SunnudagsMogginn - 04.03.2012, Page 4
4 4. mars 2012
Vinstriflokkurinn í Þýskalandi hef-
ur teflt Beate Klarsfeld fram í emb-
ætti forseta. Möguleikar hennar
eru hverfandi, en engu að síður
verður valið á milli hennar og Joac-
hims Gaucks þegar samkoma
þingmanna og kjörmanna, sem
þing sambandslandanna velja,
kemur saman 18. mars.
Klarsfeld er 73 ára og fæddist í
Þýskalandi. Hún er þekktur nas-
istaveiðari og hefur ásamt manni
sínum, Frakkanum Serge, helgað
líf sitt því að hafa uppi á nasistum í
felum. Hún nýtur mikillar virðingar
í Frakklandi þar sem þau hjón hafa
búið. „Beate, þú ert birtingarmynd
réttlætisins,“ sagði Nicolas Sar-
kozy, forseti Frakklands, þegar
hann veitti henni æðstu orðu
franska ríkisins í fyrra.
Í Þýskalandi er hún hins vegar
einkum þekkt fyrir að hafa veitt
Kurt Georg Kiesinger, fyrrverandi
kanslara Þýskalands, kinnhest á
þingi kristilegra demókrata 1968
eftir að hafa hrópað, „nasisti, nas-
isti“.
Hún var dæmd í árs fangelsi, en
refsingin var síðar milduð og fang-
elsisvistin bundin skilorði.
Kinnhesturinn vakti miklar um-
ræður um fortíð Kiesingers í þriðja
ríkinu. 68 kynslóðin setti Klarsfeld
á stall, en almenningur leit hana
hornauga.
Nasistaveiðarinn sem löðrungaði kanslarann
Beate Klarsfeld nýtur virðingar í Frakklandi en í Þýskalandi muna menn
45 ára gamlan kinnhest, sem hún veitti forsetanum.
AP
Joachim Gauck sat í leigubíl í Berlín sunnu-daginn 19. febrúar þegar síminn hringdi. Viðstýrið á leigubílnum sat Vadim Belon, fæddurí Rússlandi. Fyrir honum var Gauck bara
gráhærður maður með ferðatösku, sem hann hafði
tekið upp í bílinn á Tegel-flugvelli. „Ég lækkaði í
tónlistinni. Sem leigubílstjóri heyrir maður aldrei
alveg hvað fólk segir í símann, en ég heyrði að hann
sagði: „Allt í lagi, ég samþykki þetta. Ég skal gera
það,““ sagði Belon við dagblaðið Bild, sem kallar
hann frægasta leigubílstjóra Þýskalands.
Hann segir að augnabliki síðar hafi Gauck sagt við
sig: „Þú ert nú með hinn nýja forseta sam-
bandslýðveldisins í bílnum hjá þér. Við þurfum að
snúa við og fara beint á skrifstofu kanslarans.“
Símtalið var frá Angelu Merkel, kanslara Þýska-
lands, og seinna um daginn tilkynnti hún að Gauck
yrði arftaki Christians Wulffs, sem hrökklaðist úr
embætti 17. febrúar eftir að saksóknari hafði farið
fram á að þinghelgi hans yrði aflétt svo rannsaka
mætti ásakanir um að hann hefði notið fyrirgreiðslu
hjá vinum sínum.
Fyrir tveimur árum þegar Merkel gerði Wulff að
forseta var meirihluti Þjóðverja hlynntur því að
Gauck fengi embættið.
Gauck er 72 ára gamall. Hann var lúterskur prest-
ur í Austur-Þýskalandi og barðist þar fyrir mann-
réttindum. Hann var í fararbroddi í mótmælahreyf-
ingunni, sem á endanum varð til þess að
Berlínarmúrinn féll 1989.
Gauck fæddist árið 1940 í hafnarborginni Ro-
stock. Rússneskur herdómstóll dæmdi föður hans í
25 ára fangelsi og var hann sendur í gúlagið í Síb-
eríu.
