Morgunblaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 51
MINNINGAR 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2011
Kveðja frá Tón-
listarskóla Kópavogs
Ferskir vindar fylgdu Fjölni
Stefánssyni, tónskáldi, þegar
hann tók við stöðu skólastjóra
Tónlistarskóla Kópavogs haust-
ið 1968. Við tók mikið vaxtar-
skeið skólans, námsskipulag
var endurskoðað, lagður grund-
völlur að öflugum skóla með
stofnun undirbúningsdeildar og
kennsluhættir festir í sessi sem
hafa í stórum dráttum haldist
fram á þennan dag. Fjölnir lað-
aði til sín öflugt kennaralið og
vann ötullega og af ástríðu alla
tíð að uppbyggingu skólans
ásamt sínu nánasta samstarfs-
fólki. Hann hafði ákveðnar
skoðanir, var röskur til verka
og hafði umfram allt mikinn
metnað fyrir skólans hönd.
Framganga hans á mikilvægu
mótunarskeiði tónlistarskólans
reyndist dýrmæt fyrir skólann
og bæjarfélagið allt.
Iðulega var glatt á hjalla í
kringum Fjölni. Hann var kátur
og félagslyndur, húmoristi og
sögumaður góður og stutt var í
smitandi hláturinn. Hann fylgd-
ist vel með, var forvitinn um
nýjungar í kennslu og alltaf
með opinn huga fyrir nýjum
stefnum og straumum í faginu.
Fjölnir veitti innblástur sem
kennari. Þeir eru ófáir teoríu-
tímarnir sem sitja ljóslifandi í
minningunni, þar sem opinber-
aðir voru leyndardómar Bach-
kórala eða föndrað með íslensk-
an þjóðlagaarf. Fyrir undirrit-
aðan reyndist leiðsögn hans
afar gott veganesti til frekara
náms og starfs og fyrir það vil
ég þakka.
Fjölnir lét af störfum fyrir
aldurs sakir árið 2000. Þá var
skólinn nýfluttur í glæsilegt
framtíðaraðsetur sitt í Tónlist-
arhúsinu. Það var merkur
Fjölnir Stefánsson
✝ Fjölnir Stef-ánsson fæddist
í Reykjavík 9. októ-
ber 1930. Hann lést
á heimili sínu í
Kópavogi 24. nóv-
ember 2011.
Útför Fjölnis fór
fram frá Fossvogs-
kirkju 9. desember
2011.
áfangi í málefnum
tónlistarfræðslu-
nnar í Kópavogi og
ánægjulegt fyrir
hann að líta yfir
ævistarfið við þau
tímamót.
Fyrir hönd Tón-
listarskóla Kópa-
vogs og starfsfólks
flyt ég Arndísi og
fjölskyldunni allri
okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Fjölnis Stef-
ánssonar verður minnst með
virðingu og þökk.
Árni Harðarson.
Kveðja frá Tónskáldafélagi
Íslands
Fjölnir Stefánsson tónskáld
er látinn. Hann var áberandi í
tónlistarlífi Íslendinga á sinni
starfsævi ásamt því að vinna að
ýmsum hagsmunamálum tón-
listarmanna.
Eftir Fjölni liggur fjölbreytt
safn tónverka, m.a. fjöldi söng-
laga, kammerverk, kórverk og
hljómsveitarverk.
Hann starfaði að félagsmál-
um tónskálda og sat m.a. í
stjórn Íslenskrar tónverkamið-
stöðvar og í stjórn STEFs, auk
þess sem hann var einn af
stofnendum tónlistarsamtak-
anna Musica Nova á sínum
tíma.
Fjölnir var skólastjóri Tón-
listarskóla Kópavogs í rúma
þrjá áratugi og byggði upp fjöl-
breytta kennsluskrá fyrir
grunn- og framhaldstigið. Sem
dæmi um framsýni hans lagði
hann grunn að skipulögðu raf-
tónlistarnámi með stofnun Tón-
vers Tónlistarskólans í Kópa-
vogi – sem í dag er snar þáttur
í starfi skólans og almennri tón-
listarmenntun.
