Morgunblaðið - 10.12.2011, Side 48

Morgunblaðið - 10.12.2011, Side 48
48 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2011 ✝ Guðjóna Jós-efína Jóns- dóttir fæddist á Sólheimum í Grindavík 22. febr- úar 1926. Hún lést á Dvalarheimili aldraðra í Borg- arnesi 1. desember 2011. Foreldrar henn- ar voru Jón Sig- urðsson trésmiður, f. 25. desember 1895, og Guð- ríður Einarsdóttir ljósmóðir, f. 5. september 1900. Bræður Guð- jónu: Guðlaugur Einar f. 1922, d. 1985, Guðjón Böðvar f. 1929, d. 2000, Guðmundur f. 1935, d. 1998 og Gunnar Þór f. 1942. Guðjóna giftist 30. desember 1950 Kristleifi Jóhannessyni frá Sturlu-Reykjum f. 1. september 1923, d. 6. febrúar 1981. Krist- leifur var húsasmíðameistari og stjórnaði brúarsmíðaflokki um árabil. Hann var síðar smíða- kennari við Héraðsskólann í Reykholti. Þau hjónin stofnuðu og ráku garðyrkjubýli á Sturlu- Reykjum. Synir Guðjónu og Kristleifs eru 1) Jóhannes f. 17. Dóttir þeirra er Freyja Kolfinna f. 20. október 2010. Sonur Önnu Rósu er Ólafur Vignir Jónsson f. 17. júní 2006. Fyrri sambýlis- kona Elmars var Perla Dís Ragnarsdóttir f. 28. júní 1985. Dóttir þeirra er Brynja Dís f. 2. júlí 2007. Katrín f. 22. ágúst 1986. Sambýlismaður hennar er Jóhann Steinn Eggertsson f. 6. apríl 1989. Gígja f. 14. maí 1993. Sambýlismaður hennar er Krist- ján Björn Welbes f. 2. janúar 1991. Guðjóna ólst upp í Grinda- vík til 17 ára aldurs er hún flutt- ist til Reykjavíkur ásamt fjöl- skyldu sinni. Hún útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur árið 1949 frá Hjúkrunarskóla Ís- lands. Guðjóna vann ýmis störf en lengst af starfaði hún sem hjúkrunarfræðingur við heilsu- gæslustöðina á Kleppjárns- reykjum, frá árinu 1968-1994. Guðjóna var mikil hannyrða- og blómakona og rak heimili sitt á Sturlu-Reykjum með miklum sóma. Guðjóna og Kristleifur byggðu heitan pott og sundlaug í garðinum á Sturlu-Reykjum og er hún mjög vinsæl meðal fjö- skyldu og vina. Guðjóna fluttist á Dval- arheimili aldraðra í Borgarnesi í janúar 2010. Útför Guðjónu fer fram frá Reykholtskirkju í dag, 10. des- ember 2011, og hefst athöfnin klukkan 11. júlí 1951. Sambýlis- kona hans er Hrafnhildur Guð- mundsdóttir f. 29. september 1972. Sonur hennar er Konráð Axel Gylfa- son f. 3. janúar 1997. Fyrri sam- býliskona Jóhann- esar var Ulrike Kimpfler f. 12. febrúar 1964, d. 14. ágúst 2010. Börn þeirra eru Benedikt Stephan f. 19. júlí 1990 og Lísa Kristín f. 28. febrúar 1993, d. 27. apríl 2002. 2) Jón f. 20. apríl 1955, d. 2. nóvember 2008. Sambýliskona Jóns var Al- dís Eiríksdóttir f. 2. október 1960. Synir þeirra eru Sigfús f. 1.janúar 1988 og Guðjón Andri f. 6. desember 1995. Áður átti Jón Kristleif f. 5. desember 1980, móðir hans er María Jóns- dóttir f. 27.ágúst 1961. 3) Snorri f. 27. mars 1957. Kona hans er Vilborg Pétursdóttir f. 7. maí 1959. Börn þeirra eru Elmar f. 23. apríl 1982. Sambýliskona Elmars er Anna Rósa Guð- mundsdóttir f. 28. mars 1987. Það er svo sannarlega margs að minnast og margt sem mér er ljúft að þakka fyrir þegar ég kveð hana Guðjónu tengdamóður mína í hinsta sinn. Leiðir okkar lágu saman fyrir réttum 26 árum og á þeim tíma sem liðinn er hef ég og strákarnir mínir notið ástar henn- ar og umhyggju í öllum regnbog- ans litum. Þeir voru ekki háir í loftinu, Fúsi og Gaui þegar þeir fóru að trítla yfir í ömmu hús til að njóta alls þess sem hún hafði að gefa. Þar var alltaf tekið á móti þeim með brosi, faðmlagi og djúpri ástúð. Hjá ömmu var oftar en ekki boðið uppá kakó og osta- brauð sem var í sérstöku uppá- haldi hjá