Morgunblaðið - 10.12.2011, Side 56

Morgunblaðið - 10.12.2011, Side 56
Á efnisskrá aðventutónleika Söngfjelagsins verður fjölbreytt blanda af innlendum jafnt sem erlendum lögum sem tengjast aðventu og jólum. Frumflutt verður nýtt jólalag eftir Báru Grímsdóttur undir stjórn höf- undar. Einnig mun kórinn flytja Ave María eftir Gunnar Þórð- arson, sem sjálfur mun leika undir hjá kórnum á gítar. Fjölbreytt GUNNAR ÞÓRÐAR GESTUR 56 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2011 Í Allt með kossi vekur segirfrá Davíð, fjölskylduföður íReykjavík, sem finnur hjásér löngun til að skoða at- burð í lífi Elísabetar móður sinnar eftir að hann fær send gögn sem Láki, sambýlismaður hennar, átti. Hann vill komast að því hvað gerð- ist haustið 2003, þegar Elísabet og Láki áttu í miklu samneyti við hjónin Ingi- björgu og Jón. Davíð vill vita hver þáttur móð- ur hans og stjúpa var í ör- lögum hjónanna. Hvort Kossinn hafi gert þetta, Kötlugosið eða bara einfaldlega sjálfselska móður hans og djöfulgangur. Bókin hefst með teiknimynda- sögu um skilningstré góðs og ills og lífsins tré. Eftir henni hefst fyrsta bók en sjálf sagan skiptist í tvær bækur, aðskildar með Æv- intýrinu um Bláskegg konung. Síð- ari bók er svo klofin með teikni- myndasögu um konu að nafni Sól sem mætir örlögum sínum eitt kvöld. Skáldsagan Allt með kossi vekur er ekki auðmeltanlegt verk, hún situr í manni löngu eftir að lestri er lokið; upp koma myndir, atburð- ir, setningar eins og leiftur úr for- tíðinni sem þarf að velta aðeins fyrir sér til að skilja lífið og lest- urinn betur. Það er samt ekkert tormelt við þessa bók, textinn er lipur í lesningu og ekki langur. Sagan er bara svo efnismikil og margræð að hún gefur lesandanum endalaust eitthvað til að hugsa um og spá í. Guðrún Eva er meistari í marg- ræðum sögum sem fjalla um manneskjuna í nútímanum og það sem í henni býr. Elísabet og Ingi- björg eru ólíkar konur sem fara sínar leiðir, hvor á sinn hátt. Myndin sem Davíð dregur upp af móður sinni í þessari frásögn er af öflugri, lífsglaðri og sjálfselskri konu sem snýr öllum um fingur sér, spinnur örlagavef þeirra eftir sínum hentugleika. Láki er mynda- söguhöfundur, ljúfari en Elísabet m.v lýsingar Davíðs, en leikur með henni. Ingibjörg og Jón virðast vera venjuleg hjón í upphafi en inni í þeim býr ýmislegt, önnur sjálf, sem koma smám saman fram í sögunni og skolast svo af þeim í syndaflóði. Maður fer frá því að kunna ágætlega við þau yfir í að hafa andstyggð á þeim, líkt og Láka og Elísabetu. Yfir þessari sögu svífur mann- legur óhugnaður. Þetta er mar- traðakenndur heimur sem er auð- velt að sogast inn í og áður en lesandinn veit af er hann farinn að bryðja ösku. Guðrún Eva hefur enn og aftur skapað seiðmagnað skáldverk sem fellur seint í gleymsku. Seiðmagnað skáldverk Skáldsaga Allt með kossi vekur bbbbn Eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur. JPV 2011. INGVELDUR GEIRSDÓTTIR BÆKUR Morgunblaðið/Golli Margræður skáldskapur „Guðrún Eva er meistari í margræðum sögum sem fjalla um manneskjuna í nútímanum og það sem í henni býr.“ Hrafnhildur Arnardóttir myndlist- arkona, sem notar listamanns- nafnið Shoplifter, er ein fimm lista- manna sem hljóta sænsku Prins Eugen-verðlaunin í ár. Karl Gústaf Svíakonungur af- henti verðlaunin við athöfn í Stokk- hólmi í vikunni. Hrafnhildur, sem nam í New York og hefur verið bú- sett þar um árabil, hlýtur verðlaun- in fyrir framúrskarandi listsköpun; m.a. fyrir verk úr mannshári. Hrafnhildur hlaut í síðasta mán- uði hin virtu norrænu text- ílverðlaun fyrir árið 2011. Hrafnhildur hlaut Prins Eugen-verðlaunin Morgunblaðið/RAX Verðlaunahafi Hrafnhildur Arnardóttir starfar í New York. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Söngfjelagið nefnist nýstofnaður kór sem heldur sína fyrstu aðventu- tónleika í Háteigskirkju kl. 20.00 annað kvöld, sunnudag, undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar. Kórinn er að hluta skipaður kórfélögum sem sungið höfðu saman undir stjórn Marteins Hungers Friðrikssonar dómorganista, sumir hverjir í ríflega tvo áratugi. Aðrir kórfélagar koma úr ýmsum áttum, allt vant söngfólk. „Í Dómkórnum var dýrmætt sam- félag og þegar Marteinn féll frá urð- um við ansi munaðarlaus. Við vorum nokkur sem sungum með Hilmari Erni á aðventutónleikum í Landa- koti í fyrra. Þar kynntumst við hon- um og vinnubrögðum hans. Okkur langaði til að halda áfram að vinna með honum á þessum nótum og þannig varð Söngfjelagið til,“ segir Sigríður Kristinsdóttir, formaður Söngfjelagsins, þegar hún er spurð um tilurð kórsins. „Hilmar Örn er hálfgerður galdrakarl. Hann er einstaklega skapandi og fær listamaður sem nær að laða fram það besta í söngfólkinu. Jafnframt er hann bráðskemmti- legur og snillingur í að ná upp stemningu og byggja upp kórsam- félag. Það var það sem við þekktum og vorum að leita að í fari stjórn- anda,“ segir Sigríður og bætir við: „Í raun er það eins og andleg djúpnær- ing að mæta á kóræfingu.