Morgunblaðið - 10.12.2011, Page 60

Morgunblaðið - 10.12.2011, Page 60
Reuters Hitchcock Helen Mirren mun leika eiginkonu leikstjórans, Ölmu Reville. Anthony Hopkins mun leika leik- stjórann Alfred Hitchcock og Helen Mirren eiginkonu hans, í vænt- anlegri kvikmynd um leikstjórann og gerð hinnar sígildu hryllings- myndar Psycho. Myndin verður byggð á bók Stephens Rebello, Alf- red Hitchcock and the Making of Psycho. Leikstjóri verður Sacha Gervasi sem á m.a. að baki gervi- heimildarmyndina Anvil! The Story of Anvil. John McLaughlin skrifar handritið en hann hefur m.a. skrifað handrit kvikmyndar- innar Black Swan. Hopkins og Mirren Hitchcock og frú 60 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2011 Írska tónlistarkonan Sinéad O’Con- nor gekk að eiga unnusta sinn Barry Herridge í fyrradag í Las Vegas í Bandaríkjunum. Hún fagn- aði einnig 45 ára afmæli sínu þann dag. Hjónavígslan mun hafa farið fram í bleikum Cadillac, ef marka má umfjöllun tímaritsins People. Mun það hafa verið ósk O’Connor að gifta sig í slíkri bifreið. Áður þurfti að fylla út nokkur eyðublöð og undirrita en hjónavígslan fór fram í A Little White Wedding Cha- pel. O’Connor felldi tár þegar farið var með hjúskaparheitin en athöfn- in stóð yfir í um tíu mínútur. Að henni lokinni sungu viðstaddir af- mælissönginn fyrir O’Connor. Reuters Gift Írska tónlistarkonan og Íslandsvinurinn Sinéad O’Connor. O’Connor gifti sig í Las Vegas Geturðu lýst þér í fimm orðum? Glaðlyndur, einrænn, kjöftugur, sérsinna sælkeri. Ef þú hefðir fæðst á öðrum tíma, hvaða ár/tímabil yrði fyr- ir valinu og af hverju? (spyr síðasti aðalsmaður, Sigríður Soffía Níelsdóttir dansari.) Ef ég hefði viljað vera uppi á tímum þegar meðalaldur var 30 ár, hámarkshæð 165 cm, enginn möguleiki var að lifa af ef sýking komst í sár og ekki var til kaffi latte þá hefði þjóðveldisöld kannski verið góður tími til að vera uppi. Hver er uppáhaldsrithöfundurinn þinn? Það skáld sem ég les oftast er Stefán Ólafsson frá Valla- nesi. Ætli ég lesi kvæði hans ekki í hverri viku. En hvaða rithöfundur finnst þér helst of- metinn? Ég hef því miður skorast undan setu í jöfnunarnefnd vanmetinna og ofmet- inna. Hver er tilgangur lífsins? Að skapa og hugsa. Af hverju ertu að gefa út ljósmyndabækur, geta ekki allir tekið ljósmyndir? Jú, en ekki góðar myndir. Ef þú værir ekki í bókabransanum, hvað værir þú þá að gera? Ég hefði kannski getað fetað í fótspor föður míns og orðið tamningamaður. Ertu með pappírsblæti? Já, á háu stigi. Getur þú lýst dansstíl þínum á djamminu? Ég er barn seinni hluta áttunda áratugarins og upphafs þess níunda. Diskó og fönk með nýrómantísku ívafi situr djúpt í vöðvunum. Ertu fyrirmyndin að forsetanum í Ballinu á Bessastöð- um? Þú meinar að ég sé barnalegur, hégómlegur, utan við mig og hvatvís? Kannski. Fara matur og bækur illa saman? Ekki nema maður sé subbukolla. Subbur eiga ekki að lesa og borða í einu. Hefur þú einhvern tíma keypt bók í stórmarkaði? Satt best að segja held ég að ég hafi bara einu sinni keypt bók í stórmarkaði, Krónunni raunar, og þá vantaði mig hana akút. Hvað færðu ekki staðist? Kaffi latte og búttudeigshorn að morgni dags. Áttu þér leyndan hæfileika og ef svo er þá hvern? Ég veit að maður borðar ekki egg með silfurskeið. Múm eða Sigur Rós? Ég segi eins og börnin: „Ég elska Sigur Rós.“ Er rafbókin bóla? Rafbækur hafa verið til í meira en ald- arfjórðung þannig að ég held að þær hljóti að verða til eitthvað lengur. Hvað fær þig til að skella upp úr? Sögur af einkennilegum mönnum og góðar eftirhermur. Hvers viltu spyrja næsta aðalsmann? Hvort eru móálótt eða bleikálótt hross fallegri? Með pappírsblæti á háu stigi Aðalsmaður vikunnar, Kristján B. Jónasson, er á kafi í jólabókaflóðinu enda útgefandi Crymogeu og formaður Félags íslenskra bókaútgefenda Útgefandinn Diskó og fönk með nýrómantísku ívafi situr djúpt í vöðvum Kristjáns B. Jónassonar. Morgunblaðið/RAX 100/100 „MERRILY OUTRAGEOUS, OVER-THE-TOP FUN“ -ENTERTAINMENT WEEKLY NÚMERUÐ SÆMIÐASALA Á S á allar sýningar merktar með grænuSPARBÍÓ 3D 1.000 kr. SPARBÍÓ SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLLI, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK SÝND Í EGILS SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI - OK HHHHH - THE SUN HHHH MÖGNUÐ GAMANMYND „MÖGNUÐ GERÐ MY -H.V.A. HHH „BESTA KVIKMYND ÁRSINS“ - CBS TV HHHH „FYNDIN, TILKOMUMIKIL“ - BACKSTAGE HHHH SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍKSÝND Í ÁLFABAKKASÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI „HAPPY FEET 2 ER JAFNVEL BETRI EN FYRRI MYNDIN!“ „HIN FULLKOMNA HELGIDAGASKEMMTUN“ - MARA REINSTEIN / US WEEKLY HHHH SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR SHREK OG KUNG FU PANDA FRÁBÆR TEIKNIMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA „NIÐURSTAÐAN ER SVO FYNDIN OG AÐLAÐANDI AÐ ÁHORFENDUR HLJÓTA AÐ FALLA FYRIR ÞESSUM KATTAHEIMI“ -BOXOFFICE MAGAZINE HHHH -THE HOLLYWOOD REPORTER HHHH MÖGNUÐ ÞRÍVÍDDARMYND KLIKKAÐASTA GRÍN MYND Á RSINS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.