Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Side 81

Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Side 81
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 2013 81 gUÐmUndUr b. KristmUndsson síðar eru nefndir leggi fyrir nemendur próf „sem ætlað er að mæla læsi, finna ákveðna lágmarkstölu á læsiskvarðanum og telja þá sem eru fyrir neðan hana ólæsa“ (bls. 15). Það verður að segjast eins og er að sá sem hér skrifar kannast ekki við mælingar af þessu tagi. Þá forðast flestir lestrarfræðingar nú hugtakið „ólæsi“. Í ritinu er byggt á því sjónarmiði að „í læsi felist fyrst og fremst merkingarsköpun sem ráðist af ýmiss konar úrræðum og verkfærum sem við beitum sem lesendur eða höfundar efnis, og fjölþættum samskiptum sem við eigum við annað fólk“ (bls. 15). Það er vissulega rétt að markmið lesanda er að greina merkingu texta, meta hann og læra af honum ef verkast vill. Hið sama á við um þann sem skrifar. Með ritun sinni er hann væntanlega að koma skilaboðum eða miðla þekkingu til lesenda. En hann gæti einnig, og það gera flestir af og til, skrifað fyrir sjálfan sig án þess að vera með ákveðinn lesanda í huga. Það hefði verið áhugavert að fá greinargóða umfjöllun um „lesanda“ og „höfund“ í þessu samhengi. Því miður eru þau drög að skilgreiningu á hugtakinu læsi sem birt eru í Læsi allt of óljós og fljótandi til að nýtilegt sé við það þróunar- og skipulagsstarf sem stöðugt þarf að vera í gangi í skólum. Eðlilegt er að í umfjöllun um læsi sé talsvert rætt um samskipti. En er það ekki nokkur einföldun að læsi sé „víðtæk samskiptafærni“ (bls. 57) eða að íslenskunámið snúist um „samskipti í víðum skilningi“ (bls. 43)? Vitaskuld eru samskipti eitt af hlut- verkum máls en þau gegna einnig flóknu hlutverki í sambandi máls og hugsunar. Ef til vill vilja einhverjir kalla það samskipti í víðum skilningi en hér er því haldið fram að svo vítt hugtak, svo sem einnig á við um læsishugtakið, sé vart til þess fallið að treysta nám og kennslu, enda nánast ómögulegt að ná utan um það og skilgreina. fjÖlMiÐlUn Í sKólastarfi Í kaflanum Samskiptahyggja bendir höfundur Læsis réttilega á að með tölvuvæðingu hafi komið fram umræða um læsi með „nýjum formerkjum“. Nefnd eru ýmis hugtök sem notuð hafa verið, svo sem myndlæsi, upplýsingalæsi, miðlalæsi og auglýsingalæsi. Sumt af þessu á sér reyndar sögu hér á landi allt aftur til 1980 eða fyrr. Í Málvísibókum Indriða Gíslasonar, sem komu fyrst út um miðjan áttunda áratug síðustu aldar, var fjallað um auglýsingar og skilning á þeim. Það var ekki kallað auglýsingalæsi. Þá var talsvert fjallað um dagblöð og notkun þeirra í skólum á fjölmörgum kennara- námskeiðum á áttunda og níunda áratug 20. aldar. Þar var stuðst við breskar fyrir- myndir, Newspapers in Education. Þessi þróun hefur síðan haldið áfram og nefna má í því sambandi verkefnið Dagblöð í skólum (Morgunblaðið, e.d.). Þar má meðal annars finna námsefni og hugmyndir að kennslu fyrir 3., 6., 7. og 9. bekk. Það er enn í notkun. Árið 1990 kom út bókin Áttavitinn (Anna G. Magnúsdóttir og Páll Ólafsson, 1990) sem er handbók um ýmiss konar miðlun, svo sem útvarp, kvikmyndir, sjónvarp og blöð, og þar er að finna sérstakan kafla um auglýsingar. Þessi mál hafa því verið að þróast undanfarin 30–40 ár í það minnsta, þó svo segja megi að rafræn miðlun kalli á aukna athygli á þessu sviði. Það má spyrja sig að því hvort þessi þróun sé ekki góð undir- staða fyrir skólastarf nútímans.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.