Fjölnis verður ávallt minnst
fyrir hans framlags til íslenskr-
ar tónlistar og menntunar á
sviði tónlistar og síðast en ekki
síst fyrir hlýtt viðmót og góðan
félagsskap.
Við félagar í Tónskáldafélagi
Íslands þökkum Fjölni fyrir
samveruna og samstarfið í
gegnum tíðina og vottum fjöl-
skskyldu hans okkar innileg-
ustu samúð.
F. h. Tónskáldafélags Ís-
lands,
Kjartan Ólafsson, formaður.
Látinn er í Kópavogi Fjölnir
Stefánsson tónskáld og fyrrum
skólastjóri Tónlistarskóla
Kópavogs. Undirritaður átti
þess kost að starfa með Fjölni
um þriggja áratuga skeið við
Tónlistarskóla Kópavogs sem
formaður skólanefndar skólans
og á um það samstarf ljúfar og
ánægjulegar minningar. Fjölnir
stundaði nám í sellóleik í Tón-
listarskólanum í Reykjavík en
sneri sér síðan að tónsmíð-
anámi undir handleiðslu Jóns
Þórarinssonar og lauk prófi frá
skólanum 1954. Á árunum 1954
til 1958 stundaði hann síðan
framhaldsnám í London í tón-
smíðum hjá Matyas Seiber,
mikilsvirtum kennara. Seiber
kynnti Fjölni m.a. tólftóna-
tækni Schönbergs og hreifst
hann mjög af þeirri tegund tón-
listar og notaði þá tækni í
mörgum tónsmíða sinna, senni-
lega fyrstur Íslendinga.
Að loknu námi í London hóf
Fjölnir störf við Tónlistarskól-
ann í Reykjavík en 1968 var
hann ráðinn skólastjóri Tónlist-
arskóla Kópavogs og gegndi því
starfi til ársins 2000 er hann fór
á eftirlaun. Skólinn var þá ung-
ur að árum og starfsemin lítt
mótuð. Kom það í hlut Fjölnis
að móta starf skólans og skipu-
lag og átti hann um það starf
nána samvinnu við yfirkennara
skólans, Kristin Gestsson pí-
anóleikara, en þeir Fjölnir voru
miklir vinir frá árunum í Lond-
on er báðir voru þar við nám.
Höfðu þeir m.a. skipulag tón-
listarkennslu á Englandi sem
fyrirmynd og gafst það vel.
Fjölnir hafði mikinn metnað
fyrir hönd Tónlistarskólans í
Kópavogi og vildi veg hans
ávallt sem mestan og að þar
væru ávallt hinir færustu kenn-
arar. Áður en störfum Fjölnis
lauk við skólann var hann kom-
inn í nýtt framtíðarhúsnæði í
hjarta Kópavogs og var það
honum mikið gleðiefni. Fjölnir
var vinsæll meðal nemenda og
kennara skólans og naut virð-
ingar þeirra fyrir störf sín.
Tónsmíðar Fjölnis er ekki
sérlega miklar að vöxtum en
þeim mun vandaðri og áhuga-
verðari. Tími til tónsmíða var
ekki mikill í erilssömu starfi.
Er þar um að ræða sönglög
með píanóundirleik, ma. útsetn-
ingar á íslenskum þjóðlögum,
píanóverk, kammerverk (m.a.
fiðlusónötu frá námsárunum)
og eitt stórt hljómsveitarverk,
Kóplon (samið í Kópavogi og
London). Tónsmíðar Fjölnis
eru oftar en ekki knappar í
formi og engum tón ofaukið.
Minnir það á tónskáld er hann
hafði í miklum metum, Anton
Webern.
Ég sendi að lokum Arndísi
og dætrunum mínar innilegustu
samúðarkveðjur. Fjölnir var
maður sem gott er að minnast.
Runólfur Þórðarson.
