Morgunblaðið - 10.12.2011, Qupperneq 39
UMRÆÐAN 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2011
Í nýútkominni bók
Sigurðar Más Jóns-
sonar um Icesave-
málið er það í raun
staðfest, sem margsagt
hafði verið í pistlum á
vef Þjóðarheiðurs í
haust, að þrátt fyrir að
eignasafn Landsbank-
ans gamla nægi til að
borga allar Icesave-
höfuðstólskröfurnar
(upp að í mesta lagi 20.887 á hverja),
þá hefðum við Íslendingar samt
þurft, skv. Icesave I, að greiða Bret-
um og Hollendingum gríðarlegar,
óafturkræfar vaxta-fjárhæðir, sem
hefðu leikið samfélag okkar grátt –
kollsteypt ríkissjóði eða valdið hér
ómældum hörmungum.
Samkvæmt útreikningum Sigurðar
Más næmi gjaldfallin upphæð óaft-
urkræfra Icesave-vaxta vegna Svav-
arssamnings, til 1. okt. sl., 110 millj-
örðum króna!
Hvar ætlaði fjármálaráðherrann
og viðhlæjendur hans að taka þessa
peninga? Þetta er margfalt á við allt
það sem þó hefur verið skorið niður í
ríkiskerfinu frá bankakreppunni.
Hvar væri þjóðin nú stödd, ef
Steingrímur og Jóhanna hefðu ko-
mizt upp með að leggja Icesave-
byrðina á bökin á okkur? Hvernig
væri hér umhorfs, ef forseti Íslands
hefði ekki komið okkur til bjargar?
Hvað ef grasrótin og sjálfvakin sam-
tök hefðu ekki beitt sér í málinu með
skrifum og undirskriftasöfnunum,
gegn sameinuðu afli stjórnmála-
stéttar, atvinnurekenda, verkalýðs-
rekenda og sameinaðra álitsgjafa í
ríkisstjórnarþægum fjölmiðlum?
Hver voru þessi sjálfvöktu sam-
tök? Jú, InDefence-hópurinn, Þjóð-
arheiður – samtök gegn Icesave
(thjodarheidur.blog.is), AdvIce-
hópurinn og Samstaða þjóðar gegn
Icesave (Kjósum.is). Bók Sigurðar
Más er ýtarleg úttekt á Icesave-
málinu. Þó hefur hann að mestu
gengið framhjá hlut þessara sam-
taka, og vekur það nokkra furðu. En
þetta var útúrdúr.
17. nóv. sl. upplýsti skilanefnd
Landsbankans, að endurheimtur
bankans væru orðnar um 1340 millj-
arðar, um 25 milljarða umfram for-
gangskröfur, en þar eru bæði Ice-
save-kröfur og heildsölulán.
Höfum hugfast, að ofgreiddir vext-
ir vegna Icesave-krafna Breta og
Hollendinga myndu ekki teljast til
forgangskrafna og væru að öllu eða
langmestu leyti óafturkræfir, ef þeir
hefðu verið reiddir fram úr illa stödd-
um ríkissjóði Íslands, sem bar raunar
engin skylda til slíkra greiðslna!
Svo átti að greiða þetta allt í er-
lendum gjaldeyri, sem er torfenginn í
svo miklum mæli, og
hefði það haft áhrif til
lækkunar á gengi krón-
unnar og aukið á verð-
bólgu.
Þórði Gunnarssyni
blaðamanni reiknaðist
svo til í grein í við-
skiptablaði Mbl. 15.
sept. sl., að þær vaxta-
greiðslur, sem verið
hefðu, ef Icesave-III
hefði verið samþykkt,
næmu á hverjum 36
dögum jafngildi heils
ríkisfangelsis fullbúins á Hólms-
heiði, og þannig héldi það áfram,
mánuð eftir mánuð og ár eftir ár!
Þar fyrir utan námu greiðslur til
Icesave-samninganefndanna og sér-
fræðinga a.m.k. hátt á 5. hundrað
milljóna króna.
Þetta – og 75 milljónir til eins
listaverkasafnara í hópi hálauna-
diplómata – þykir „verkalýðssinn-
anum“ Steingrími J. bersýnilega hið
bezta mál, á sama tíma og hann neit-
ar Fjölskylduhjálp Íslands og
Mæðrastyrksnefnd um aðstoð til að
koma í veg fyrir hungur fátækra á
Íslandi!
Hér er lokað spítölum, einkum St
Jósefsspítala í Hafnarfirði, og að-
hlynningardeildum, allt dregið sam-
an nema helzt í sukk og óhóf, t.d. í
aðstoðarmenn ráðherra, sem fá
hækkun nú, en ríkisstjórnin vildi ný-
lega fjölga þeim upp í 31 manns!
Meðan lokað er meirihluta Landa-
kotsspítala til að spara 100 milljónir,
taldi og telur fjármálaráðherrann,
að rétt hefði verið að fleygja 1100
sinnum hærri fjárhæð í óafturkræfa
gjöf til Breta og Hollendinga!
Hvenær í lýðveldissögunni höfum
við átt vanhæfari stjórnvöld? Ætli
ríkistjórninni veiti nokkuð af 31 að-
stoðarmanni? Henni verður þó engin
hjálp í þeim, ef ráðvilltir ráðherrar
fá að vera einráðir um, hvaða gæð-
ingar þeirra hreppa þær stöður.