barnabörnunum og svo var gjarnan spilað Rommí eða hún tók fram bók og las. Ekki var held- ur amalegt að fara með henni í sundlaugina og á sólríkum sum- ardögum var oft farið út í blómum skrýddan garðinn með nesti eða í einhverja laut í nágrenninu. Er hægt að hugsa sér betri bernsku- minningar? Það sama átti við um okkur full- orðna fólkið. Það var svo ljúft og gott að koma til hennar, hvort sem það var á sumardegi eða dimmu vetrarkvöldi. Maður settist í eld- húskrókinn og svo var spjallað um alla heima og geima. Hún kunni ótal sögur af fólki, hún Gauja, elskaði tónlist og ljóðlist og var raunar mikil áhugamanneskja um allar víddir samfélagsins. Hún fylgdist vel með öllu og sagði frétt- ir af ættingjum og vinum og svo var bara rætt um þetta venjulega líf okkar, í gleði og sorg. Fyrst og síðast var það samt hagur fjöl- skyldunnar sem hún bar fyrir brjósti og hún bókstaflega varð að vita að öllum liði vel og að enginn væri í háska staddur. Stundum fannst manni nú nóg um áhyggj- urnar en naut samt góðs af þeim því hún var alltaf sú fyrsta sem kom þegar eitthvað bjátaði á. Þá rétti hún fram hlýja hönd, hjúkr- aði okkur og hughreysti, alveg sama hvernig hjartað barðist um í hennar eigin brjósti. Lífið fór ekki alltaf blíðum höndum um hana Guðjónu en þó að sorgin sem hún bar væri næstum óbærileg og hún berðist við illvígan sjúkdóm hin síðari ár stóð hún alltaf upprétt með útrétta hönd fyrir þá sem henni fannst þurfa á aðstoð og um- hyggju að halda. Gauja var glæsileg kona með afbrigðum og mikil pjattrófa eins og hún sagði sjálf. Fannst gaman að klæða sig uppá og naut þess að fara út á meðal fólks, ekki síst til að sækja söngskemmtanir og aðra menningarviðburði. Hún kunni að njóta og var glöð og kát kona með kímnigáfu af bestu gerð. Þeir komu algerlega áreynslulaust og eðlilega frá henni gullmolarnir og núna nýlega þegar var ég að kvarta við hana um að ég myndi ekkert stundinni lengur þá brosti hún til mín og sagði: „Dísa mín, ég held að það séu til einhverjar töfl- ur við þessu hérna á elliheimilinu“. Ég kveð glæsikonuna, mann- vininn og húmoristann hana Guð- jónu með söknuði og hjartans þakklæti frá mér, Sigfúsi og Guð- jóni Andra. Aldís Eiríksdóttir. Það var fyrir mörgum árum að sveitamaður bankaði á lúguna á lyfjaafgreiðslunni hjá lækninum á Kleppjárnsreykjum, að vinsam- legt kvenandlit birtist og spurði hvað mig vantaði. Ég ætlaði að fá verkjatöflur í heimilisapótekið. Góði minn, viltu ekki tala við hann Aðalstein lækni sagði konan við mig. Með miða í höndunum mætti ég svo við afgreiðsluna þar sem þessi vinsamlega kona afgreiddi svo þennan sveitamann með bros á vör. Svona voru nú fyrstu kynni mín af henni Guðjónu á Sturlu-Reykj- um og þau breyttust ekki við auk- in fjölskyldutengsl og nánari kynni. Þó örlögin hafi stundum barið harkalega að dyrum hjá henni þá átti hún ávallt þetta höfð- inglega fas og hógværð sem ein- kenndi ávallt hennar framkomu. Þannig viljum við muna hana sem eftir stöndum, blessuð veri minn- ing hennar. Ástvinum hennar og afkomend- um sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Guðmundur á Bjarnastöðum. Hún Guðjóna er látin, eftir erfið veikindi. Mig langar að minnast hennar með nokkrum orðum. Við hittumst sl. sumar þegar ég fór í heimsókn á Dvalarheimilið í Borg- arnesi að hitta gamla kunningja og vini. Þá fannst mér hún vera orðin ósköp þreytt, en ekki kvart- aði hún. Ég kynntist henni í gegn- um eiginmann hennar Kristleif Jóhannesson. Hún var mjög falleg og góð manneskja, þar að auki var hún héraðshjúkrunarfræðingur