Ég hef lengi haft uppi við
gamla ljósmynd af tveimur
drengjum, sem tekin var á út-
mánuðum ársins 1938. Þeir eru
á 7. og 8. ári, staddir á túnblett-
inum við heimili sitt í Þingholt-
unum, á Laufásvegi 25. Þeir
heita Fjölnir sá eldri, og Einar
sá yngri. Þeir eru klæddir að
þeirrar tíðar hætti, báðir í
peysum, Fjölnir í pokabuxum,
Einar í stuttbuxum; Fjölnir
með skátabelti og lyftir fingr-
um til skátakveðju. Þeir hafa
lagt hendur yfir axlir hvor ann-
ars, glaðir í bragði. Liðinn vet-
ur hafa þeir sótt tímakennslu
og lært að lesa; framundan var
Miðbæjarbarnaskólinn við
Tjörnina. Þeir voru fjarska
samrýmdir þessir drengur, báð-
ir einbirni foreldra sinna.
Foreldrar drengjanna höfðu
þá í nokkur ár búið í e.k. sam-
býli: Á neðri hæð foreldrar
Fjölnis, Hanna og Stefán, á efri
hæð foreldrar Einars, Inga og
Halldór. Það er innangengt um
sömu útidyr og opið á milli
hæða. Svona gat fólk búið í
„gamla daga“ í sátt og sam-
lyndi. Þetta var fólk, sem deildi
auðveldlega með sér hugðarefn-
um á ýmsum sviðum menning-
ar, ekki sízt tónlistar, þar sem
húsráðendur á neðri hæð höfðu
komið sér upp „græjum“:
grammófón með gríðarstórri
trekt, og buðu til sín nágrönn-
um á efri hæð að hlýða á Bach
og Beethoven og aðra meistara
í klassík. Síðan kom þetta fólk
iðulega saman á kvöldin í
„Garðó“ hjá Erlendi til að
spjalla saman um lífið og
listina. Átti það meira að segja
að liggja fyrir okkur félögum að
kynnast þeim öðlingsmanni og
eignast vináttu hans.
Þannig þróaðist fagurt
mannlíf á þessum árum fyrir
stríð og drengirnir nutu þess,
óaðskiljanlegir vinir og leik-
félagar. Ekkert breyttist í þeim
efnum, þótt þræðir slitnuðu að
öðru leyti. Þá er Einar fluttist
alfarið til ömmu og afa í húsinu
við hliðina, áttu þeir Fjölnir
ótalin sporin milli heimila og
kölluðu það að fara „út í hús“.
Tíðum léku þeir sér – ekki að
stráum – heldur einkum og sér
í lagi að tindátum, og ekki
spillti, að Fjölnir hafði eignazt
forláta leikfang: veglegan tré-
kastala í miðaldastíl, sem vakti
ósvikna hrifningu. Og mikil var
gleðin vorið, þegar báðir dreng-
irnir voru setztir upp á fyrstu
tvíhjólin sín!
Áfram leið æskutíð og ný
áhugamál komu í samræmi við
aldurinn: Fyrstu leikhúsferðir,
þegar okkur bauðst að sjá óper-
ettur ógleymanlegar, – „Meyja-
skemmuna“ og „Nitouche“, þar
sem mæður okkar áttu hlut að;
bíóferðir urðu tíðar á stríðsár-
unum; síðar um alllangt skeið
stunduðum við skáktaflið dag-
inn út og daginn inn, og fengum
meira að segja þjálfun hjá
grónum skákmönnum, Stefáni,
föður Fjölnis og Einari, afa
mínum.
Nú er Fjölnir æskuvinur
minn fallinn frá að loknu heilla-
drjúgu ævistarfi í þágu tónlist-
arinnar, sem var höfð í háveg-
um á æskuheimili hans. Ég
þakka með trega við leiðarlok
alla hina góðu og minnisstæðu
daga. Gamla myndin mín minn-
ir mig einlægt á þá sælutíð.
Kæra Arndís, þér og dætr-
unum, Ingibjörgu, Þorberu og
Brynhildi, og systkinum Fjölnis
sendi ég innilegar samúðar-
kveðjur.
