Morgunblaðið - 10.12.2011, Page 42

Morgunblaðið - 10.12.2011, Page 42
42 UMRÆÐANBréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2011 Hreyfitauga- sjúkdómar eru í flest- um tilvikum banvæn mein, sem ekki hefur ennþá tekist að greina fullkomlega og sem engin lækning hefur fundist við. Sjúklingar með hreyfitauga- sjúkdóma lamast oft- ast vegna hrörnunar hreyfitauganna, sem skiptast í efri og neðri hreyfitaugar. Efri hreyfitaugar liggja frá heilaberki niður mænuna, en neðri hreyfitaugar liggja frá mænu og heilastofni út í vöðva. Hver hreyfitaug er ein fruma og getur verið allt að metri á lengd. Fólk sem þjáist af þessum sjúkdómum lifir að meðaltali þrjú til fimm ár, frá því að skýr einkenni sjúkdómsins koma fram. Dánarorsök er oftast köfnun vegna lömunar þindarinnar eða vegna lungnasjúkdóma. Einungis um 10% sjúklinga hafa meira en 10 ára lífslíkur. Samkvæmt áætlunum frá Al- þjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) munu sjúkdómar í taugakerfinu hafa tekið við af krabbameinssjúkdómum árið 2040 sem önnur algengasta dán- arorsök í efnahagslega velmegandi ríkjum og þar á meðal Íslandi. Ekk- ert ríki sem vill teljast menning- arlega þróað getur því leitt hjá sér að taka virkan þátt í rannsóknum á sviði taugahrörnunarsjúkdóma. Fram að þessu hafa varla nokkrar rannsóknir á MND-sjúkdómum ver- ið stundaðar hérlendis, þótt í land- inu sé hópur fólks – vísindamanna og lækna – sem hefur allar for- sendur til að ná góðum árangri við leit að orsökum og lækningu þessara sjúk- dóma og þótt góðar rannsóknarstofur bíði ónotaðar eða geti verið betur nýttar. Rannsóknir hafa leitt í ljós að hreyfi- taugasjúkdómar eru fjölbreyttar meinsemd- ir, enda er taugakerfi líkamans margslungið og starfsemi þess sem flókinn verksmiðju- rekstur. Á ensku eru eftirfarandi heiti notuð yfir þessa sjúkdóma og er þá ekki allt talið: Amyotropic Lateral Scle- rosis (ALS), Progressive Bulbar Palsy (PBP), Progressive Muscular Atrophy (PMA), Primary Lateral Sclerosis (PLS), Spinal Muscular Atrophy (SMA), SpinoCerebellar Ataxia (SCA) og Post-Polio Synd- rome (PPS). Í sömu andrá má nefna eftirfarandi sjúkdóma í mið- taugakerfinu: Multiple sclerosis (MS), Parkinson’s Disease (PD), Alzheimer’s disease (AD) og Hunt- ington’s Disease (HD). Rannsóknir leiða stöðugt betur í ljós, að þessir sjúkdómar eiga margt sameiginlegt. Þannig eru til dæmis ALS, PBP, PMA og PLS oftast flokkuð saman og nefnast þá MND (Motor Neuron Disease). Lausn á gátunni um MND er að nálgast Samkvæmt síðustu niðurstöðum rannsókna á MND er skaðvaldurinn fólginn í gölluðum efnahvata (en- zyme) sem nefnist SOD1 (Cu/Zn- Superoxide Dismutase). Þennan efnahvata er að finna í nær öllum tegundum frumna, en í MND- sjúklingum innihalda stjörnufrumur (Astroctes) gallað SOD1 sem ræður úrslitum. Vegna þessa gallaða SOD1 gefa stjörnufrumurnar frá sér upp- leysanlegt eitur sem smám saman drepur hreyfitaugar (Motor Neu- rons) sem hafa aðsetur í heila, heila- stofni og mænu. Hægt er að lesa meira um þetta efni hér: http:// altice.blogcentral.is/blog/2011/10/7/ astrocyteshatursfullt-arasarlid-eda- fornfusir-verjendur/. Hreyfitaugasjúkdómar geta verið bæði ættgengir og tilfallandi. Ætt- geng tilfelli eru um 10% og afgang- urinn tilfallandi. Af þeim tilvikum sem eru ættgeng, hafa um 20% sjúk- linga verið greind með ákveðna breytingu í erfðaefni SOD1 og hefur hún verið talin orsök meinsins. Önn- ur tilvik en þessi 2% (0,1 x 0,2 = 2%) hafa því stafað af ógreindri ástæðu. Á þessu ári voru hins vegar gerðar merkar uppgötvanir sem valda því að núna eru öll afbrigði sjúkdómsins í sömu stöðu. Fyrrnefndur galli á erfðaefni í SOD1 virðist ekki valda sjúkdómnum, heldur einhver annar þáttur sem er sameiginlegur öllum SOD1 í stjörnufrumum MND- sjúklinga. Önnur mikilvæg framför sem varð á þessu ári varðar möguleika á að framkvæma rannsóknir á hreyfi- taugasjúkdómum í tilraunastofum. Tekist hefur að framleiða og við- halda stjörnufrumum og hreyfitaug- um í tilraunaglösum. Vegna þessa er nú hægt að framkvæma tilraunir er MND-sjúkdóminn varða á ódýrari hátt en áður. Jafnframt er núna hægara um vik að prófa samskipti hreyfitauga og stjörnufrumna. Meira en áður munu rannsóknirnar