Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Blaðsíða 69

Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Blaðsíða 69
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 2013 69 KristÍn bJarnadóttir Áberandi er að höfundar 19. aldar bókanna vildu kenna lesendum sínum, ungu fólki sem var að leggja af stað út í lífið, hagsýni og skynsamlega meðferð fjármuna. Mætti telja það til hinna siðrænu gilda sem Grosse (1901) taldi siðbótarmenn hafa viljað miðla með reikningskennslu. Átjándu og nítjándu aldar höfundarnir miðuðu námsefni sitt við hefðbundið bændaþjóðfélag, og Elías Bjarnason og Sigurbjörn Á. Gíslason að nokkru leyti. Bæði Jón og Eiríkur lýstu viðfangsefnum bændasamfélags- ins í bókum sínum. Menn áttu að búa sem mest að sínu, forðast innfluttar vörur en stunda jarðabætur. Bóndinn lagði inn fisk, ull, kjöt og tólg en keypti mjöl, baunir, kaffi, léreft og ef til vill brennivín. Fólk heyjaði handa sauðfé og nautgripum, laun vinnufólks voru reiknuð í smjöri og fæði þeirra í fiski en að lokum voru launin greidd í lambsfóðri og fatnaði. Nemendur áttu að reikna jafngildi þeirra í ríkisdölum en raun- verulegir peningar voru sjaldséðir. Dæmin í bók Elíasar Bjarnasonar endurspegla mörg hver sveitabúskap þótt dag- legt líf í bæjum megi einnig greina. Halda mætti fram að bók Elíasar hafi fremur stuðlað að því að viðhalda gamla bændasamfélaginu á 20. öld en að félagslegri þróun þjóðfélagsins samkvæmt kenningum Niss (1996). Hið sama má segja um Reikníngslist Jóns Guðmundssonar á 19. öld þar sem tilhneigingar gætir til að vara lesandann við hættum bæjalífsins. Hugmyndir um nám og kennslu og menntastefnur Höfundarnir voru sammála um að nauðsynlegt væri að byrja á byrjuninni (Jón Guð- mundsson, 1841, bls. 1–3), yfirhöfuð að tala væri nauðsynlegt til að geta skilið hvern kafla að hafa farið yfir allt sem á undan var gengið (Eiríkur Briem, 1880, bls. iv); ekki þýddi að grípa hér og þar niður í bókina en lesa ekki neitt samanhangandi með athygli (Ólafur Stefánsson, 1785, Til lesarans); undirstaðan yrði að vera örugg, ekki mætti hlaupa yfir kafla, undirstöðuatriðin yrði að kenna hægt og rólega (Sigurbjörn Á. Gíslason, 1911a, bls. 3–4) og svo lengi skyldi dvalið við hvern kafla að nemendur hefðu yfirleitt fengið örugga festu í öllum aðalatriðum (Elías Bjarnason, 1927, bls. 4). Nokkuð ólíkra viðhorfa gætir annars til náms. Ólafur Olavius (1780, bls. xxiii) var hrifinn af talnabrögðum og taldi að hægra væri að verða viss um svar ef brugðið væri á annað ráð, auk þess sem menn vissu þá meira um eiginleika talnanna. Hins vegar ráðlagði hann ekki börnum og unglingum að stunda talnabrögð í fyrstu. Jänicke (1888) taldi von Clausberg, fyrirmynd Ólafs Olaviusar, hafa ritað bók sína í anda Comeniusar og frá honum má líklega rekja áhuga á talnaskilningi. Fá bein merki sjást þess að höfundarnir hafi tileinkað sér menntastefnur sem ræddar voru í Evrópu. Almenningsskólar voru engir á Íslandi í upphafi 19. aldar og engar kennslubækur voru þá gefnar út. Áhrifa Pestalozzis gætti því ekki strax á Íslandi þótt Danir hafi sótt snemma í smiðju hans. Eiríkur mun hafa orðið fyrir áhrifum frá Spencer sem aftur rakti kenningar sínar til Pestalozzis þótt þær hafi breyst í meðförum Spencers. Á tímum Sigurbjörns Á. Gíslasonar voru komin lög um fræðslu barna þar sem gert var ráð fyrir skólahaldi (Lög um fræðslu barna nr. 59/1907). Geta má sér til að Sigurbjörn hafi kynnst danskri skólastefnu í upphafi 20. aldar, en hann dvaldi á Norðurlöndunum í fjórtán mánuði árin 1900–1901. Þá hafði kenningum Pestalozzis og áherslu á skilning vaxið fylgi í Danmörku. Sigurbjörn lagði mikla áherslu á hugar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.