Einar Laxness
Það var snemma sumars
1957 sem ég heyrði Fjölnis
Stefánssonar fyrst getið. Vin-
kona mín, Arndís, dvaldi í
London og skrifaði mér bréf og
sagði mér frá þessum manni,
sem var í námi í London.
Greinilegt var að hún hafði
kynnst manni, sem hafði snert
tilfinningar hennar. Nokkru
síðar kynntist ég Fjölni, þá
voru þau orðin hjón. Arndís og
Fjölnir bjuggu í lítilli íbúð í
húsi foreldra Fjölnis. Það sem
fyrst vakti athygli mína í fari
Fjölnis, var hversu skemmtileg-
ur hann var. Nokkrum árum
seinna urðum við, að þeirra til-
stuðlan, nágrannar í Kópavogi.
Þá kynntist ég Fjölni best.
Hann var sérlega þægilegur í
allri umgengni, vildi hvers
manns götu greiða, sá björtu
hliðarnar á tilverunni og var
ekki með vol né víl þó á móti
blési.
Hann lifði hamingjusömu
fjölskyldulífi, dáði konu sína og
þrjár yndislegar dætur. Hann
var léttur í skapi, sagði sögur,
ógleymanlegar sögur, sem hafa
ennþá það gildi að maður getur
rifjað þær upp og ornað sér við
í minningunni. Það var aldrei á
neinn hallað. Þess þurfti ekki,
aðeins glettnislegt blik í aug-
unum við frásögnina.
Mér er minnisstæð ein saga.
Móðir Fjölnis, Hanna Guðjóns-
dóttir, hélt kaffiboð. Í þessu
boði var kona sem nýlega hafði
verið viðstödd brúðkaup. Varð
henni mjög tíðrætt um fegurð
brúðarinnar. Þegar Fjölni
fannst nóg komið sagði hann
við konuna „það er greinilegt
að þú hefur ekki verið í mínu
brúðkaupi“. Hann var skjótur
til svars, ef honum fannst þess
þurfa með.
Fyrir fjórum árum, við erf-
iðar aðstæður í fjölskyldu
minni, stakk sonur minn upp á
því að við skyldum gera okkur
dagamun. Við skyldum heim-
sækja Addý og Fjölni, en þau
voru þá stödd í sumarbústaðn-
um sínum austur í Biskups-
tungum. Þarna eyddum við
dagstund í góðu yfirlæti. Veit-
ingar hjá húsmóðurinni, sem
hún ein gat töfrað fram og hús-
bóndinn sagði sögur. Sennilega
hafa þau hjón aldrei gert sér
grein fyrir hvað þessi dagur
varð okkur dýrmætur. Þau voru
svo samhent í gjöfum sínum til
annarra, sem leiddi til þess að
gott var að vera í návist þeirra.
Nú er sögumaðurinn Fjölnir
Stefánsson horfinn úr okkar
jarðvistarlífi, en góðu minning-
arnar um hann lifa í hugum
okkar, sem eftir sitjum. Ég og
fjölskylda mín vottum þér,
elsku Addý, og börnum þínum
okkar innilegustu samúð. Megi
sú minning og það ljós sem
Fjölnir Stefánsson skilur eftir
verða ykkur huggun í sorg ykk-
ar og söknuði.
Sólveig Kristinsdóttir.
Fyrir réttum 44 árum keyptu
fimm hjón jörðina Bergstaði í
Biskupstungum. Sumarland þar
sem draumurinn um tómstundir
með hrossum og ræktun gróð-
urs átti að rætast, mannrækt
fjarri amstri hversdagsins.
Grímur sem kvaddur er í dag
var einn þeirra.
Aðeins tveim árum eftir
kaupin á Bergstöðum féll faðir
okkar frá. Þá stóðum við systk-
inin ung og óráðin ásamt móður
okkar frammi fyrir því að
ákveða hvort halda ætti áfram
því starfi sem hafið var. Áfram
var haldið og næstu árin var
Grímur ásamt öðrum Berg-
staðabændum okkur unga fólk-
Grímur
Guðmundsson
✝ Grímur Guð-mundsson,
stofnandi og fyrrv.
forstjóri Íspan
glerverksmiðju,
fæddist í Reykja-
vík 15. ágúst 1925.