snúast um að rjúfa það samband sem ríkir á milli þessara frumuteg- unda og koma þar með í veg fyrir sjúkdómseinkenni. Eftir sem áður er mikilvægt að uppgötva hvaða galli veldur eiturgjöf stjörnu- frumnanna, hvert er form eitursins og hvernig hægt er að lækna sjúk- dóminn. Af framangreindum ástæðum er núna einstakt tækifæri fyrir Ísland til að koma sterkt inn á vettvang rannsókna á hreyfitaugasjúkdóm- um. Vísindamenn og aðstaða er fyrir hendi í landinu og unnið er að stofn- un alþjóðlegrar miðstöðvar rann- sókna á hreyfitaugasjúkdómum (International Center for Research on Motor Neuron Diseases). Nokkur mikilvæg rannsóknarverkefni hafa verið skilgreind og ef fjármögnun miðstöðvarinnar gengur eftir mun markvisst verða stefnt að lausn þeirrar gátu sem nefnist hreyfi- taugasjúkdómar. Ekkert mun þó gerast í þessum málum nema lands- menn sameinist um að tryggja fram- gang verkefnisins. Núna er rétti tíminn til að hefja MND-rannsóknir á Íslandi Eftir Loft Altice Þorsteinsson » Samkvæmt áætl- unum frá WHO munu sjúkdómar í taugakerfinu hafa tekið við af krabbameins- sjúkdómum árið 2040, sem önnur algengasta dánarorsök í efnahags- lega velmegandi ríkjum og þar á meðal Íslandi. Loftur Altice Þor-steinsson Höfundur er verkfræðingur. Sennilega er Skerjafjörður, sunnan flugbrautar, eina „þorpið“, hér á landi, sem ekki hefur akfæran veg í gegnum byggðina. Að mörgu leyti er það gott, m.a. vegna lítillar umferð- ar, eða, kannski veldur það ein- hverjum óöryggi. Einarsnesið, Þessi endasnauða aðalgata hefur samt gegnt hlutverki sínu vel og mun væntanlega verða svo um ókomin ár, fá umferðarslys og lítið um umferðaröngþveiti. Að- eins einu sinni hefur þó farþega- flugvél „lent“ á horni Einarness og Suðurgötu og stöðvað alla umferð ökutækja til og frá Skerjafirði, tíma- bundið. Það leiðir hugann að öðru sam- göngumáli, sem snertir okkur, sem búum í Skerjafirði og marga sem koma fljúgandi til Skerjafjarðar. Við getum ekki ekið stystu leið að Ægi- síðu og haft þar með greiðari aðgang að þjónustustöðum í Vesturbænum og á Seltjarnarnesi. Sáralitla og ódýra aðgerð þarf til að bæta úr þessu. Með því að breikka skarðið, sem nú þegar er bú- ið að gera á eyjunni, sem skiptir akstursstefnum Suðurgötu. Það skarð var gert til að leyfa vinstri beygju frá Starhaga. Starhaginn er stuttur og með breiðari götum í Reykjavík og þolir þess vegna umferð í báðar áttir. Ég vona að réttir aðilar lesi þetta og geri eitthvað í málinu. REYNIR SIGURÐSSON, íbúi í Skerjafirði. Akstur til og frá Skerjafirði Frá Reyni Sigurðssyni Þann 4. janúar kemur út glæsilegt sérblað um menntun, skóla og námskeið sem mun fylgja Morgunblaðinu þann dag MEÐAL EFNIS: Háskólanám. Verklegt nám og iðnnám. Endurmenntun. Símenntun. Listanám. Sérhæft nám. Námsráðgjöf og góð ráð við námið. Kennsluefni. Tómstundanámskeið og almenn námskeið. Nám erlendis. Lánamöguleikar til náms. Ásamt fullt af öðru spennandi efni. –– Meira fyrir lesendur PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, miðvikudaginn 21. des. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is Sími: 569-1105 Í blaðinu verður fjallað um menntun og þá fjölbreyttu flóru sem í boði er fyrir þá sem vilja auðga líf sitt og möguleika með því að afla sér nýrrar þekkingar og stefa því á nám og námskeiða. Skólar & námskeið SÉRBLAÐ Skólar & námske ið Vilt þú styðja BJARNA RANDVER SIGURVINSSON? Bjarni er stundakennari við Háskóla Íslands, sem hefur þurft að berjast fyrir akademísku frelsi sínu innan H.Í. í kjölfar kæru Vantrúar, eins og fram hefur komið í fréttum undanfarna daga. Málfrelsisfélagið, kt. 521010-0530, stendur fyrir söfnun til stuðnings Bjarna. Banki: Landsbankinn á Akureyri, 0162-26- 10099. Netfang: malfrelsisfelagid@gmail.com Sýna má stuðning með eingreiðslu eða mánaðarlegum greiðslum, félagið er í langhlaupi! Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-17, sun. kl. 13-17 Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is 17 ára Verkfæralagerinn Myndlista vörur í miklu ú rvali Strigar, ótal stærðir frá kr.195 Olíu/Acrýl/ Vatnslitasett 12/18/24x12 ml frá kr.495 Acryllitir 75 ml kr.480 Þekjulitir/ Föndurlitir frá kr.480

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.