og vann á heilsugæslunni á Klepp- járnsreykjum af lífi og sál. Þess nutum við þegar ungur sonur okk- ar datt í Snorralaug, en það var nýbúið að láta renna í hana. Hann fékk þriðja stigs bruna og var brenndur upp að höndum. Það var ekkert bað í íbúðinni okkar í Reykholti og vætti ég handklæði, sem ég vafði utan um hann þegar ég var búin að klippa fötin utan af honum. Dreif mig niður að Kleppj- árns-reykjum og ruddist þar inn á heimili héraðslæknisins Aðal- steins og Halldóru konu hans og þar var hann settur í baðkerið í kælingu og þar var hann í marga klukkutíma. Guðjóna og Aðal- steinn komu með jöfnu millibili til að líta á hann og það er þeim að þakka að það sér ekki á honum. Hún var mikill mannvinur og fylgdist mjög vel með börnum og kom því leiðar t.d. að börnin í Grunn-skólanum fengu morgun- mat í stað síðdegishressingar, sem varð til þess að öll fengu þau að borða að morgni dags, en sum þeirra áttu langa ferð að baki í skólabíl og ekki alltaf haft tíma til að matast áður en lagt var í hann. Við hjónin fórum með þeim og fleiri vinum úr Reykholtsdal eitt sinn á Arnarvatnsheiði og var það meiriháttar upplifun að vera með þeim þar. Karlar og krakkarnir veiddu silung, en konurnar tíndu fjallagrös og nutu þessi í ríkum mæli að dvelja úti í náttúrunni. Kvöldin voru notuð til þess að kveðast á, fara með kvæði, segja sögur og syngja. Kristleifur var brúarsmiður og átti stórt tjald þar sem allir gátu verið á kvöldin. Kristleifur sá um byggingar skól- ans í Reykholti og oft þurfti hann að koma að kvöldi til, m.a. til þess að ræsa rafmótorinn, því raf- magnið fór oft af á fyrstu árum okkar þar, þá kom hann við hjá okkur. Einnig vorum við á Costa del Sol samtímis þeim og fórum í margar skoðunarferðir og út að borða með hópnum, en það voru fern hjón og fjögur börn saman þarna úr Reykholtsdal. Eitt sinn man ég eftir að Guð- mundi Kjerúlf varð ómótt í einni skoðunarferðinni inni á veitinga- stað og fór út til þess fá frískt loft og settist við borð undir þaki og þegar við komum út þá leist okkur ekki á blikuna því hann var grænn í framan og Guðjóna sagði „Þú ert grænn í framan, Guðmundur“, en í sama mund varð henni litið upp og þá sá hún hvers kyns var, þakið var grænt en hitastig var 40 gráð- ur. Við héldum hópinn flesta daga og komum alltaf saman á grasflöt, sem var við hótelið og kölluðum hana tjaldstæðið og þar var margt skemmtilegt brallað. Minningarnar eru margar og allar góðar. Ég sendi eftirlifandi sonum, tengdadætrum, barnabörnum, langömmubörnum og öðrum að- standendum mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning hennar. Sigríður Bjarnadóttir. Dalurinn okkar verður ekki samur eftir að Guðjóna á Sturlu- Reykjum er gengin. Hann liggur eins og aðrir dalir Borgarfjarðar út frá miðju héraðsins, Reykja- dalsáin liðast svo fögur um hann og reykjarbólstrarnir stíga upp og ljóstra upp um dýrmæti jarðarinn- ar, sem víða býr hér við fætur okk- ar. Guðjóna var borin og barnfædd í Grindavík, hafði kynnst ástinni sinni, Kristleifi Jóhannessyni á Sturlu-Reykjum, og flust með honum heim i heiðardalinn hans. Hún var hjúkrunarkona af gamla skólanum og ég kynntist henni fyrst þegar ég átti leið til læknisins á Kleppjárnsreykjum. Hún var konan bak við lúguna litlu, sem kannaði gesti biðstof- unnar, heilsaði öllum með glað- værð og hlýju og ég fann strax að hún myndi leysa mín mál. Eftir nokkrar heimsóknir á litlu biðstof- una var mér ljóst að hún lét sig varða um velferð hvers og eins og átti rif undir ráði hverju. Hún var eftirtektarverð