Hann lést á elli- og
hjúkrunarheim-
ilinu Seljahlíð í
Reykjavík 27. nóv-
ember sl.
Útför Gríms fór
fram frá Digraneskirkju 9. des-
ember 2011.
inu hollir ráðgjafar.
Fús að hjálpa og
leiðbeina, sérstak-
lega varðandi bygg-
ingarframkvæmdir.
Má því segja að
nærvera þeirra á
Bergstöðum, sem
aldrei bar skugga á,
hafi hjálpað okkur
mikið við að láta
drauminn um sum-
arlandið rætast.
Fyrir það er ljúft að þakka þeg-
ar komið er að þessum tímamót-
um.
Sambúð ábúenda á Bergstöð-
um hefur verið til mikillar fyr-
irmyndar allan þennan tíma.
Vinahópurinn sem kom að kaup-
um jarðarinnar í upphafi tengd-
ist þá sérstaklega vegna áhuga á
hestamennsku. Þegar áhugi
Gríms á hestamennskunni
minnkaði, kom annað í staðinn.
Þegar frá leið var það staðurinn
og dagleg viðfangsefni sem tóku
við. Sannast hefur að það var
mikið gæfuspor að eignast
Bergstaði sem samastað í sveit-
inni fögru í Biskupstungum. Af-
komendur þessara fjölskyldna
hafa tekið miklu ástfóstri við
sveitina og erum við þakklátir
forsjóninni sem leiddi þessa vini
saman til góðra verka fyrir 44
árum. Grímur var alla tíð ein-
lægur í áhuga sínum fyrir vel-
ferð Bergstaðamála og í seinni
tíð þegar heilsan fór að gera
honum erfitt fyrir þá lét hann
aka sér austur nokkrum sinnum
á sumri til þess að fylgjast með.
Grímur var höfðingi heim að
sækja, hann var og maður fram-
kvæmda og vildi gjarna láta
verkin tala. Á fyrstu árunum í
sveitinni, ennþá starfsmaður hjá
J. Þorláksson og Norðmann,
hafði hann fengið, fyrir lítið,
mikið magn af sóleyjargulri
epoxiþakmálningu. Af mikilli
hagsýni voru öll húsþök á Berg-
stöðum, jafnt á útihúsum sem
nýreistum sumarhúsum, máluð
sóleyjargul og blöstu við sveit-
inni langt að. Þannig hafa þau
verið máluð aftur og aftur með
nýrri gulri málningu allt fram á
síðasta ár. Sagt var að hlaðan og
fjárhúsin á Bergstöðum hefði
verið eitt af kennileitunum
sveitarinnar.
Margra ánægjustunda er að
minnast frá sumarlandinu sem
nú safnast í minningabókina og
vekja hlýhug í garð höfðingj-
anna sem nú hafa öll safnast til
feðranna.
Við þurfum áfram að standa
vörð um velferð staðarins og
halda við þeim anda sem ein-
kennt hefur sambúðina á Berg-
stöðum.
Við vottum öllum afkomend-
um Gríms samhug okkar við frá-
fall hans.
F.h. Sæmundsen-systkinanna
á Bergstöðum,
Einar E. Sæmundsen.
Það er meðal elstu minninga
minna frá bernskunni sem ég
man eftir Grími. Afi minn, Jón,
og hann voru góðir vinir og báð-
ir í hestamennskunni auk þess
sem þeir vinirnir og faðir minn
áttu saman hesthús í hinu fræga
Glaðheimahverfi í Kópavogi um
langt skeið. Þannig er meðal
fyrstu minninga minna sem
smákrakki að ég kom með for-
eldrum mínum á hestamanna-
mót þar sem fyrir voru afi og
Grímur í tjaldi. Þarna voru þeir
að sýna hrossin sín og sjá aðra.