“ Að sögn Sigríðar er kórinn nú skipaður 44 félögum sem allir eiga það sameiginlegt að vera ýmist vant kórfólk eða tónlistarfólk sem les nót- ur og er að máta sig við kór í fyrsta sinn. „Það raðaðist mjög hratt í kór- inn. Líkt og í öðrum kórum fylltist fljótt í kvenraddirnar, en við höfum náð mörgum karlaröddum líka sem er mjög ánægjulegt,“ segir Sigríður. Spurð hvað sé framundan í starfi kórsins segir Sigríður stefnuna setta á Þjóðlagahátíð á Siglufirði í sumar. „Við munum þannig einbeita okkur að veraldlegri tónlist eftir áramót. Á næstu misserum hyggjumst við síð- an ráðast í verkefni af margvíslegum toga og flytja vandaða kórtónlist, en okkur þykir spennandi hvað Hilmar Örn hefur unnið með fjölbreytta tón- list í gegnum tíðina.“ „Andleg djúpnæring“  Söngfjelagið heldur sína fyrstu aðventutónleika  Hilmar Örn stjórnandi er hálfgerður galdrakarl Morgunblaðið/Sigurgeir S. Aðventa Sigríður Kristinsdóttir er formaður hins nýstofnaða Söngfjelags. Annað kvöld, sunnudagskvöld, held- ur stúlknakórinn Graduale Nobile árlega jólatónleika sína í Langholts- kirkju. Á tónleikunum flytur kórinn verkin Dancing Day eftir John Rut- ter og Ceremony of Carols eftir Benjamin Britten. Auk þessara verka verða fluttar nokkrar íslenskar jólaperlur á borð við Hátíð fer að höndum ein, Nóttin var sú ágæt ein, og Jólasöng. Stjórnandi kórsins er Jón Stef- ánsson og Elísabet Waage leikur með á hörpu. Í ár fagnar Graduale Nobile einn- ig útgáfu nýrrar geislaplötu sem inniheldur bæði Dancing Day og Ceremony of Carols og verður hún til sölu á tónleikunum. Þetta hefur verið annasamt ár hjá kórfélögum, sem hafa komið fram með Björk á tónleikum hér og í Englandi. Eftir tónleikana er tónleikagest- um boðið í heimabakaðar eð- alsmákökur að hætti kórfélaga sem vonast til að sem flestir gefi sér tíma til að slaka á og eiga notalega stund við kertaljós, jólatónlist og smákökur. Morgunblaðið/Jakob Fannar Graduale Nobile Stúlknakórinn heldur jólatónleika á morgun. Jólatónleikar og nýr diskur Söngsveitin Fílharmónía heldur að- ventutónleika með yfirskriftinni Hin fegursta rósin er fundin í Lang- holtskirkju á morgun, sunnudag, kl. 17 og aftur á þriðjudaginn kem- ur, 13. desember, kl. 20.00. Í mörg ár hefur Söngsveitin hald- ið tónleika á aðventu og jafnan lagt áherslu á að kynna fjölbreytileg verk sem henta til flutnings á þeim tíma árs. Í tilefni þess að í vor verða liðin 100 ár frá fæðingu dr. Róberts Abrahams Ottóssonar, stofnanda kórsins, verða fluttar á þessum tón- leikum raddsetningar hans á göml- um sálmalögum. Einnig verða flutt íslensk verk frá ýmsum tímum en það nýjasta er Svalt er á heimsins hjarni eftir Martein H. Friðriksson, sem stjórnaði Söngsveitinni 1976- 1980. Þá verða jafnframt flutt á tónleikunum erlend þekkt verk, sem tónleikagestir ættu að kunna vel að meta. Fastur liður aðventutónleikanna er að gestir sameinast í söng með kórnum í nokkrum lögum. Einsöngvari með kórnum er Giss- ur Páll Gissurarson. Steingrímur Þórhallsson leikur á orgel en stjórnandi er Magnús Ragnarsson. Morgunblaðið/Golli Söngsveitin Fílharmónía Fyrri að- ventutóleikarnir eru á morgun. Tónleikar Fílharmóníu Styrktarsjóður Svavars Guðnasonar listmálara og Ástu Eiríksdóttur Styrktarsjóður Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur óskar hér með eftir umsóknum um styrk úr sjóðnum. Styrkirnir eru tveir, að upphæð kr. 400.000 hvor, og veitist tveimur ungum, efnilegum myndlistarmönnum. Eftirfarandi upplýsingar og gögn þurfa að fylgja umsóknum: Nafn umsækjanda, kennitala, heimilisfang og símanúmer, þrjár til fimm ljósmyndir, litskyggnur eða stafrænar myndir af verkum umsækjanda ásamt ítarlegum náms- og listferli. Umsóknir merktar: Styrktarsjóður Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur, sendist fyrir 12. janúar 2012 til Listasafns Íslands, Laufásvegi 12, 101 Reykjavík. Í dómnefnd sitja: Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri Listasafns Íslands, s. 515-9600, Þuríður Sigurðardóttir, myndlistarmaður, SÍM, s. 551 1346 og Hulda Stefánsdóttir, prófessor, LHÍ, s. 552-4000.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.