Gauck ætlaði að fara í blaðamennsku, en sá
draumur rann út í sandinn þegar hann fékk ekki
inni í þýskum fræðum í háskóla. Í staðinn fór hann í
guðfræði og var vígður til prests 1967.
Hann sagði einhverju sinni í viðtali að hann hefði
áttað sig á því þegar hann „var níu ára að sósíalismi
væri óréttlátt kerfi“. Í predikunarstólnum talaði
hann fyrir frelsi og mannréttindum og málflutn-
ingur hans fór ekki fram hjá stjórnvöldum og varð-
hundum öryggislögreglunnar, Stasi, var sigað á
hann.
Þegar Þýskaland var sameinað árið 1990 snerist
taflið við og Gauck fékk það verkefni að hafa yf-
irumsjón með úrvinnslunni úr skjalasafni Stasi og
þar með í raun uppgjörinu við fortíðina. Í skjala-
safninu var að finna gögn um milljónir manna, sem
nú áttu heimtingu á aðgangi að þeim upplýsingum,
sem eftirlitsríkið hafði safnað um þá. Gauck gegndi
starfinu til ársins 2000 og naut mikillar virðingar
fyrir að hafa tekist samtímis að gera málstað sann-
leika og sátta jafnhátt undir höfði.
Gauck hefur sagt að hann sé „íhaldsmaður af
frjálslynda vinstri vængnum“. Hann kom til greina
í embætti forseta árið 2010 og naut stuðnings bæði
dagblaðsins Bild og vikublaðsins Der Spiegel, fjöl-
miðla, sem sjaldan eru samstiga, svo ekki sé meira
sagt.
Þegar Wulff sagði af sér lét Merkel undan þrýst-
ingi samstarfsflokks síns, Frjálsra demókrata, og
Græningja og Sósíaldemókrata úr stjórnarandstöð-
unni.
Merkel er frá Austur-Þýskalandi líkt og Gauck og
er dóttir prests. Hún sagði að Gauck væri „sannur
leiðbeinandi um lýðræði“ og hefði átt stóran þátt í
að hjálpa þýsku þjóðinni að snúa bökum saman eft-
ir sameininguna.
Þýskir fjölmiðlar fögnuðu ákvörðuninni um að
gera Gauck að forseta. Ríkissjónvarpsstöðin ZDF
sagði að hann gæti „bjargað forsetaembættinu með
persónu sinni“ og hrósaði Merkel fyrir að skipta um
skoðun. „Tveir Austur-Þjóðverjar í efstu stöðum
sambandslýðveldisins. Það er næstum því pólitískt
kraftaverk,“ sagði sjónvarpsstöðin.
Pólitískt
kraftaverk
Austurþýskur mannréttinda-
frömuður í stól forseta
Joachim Gauck verður væntanlega næsti forseti Þýskalands. Sérstök
samkunda þingsins og fulltrúa sambandslandanna kýs forseta 18. mars.
AP
Joachim Gauck og Angela Merkel kanslari ræðast
við. Bæði eru frá Austur-Þýskalandi.
Reuters
Vikuspegill
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Við fyrstu sýn mætti halda að það væri
áfall fyrir Angelu Merkel að þurfa að
tefla nú fram manni í embætti forseta,
sem hún lagðist gegn fyrir tveimur ár-
um. Ekki má hins vegar gleyma því að
kosið verður í Þýskalandi á næsta ári.
Samstarfsflokkurinn, FDP, mælist nú
aðeins með 3% fylgi og er ekki víst að
hann nái inn á þing. Ætli Merkel að
sitja áfram þarf hún að finna nýjan
samstarfsflokk og það gæti nýst henni
vel að taka nú undir stuðning sósíal-
demókrata, SPD, við Gauck.
Áfall eða kænska?
– fyrst og
fremst
ódýr!
40%afsláttur
2298kr.kg
Verð áður 3849 kr. kg
Ungnauta Roast Beef
GOTT
VERÐ