Mér er sérstaklega minnis-
stætt að Grímur var þeirrar
gerðar að við krakkarnir löðuð-
umst að honum þar sem hann
sýndi okkur áhuga og talaði við
okkur. Ekki var síðra að á þess-
um árum var ekki mikið um sæl-
gæti eins og nú er orðið, en
Grímur var ávallt með eitthvert
góðgæti á sér til að gauka að
okkur. Þannig varð þetta að sér-
stökum hátíðum að auki við ann-
að að hitta Grím.
Grímur var mjög elskulegur
maður í allri framkomu og al-
úðlegur. Minnist ég ekki annars
en að hann vildi hvers manns
götu greiða væri eftir því leitað
og í valdi hans að veita. Þannig
var einnig um Elínu konu hans
farið. Það var ávallt tekið höfð-
inglega á móti okkur og af mik-
illi vinsemd á heimili þeirra
hjóna, hvort sem það var í sum-
arhúsinu að Bergsstöðum eða í
Kópavoginum. Þá verður ekki
annað sagt en að börn Gríms
hafi erft það besta af þessu öllu,
enda leitun að öðrum eins
mannkosta öðlingum og þau eru.
Grímur var alltaf kátur og
brosmildur á þessum stundum.
Hann hafði kynnst ótal mörgum
um ævina og var hann óspar á
sögur af ýmsum skondnum at-
burðum sem tengdust hinum
ólíkustu mönnum. Þannig hafði
hann gott lag á að segja frá og
túlka atburðina og gæða þá lífi
þannig að maður sá þá ljóslif-
andi fyrir sér á meðan hann
sagði frá með dillandi hlátri. Að
leita til Gríms á skrifstofu hans
varð því að hinni bestu skemmt-
an í bland við erindið.
Við það að slíkur maður sofni
svefninum langa mátti kannski
fara að búast við úr þessu í ljósi
þess að Grímur hafði lokið
löngum ævidegi. Þrátt fyrir það
þá er það fjölskyldum ávallt
nokkuð áfall, ekki hvað síst þeg-
ar maður sem hann á í hlut. Því
er nú stórt skarð hoggið í fjöl-
skyldugarð Gríms sem verður
ekki fyllt á ný. En það þarf ekki
að örvænta, því Drottinn segir
um efsta dag í fimmta kafla
Guðspjalls Jóhannesar:
„þegar allir þeir, sem í gröf-
unum eru, munu heyra raust
Hans og ganga fram, þeir, sem
gjört hafa hið góða, munu rísa
upp til lífsins“.
Í trausti þessa fyrirheits
frelsarans getur glæsilegi hóp-
urinn hans Gríms vonast til að
hitta hann á ný í himneskum
heimkynnum í fyllingu tímans.
Þangað til verðum við sem eftir
lifum að minnast góðs manns og
þakka allar góðu stundirnar og
þreyja þorrann með Guðs styrk.
Ég sendi glæsilega hópnum
hans innilegar samúðarkveðjur
og bið þeim Guðs blessunar og
styrks. Megi Grímur hvíla í
friði.
Þorsteinn Halldórsson.
Ég minnist Gríms með hlý-
hug. Það var fyrir allmörgum
árum sem hann pabbi minn, sem
lést fyrir tveimur árum, byrjaði
að vinna í Íspan hjá Grími Guð-
mundssyni. Þar leið honum vel
frá fyrsta degi og fannst alltaf
jafn skemmtilegt að fara í vinn-
una á morgnana, enda auðnaðist
honum að starfa þar fram yfir
áttrætt. Grímur hafði þetta
hlýja viðmót og notalegu nær-
veru, og hefur það einnig fylgt
börnum hans. Ég þakka fyrir
allt það góða sem hann gerði
fyrir pabba og okkur fjölskyld-
una. Nú hittast kátir karlar.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(Vald. Briem)
Sendi ég fjölskyldunni sam-
úðarkveðjur.
Una Guðlaug Haraldsdóttir.