Svo er alveg ljóst, eins og bæði
Árni Þór Sigurðsson og Atli Gísla-
son hafa upplýst, að Evrópusam-
bandið tók í þessu máli afstöðu með
Bretum og Hollendingum og að ýtt
var þaðan á Samfylkinguna og Jó-
hönnustjórnina (jafnvel fyrir form-
legan upphafs-starfsdag hennar að
sögn Atla) um að leggjast hundflöt
fyrir kröfum brezkra og hollenzkra
stjórnvalda.
Ríkisstjórnin stendur uppi af-
hjúpuð í Icesave-málinu. En ekki
minnkar óskammfeilni helztu ráða-
manna. Nú er helzt á döfinni að
ryðja ekki einungis Jóni Bjarnasyni
úr ráðherrastóli, heldur og efna-
hags- og viðskiptaráðherra, Árna
Páli Árnasyni, og leggja ráðuneyti
hans undir Steingrím J.! Þó hefur
Árni Páll gert vel í sumar með því að
benda erlendum ráðamönnum og
eftirlitsstofnunum á, að neyðarlög
Geirs Haarde og félaga hafi einmitt
hjálpað Bretum og Hollendingum að
fá fullan aðgang með Icesave-kröfur
að þrotabúi Landsbankans, þannig
að ekkert skorti á, að tryggingar-
járhæðir fáist greiddar.
Ólafur Elíasson í InDefence varar
við þessari ráðuneyta-uppstokkun,
því að Steingrímur hafi ekki tekið
undir varnir Árna Páls, fylgi ekki
stefnunni af heilum hug og „siðferð-
isvandi Steingríms sé slíkur að hann
sé algjörlega vanhæfur til að hafa
þetta mál á sinni könnu“.
Illt er hér í efni. En þjóðin á enn
eftir að gera upp þessi stóralvarlegu
mál í kosningum.
Ríkisstjórnin stendur uppi
afhjúpuð í Icesave-málinu
Eftir Jón Val
Jensson »Hvaðan ætlaði fjár-
málaráðherrann að
taka 110 milljarða (fram
til þessa) í erlendum
gjaldeyri til að gefa
Bretum og Hollend-
ingum í vexti af gervi-
skuld?
Jón Valur Jensson
Höfundur er guðfræðingur,
prófarkalesari og formaður
Þjóðarheiðurs.
Pakki á pakka
Fallegt pakkaskraut hannað af Arca
Design Island. Aðrir sem standa að
þessu eru Lógóflex og Markó- Merki.
Jólatréð verður selt á 500 kr.
hjá Arca design, Grímsbæ við
Bústaðaveg og fer öll upphæðin
óskipt til stuðnings
Fjölskylduhjálpar Íslands.
www.bluelagoon.is www. hreyfing.is www.bluelagoonspa.is
Gefðu ávísun á vellíðan og betri heilsu
hjá Bláa Lóninu, Hreyfingu og Blue Lagoon Spa
A
N
TO
N
&B
ER
G
U
R
Landfestar ehf. eru fasteignafélag í eigu Arion banka. Markmið félagsins er að þróa öflugt
fyrirtæki á fasteignamarkaði. Félagið hefur til umráða um hundrað og tíu þúsund fermetra af
góðu húsnæði. Stærsti hluti þess er skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Meðal helstu
leigutaka félagsins eru bæði ríkisstofnanir og nokkur af stærri fyrirtækjum landsins.
Landfestar ehf. Sími 422 1400, www.landfestar.is
Fjölnisgötu 3b á Akureyri
Til sölu er gott atvinnuhúsnæði við Fjölnisgötu 3b, Akureyri, samtals 928,6 m2.
Eignin er skráð á tvö fastanúmer. Annars vegar er um að ræða 451,5 m2. Þar er stærsti
hluti hússins með tvöfaldri lofhæð og góðri innkeyrsluhurð. Hins vegar er um að ræða
477,1 m2 húsnæði sem áður var dreifistöð Símans, að auki eru skrifstofur og
starfsmannaaðstaða í húsnæðinu.
Allar nánari upplýsingar veita:
Fasteignasalan Byggð, s. 464 9955 ı Hvammur Fasteignasala, s. 466 1600
Landfestar auglýsa til sölu
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.is
Morgunblaðið birtir alla út-
gáfudaga aðsendar umræðu-
greinar frá lesendum. Blaðið
áskilur sér rétt til að hafna
greinum, stytta texta í samráði
við höfunda og ákveða hvort
grein birtist í umræðunni eða í
bréfum til blaðsins.
Blaðið birtir ekki greinar,
sem eru skrifaðar fyrst og
fremst til að kynna starfsemi
einstakra stofnana, fyrirtækja
eða samtaka eða til að kynna
viðburði, svo sem fundi og ráð-
stefnur.
Innsendikerfið
Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru
vinsamlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Smellt á
Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi liður,
„Senda inn minningargrein“,
valinn úr felliglugganum. Ekki
er lengur tekið við greinum
sem sendar eru í tölvupósti og
greinar sem sendar eru á aðra
miðla eru ekki birtar.
Móttaka að-
sendra greina