manneskja, svo fallega til höfð, með uppsett hárið í hvíta sloppnum. Meira að segja inniskórnir voru fallegir og alveg í stíl við hvíta sloppinn. Guðjóna hafði lært hjúkrun áð- ur en hún hóf búskap með Krist- leifi, en þegar barnastússið var um garð gengið, gekk hún til liðs við héraðslækninn og starfaði utan heimilis fram að starfslokum. Hennar störf voru ekki tíunduð á torgum, enda bundin trúnaði, en við vitum að hún beitti sér alls staðar þar sem hennar liðs var að vænta, fyrir bættri stöðu skjól- stæðinga sinna og framförum í lýðheilsu. Hún kvað fast að orði þegar henni sýndist leiðsagnar þörf, en virti í sömu andrá sjálf- stæði og frelsi einstaklingsins. Ferskur andblær sjávarþorpsins einkenndi framgönguna og hún kunni betur en margur að njóta lífsins og horfa á það, sem var já- kvætt og skipti máli fremur en ag- núa og mannlegan breyskleika. Hennar háttur var að taka sjálfa sig ekki alltof alvarlega og gera mest grín að sjálfri sér. Hún tók meira að segja stundum í nefið, þessi mikli bindindis- og heilsufor- kur. Seinna auðnaðist mér að eiga með Guðjónu margar gefandi ánægjustundir yfir kaffibolla og spjalli um heima og geima. Hún var alltaf að lesa eitthvað spenn- andi, hafði gullfallegar flíkur á prjónunum og vildi endilega leyfa manni að hlusta á fallegu tónlist- ina, sem hún hafði nýlega uppgötv- að, smakka á góðgæti, eða kíkja á blómin, sem hún hafði komið fyrir af listfengi og myndarskap. Fjöl- skyldan mín öll á ótalmargt að þakka. Nú reynir á okkur, sem eft- ir stöndum að halda uppi merkjum Guðjónu og allra þeirra kvenna sem á sama hátt og hún ruddu brautina fyrir okkur og mótuðu samfélagið af trúmennsku, fram- sýni og óeigingirni. Ég kveð mæta vinkonu með orðum móður minn- ar, Sigríðar Kr. Jónsdóttur. Frá upphafi byggðar íslensk kona örlagaþráðinn spann, uppistöðu og ívaf greiddi óf fyrir son og mann. Kærleikans hlýju kostum gæddi klæðið sem hún vann. – Óvígðri skikkju ennþá bregður yfir sinn heimarann. Jónína Eiríksdóttir. Það er margt sem kemur upp í hugann þegar Guðjóna vinkona mín er kvödd. Við kynntumst sem ungar konur í blóma lífsins. Aðal- steinn, maðurinn minn, var ráðinn héraðslæknir á Kleppjárnsreykj- um og Guðjóna síðan sem hans hægri hönd. Það var héraðinu dýr- mætt og Aðalsteini mikill styrkur að hafa menntaða hjúkrunarkonu í starfi. Var hún daglegur gestur á okkar heimili, þar sem læknastof- an var jafnframt til húsa. Það var okkur mikil hvatning að kynnast Guðjónu og Kristleifi, þessum yndislegu og samhentu hjónum, þar sem við komum og settumst að í ókunnugu umhverfi. Dæturnar löðuðust að þeim og litu á Guð- jónu sem sína nánustu frænku, eða ömmu. Gauja amma segja þær enn og minnast góðra stunda í eldhúsinu á Sturlu-Reykjum þar sem borið var fram heitt kakó og smákökur. Hlátrasköllin óma í minningunni. Gleðin í kringum Guðjónu, kímnigáfan, tilsvörin og hin heilbrigðu viðhorf og þroski sem hún bar með sér rifjast auð- veldlega upp. Já, allar gleðistund- irnar. Líka stundir þar sem lífsins alvara var rædd og dýrmæt sam- staðan þegar tekist hefur verið á við sorgina, sem fáa sniðgengur. Þegar tók að hægjast um í dag- legu amstri fórum við í árlegar menningarreisur til Reykjavíkur. Trúlega voru þetta yfir tuttugu skipti. Fórum í óperu eða leikhús, út að borða og buðum fólki í heim- sókn þar sem við gistum á Hótel Sögu. Aldrei hefur borið skugga á dýrmæta vináttu fjölskyldnanna. Enn drekka dætur mínar, tengdasynir, börn þeirra og barnabörn Gauju kakó og rifja upp skemmtileg atvik og frásagn- ir góðrar vinkonu. Á