Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Page 81
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 2013 81
gUÐmUndUr b. KristmUndsson
síðar eru nefndir leggi fyrir nemendur próf „sem ætlað er að mæla læsi, finna ákveðna
lágmarkstölu á læsiskvarðanum og telja þá sem eru fyrir neðan hana ólæsa“ (bls. 15).
Það verður að segjast eins og er að sá sem hér skrifar kannast ekki við mælingar af
þessu tagi. Þá forðast flestir lestrarfræðingar nú hugtakið „ólæsi“. Í ritinu er byggt á
því sjónarmiði að „í læsi felist fyrst og fremst merkingarsköpun sem ráðist af ýmiss
konar úrræðum og verkfærum sem við beitum sem lesendur eða höfundar efnis, og
fjölþættum samskiptum sem við eigum við annað fólk“ (bls. 15). Það er vissulega
rétt að markmið lesanda er að greina merkingu texta, meta hann og læra af honum ef
verkast vill. Hið sama á við um þann sem skrifar. Með ritun sinni er hann væntanlega
að koma skilaboðum eða miðla þekkingu til lesenda. En hann gæti einnig, og það gera
flestir af og til, skrifað fyrir sjálfan sig án þess að vera með ákveðinn lesanda í huga.
Það hefði verið áhugavert að fá greinargóða umfjöllun um „lesanda“ og „höfund“ í
þessu samhengi. Því miður eru þau drög að skilgreiningu á hugtakinu læsi sem birt
eru í Læsi allt of óljós og fljótandi til að nýtilegt sé við það þróunar- og skipulagsstarf
sem stöðugt þarf að vera í gangi í skólum.
Eðlilegt er að í umfjöllun um læsi sé talsvert rætt um samskipti. En er það ekki
nokkur einföldun að læsi sé „víðtæk samskiptafærni“ (bls. 57) eða að íslenskunámið
snúist um „samskipti í víðum skilningi“ (bls. 43)? Vitaskuld eru samskipti eitt af hlut-
verkum máls en þau gegna einnig flóknu hlutverki í sambandi máls og hugsunar. Ef
til vill vilja einhverjir kalla það samskipti í víðum skilningi en hér er því haldið fram
að svo vítt hugtak, svo sem einnig á við um læsishugtakið, sé vart til þess fallið að
treysta nám og kennslu, enda nánast ómögulegt að ná utan um það og skilgreina.
fjÖlMiÐlUn Í sKólastarfi
Í kaflanum Samskiptahyggja bendir höfundur Læsis réttilega á að með tölvuvæðingu
hafi komið fram umræða um læsi með „nýjum formerkjum“. Nefnd eru ýmis hugtök
sem notuð hafa verið, svo sem myndlæsi, upplýsingalæsi, miðlalæsi og auglýsingalæsi.
Sumt af þessu á sér reyndar sögu hér á landi allt aftur til 1980 eða fyrr. Í Málvísibókum
Indriða Gíslasonar, sem komu fyrst út um miðjan áttunda áratug síðustu aldar, var
fjallað um auglýsingar og skilning á þeim. Það var ekki kallað auglýsingalæsi. Þá
var talsvert fjallað um dagblöð og notkun þeirra í skólum á fjölmörgum kennara-
námskeiðum á áttunda og níunda áratug 20. aldar. Þar var stuðst við breskar fyrir-
myndir, Newspapers in Education. Þessi þróun hefur síðan haldið áfram og nefna má
í því sambandi verkefnið Dagblöð í skólum (Morgunblaðið, e.d.). Þar má meðal annars
finna námsefni og hugmyndir að kennslu fyrir 3., 6., 7. og 9. bekk. Það er enn í notkun.
Árið 1990 kom út bókin Áttavitinn (Anna G. Magnúsdóttir og Páll Ólafsson, 1990) sem
er handbók um ýmiss konar miðlun, svo sem útvarp, kvikmyndir, sjónvarp og blöð,
og þar er að finna sérstakan kafla um auglýsingar. Þessi mál hafa því verið að þróast
undanfarin 30–40 ár í það minnsta, þó svo segja megi að rafræn miðlun kalli á aukna
athygli á þessu sviði. Það má spyrja sig að því hvort þessi þróun sé ekki góð undir-
staða fyrir skólastarf nútímans.