirrar skoðunar að þessar vendingar í ESB hljóti að verða okkur tilefni til að meta stöðuna upp á nýtt og taka umræðu hér heima fyrir. Hitt er ekki síður mikilvægt að við ræðum það hér heima hvernig við getum á okkar eigin forsendum beitt okkur þeim aga sem ríkin eru þarna að ræða sín í milli að sé svo mikilvægur í þeirra samstarfi. Fyrst og síðast er það fyrir hvert og eitt ríki að sýna aga í ríkisfjármálum, sinna eigin þegna vegna,“ sagði Bjarni. Hefur ekki áhrif á aðildarumsóknina „Ég tel að þessar aðgerðir út af fyrir sig hafi ekki áhrif á aðildarumsókn okkar,“ sagði Sig- mundur Ernir Rúnarsson, alþingismaður Sam- fylkingarinnar. „Erfiðleik- arnir hafa í sjálfu sér ekki tengst evrunni heldur ofur- skuldsetningu evrópskra ríkissjóða. Grikkland hefði orðið jafn illa úti með sína gömlu drökmu því ríkissjóð- ur þeirra var að sligast und- an skuldum.“ Sigmundur Ernir sagði að aðgerðir ESB-leiðtoganna séu að mörgu leyti eðlilegar og til þess að beita ríkisbú- skapinn meiri aga. „Það er eitthvað sem við Ís- lendingar höfum þurft að berjast fyrir á síðustu misserum, agaleysi í ríkisfjármálum var mjög mikið hér um árabil.“ Hann sagði að nú sé ESB að reyna að koma á kerfi sem leyfi ekki jafn mikla skuldsetningu í ríkisbúskapnum og áður. Verið sé að setja samevrópskar reglur. ESB sé að mörgu leyti sameiginlegt regluverk og við höfum tekið upp fjölmargar reglur þess í gegn- um EES sem séu til þess að samræma vinnu- brögð. Sigmundur Ernir sagðist ekki sjá í fljótu bragði að möguleiki Íslands á að taka upp evru hefði fjarlægst við samkomulagið í gær. Hlýtur að hafa áhrif á aðildarumsókn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að samkomulagið hljóti að hafa áhrif á aðildarumsókn Íslands. „Þegar lagt var af stað þá var allt önnur staða uppi í ESB en nú er. Það er ljóst að ESB er að taka verulegum breytingum.“ Hann minnti á að á sínum tíma hafi nokkrir þeirra sem studdu umsókn- ina sagt að við breyttar að- stæður gæti skapast tilefni til að endurmeta umsóknina. „Það má nefna Steingrím J. Sigfússon sérstaklega í því sambandi.“ Sigmundur Davíð sagði að breytingarnar sem menn standi nú frammi fyrir séu meiri en flestir hafi gert sér í hugarlund. Hafi einhvern tíma verið tilefni til endurmats þá sé það nú. Sigmundi Davíð sýnist að möguleiki Íslend- inga á að taka upp evru hafi fjarlægst við þessar breytingar. Hann nefnir afgerandi viðbrögð Breta, þeir muni ekki taka upp evru og geti ekki fallist á þær breytingar sem séu að verða í ESB vegna þess að í þeim felist allt of mikið framsal fullveldis. Hann segir að í ljósi ástandsins sem verið hefur á evrunni undanfarna mánuði sé ljóst að jafnvel þótt við vildum myndum við ekki geta tekið upp evru í allmörg ár. Menn séu orðnir enn strangari en áður á því að ákveðin skilyrði séu uppfyllt, skilyrði sem við uppfyllum ekki. Fyrir vikið séu lönd sem höfðu ráðgert að taka upp evru, t.d. Pólland og Tékkland, að endur- meta afstöðu sína og geri ráð fyrir það það muni a.m.k. taka lengri tíma en áður. „Það er alla vega ljóst að hvað sem við viljum þá er langur tími þar til við tökum upp evru í gegnum Evrópusambandið,“ sagði Sigmundur Davíð. Breytt staða mála í ESB Bjarni Benediktsson  Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í utanríkismálanefnd telja að endurmeta þurfi aðildarumsóknina  Fulltrúar stjórnarflokkanna telja of snemmt að meta áhrif samkomulagsins eða að það hafi ekki áhrif Morgunblaðið/Golli Utanríkismálanefnd Ákveðið var á fundi utanríkismálanefndar í gær að halda opinn nefnd- arfund með gestum á næstunni til að ræða þá stöðu sem komin er upp í Evrópusambandinu. Árni Þór Sigurðsson Sigmundur Ernir Rúnarsson Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Utanríkismálanefnd Alþingis ákvað í gær að halda nefndarfund opinn gestum á næstunni til þess að ræða þá stöðu sem komin er upp í Evr- ópusambandinu og áhrif þess á að- ildarumsókn Íslendinga. Ákveðið var að fundurinn færi fram eins fljótt og auðið verður og segist Ás- mundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, skilja það svo að hann fari þá fram fyrir jólafrí þingsins. Óábyrgt að halda aðildarferl- inu að ESB áfram Lagði Ásmundur Einar ásamt flokksbróður sínum, Gunnari Braga Sveinssyni, og Ragnheiði Elínu Árnadóttur, þingmanni Sjálfstæð- isflokksins, fram bókun á fundi ut- anríkismálanefndar í gær um að það væri óábyrgt að halda aðild- arferlinu að ESB áfram án þess að farið væri ofan í atburði í Evrópu undanfarið. „Það var ekki tekið undir þessa bókun af meirihlutanum en hins vegar var ákveðið að verða við þeirri beiðni að fram færi fundur opinn gestum þar sem fulltrúar rík- isstjórnar og fræðimenn kæmu til að ræða þá stöðu sem er í ESB og hvaða breytingar eru að verða þarna og hvaða áhrif það hefur á aðildarumsóknina,“ segir Ásmundur Einar. kjartan@mbl.is Áhrifin rædd í utanríkis- málanefnd

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.