fjölbreytilegu ferðalagi lífs- ins er vináttan það dýrmætasta sem nokkur maður eignast. Þeg- ar kemur að leiðarlokum er erfitt að kveðja, jafnvel þótt ljóst hafi verið að senn styttist í brottfar- ardag. Elsku Guðjóna, ég þakka þér allar þær góðu stundir sem þú hefur gefið. Gjafmildi þín og vin- átta hefur verið mér dýrmæt. Ég veit að þú varst farin að hlakka til þessarar löngu ferðar sem bíður okkar allra en ekkert okkar þekk- ir. Eftir erfitt tímabil sorgar og veikinda hverfur þú í faðm þeirra sem þú hefur saknað. Þín vinkona, Halldóra. Elsku Gauja. Við systurnar eigum margar góðar minningar um þig. Það var alltaf gott að koma á Sturlu- Reyki til ykkar Krilla, þar sem andrúmsloftið einkenndist af hlýju og góðri kímnigáfu. Fátt fengum við betra í æsku en Gauju-kakó og Gauju-grjóna- graut. Eldhúskrókurinn ykkar var oft þéttsetinn og þar mikið spjallað og hlegið. Hjá ykkur leið okkur alltaf svo vel. Á æskuárum vorum við oft í pössun hjá ykkur Krilla og minn- umst við gróðurhúsanna, sund- laugarinnar, heita pottsins og fal- lega garðsins þíns með hlýhug. Á þrettándanum var hefð að við fjölskyldan mættum á Sturlu- Reyki í fínar kökur og dásamlegt Gaujukakó. Þú varst alltaf dugleg að taka myndir og hafðir mynda- vélina með þér hvert sem þú fórst, eiginlega er fjölskyldual- búmið okkar að hluta til hjá þér. Það er óhætt að segja að þið Krilli reyndust okkur sem amma og afi. Við nutum góðs af prjónahæfi- leikum þínum, kæra Gauja. Til að byrja með prjónaðir þú fallega kjóla á dúkkurnar okkar, seinna meir fengu börnin okkar fallegar flíkur frá þér. Síða, fallega hárið þitt og „Gaujuhnúturinn“ vakti alltaf mikla hrifningu hjá okkur systr- unum. Dáleiddar horfðum við á meðan þú greiddir og settir upp í hnút. Alltaf var stutt í hláturinn hjá þér og kímnigáfan alveg framúrskarandi og voru þau ófá skondin og skemmtileg viður- nefnin sem við systurnar fengum. Þið mamma lentuð báðar í því að missa maka ykkar allt of snemma. Á milli ykkar mömmu mynduðust vinabönd sem urðu enn sterkari eftir því sem árin liðu. Þín verður sárt saknað af okkur öllum, en umfram allt eig- um við yndislegar minningar og erum þakklátar fyrir að þú varst þátttakandi í lífi okkar. Við vottum Jonna, Snorra og fjölskyldum, og fjölskyldu Nóna, okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Brynja, Guðríður, Áslaug og Halldóra Aðalsteinsdætur. Guðjóna Jósefína Jónsdóttir ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTJÖNU ÞÓRHALLSDÓTTUR, Reykjaheiðarvegi 6, Húsavík. Sérstakar þakkir til alls þess góða fólks á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga fyrir frábæra umönnun. Einnig til yndislegra nágranna á Torginu á Húsavík. Þórhallur Björnsson, Sigríður Björg Sturludóttir, Þorkell Björnsson, Hulda Guðrún Agnarsdóttir, Arnar Björnsson, Kristjana Helgadóttir, ömmubörn, langömmubörn og aðrir aðstandendur. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HARALDUR ÞÓRIR THEODÓRSSON fv. verslunarmaður, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 28. nóvember, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 12. desember kl. 13.00. Guðjón Haraldsson, Sigríður Siemsen, Þórir Haraldsson, Mjöll Flosadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir allan þann stuðning og hlýhug sem við höfum notið við andlát og útför BALDURS JÓHANNESSONAR verkfræðings og einnig þakkir til þeirra mörgu lækna og hjúkrunarfólks sem komu að veikindum hans gegnum árin og fram á síðasta dag. Elínborg Kristjánsdóttir og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.