SunnudagsMogginn - 04.03.2012, Page 9

SunnudagsMogginn - 04.03.2012, Page 9
4. mars 2012 9 Hver er frægasti nú-lifandi Íslending-urinn? Þessarispurningu er auð- svarað, það er söngkonan Björk Guðmundsdóttir. Björk er góður fulltrúi íslensku þjóðarinnar á erlendri grund. Á fundum með fjölmiðlafólki fjallar hún iðulega um íslenska náttúru, sérstöðu hennar, fegurð og þýðingu hennar fyrir þjóðina og raunar allt mannkynið. Björk hefur því kynnt Ísland á síðari árum meira en nokkur annar Íslendingur og á hún því talsverðan þátt í hinni miklu fjölgun erlendra ferða- manna hingað til lands á síðari árum. Nokkrir Íslendingar eru vel þekktir innan ákveðins geira, á ákveðnum sviðum. Í því sambandi mætti nefna Kristin Sigmundsson söngvara sem er vel þekktur í óperuheiminum. Margir laxveiðimenn, vestan hafs og austan, þekkja til Orra Vigfússonar, formanns NASF, Verndarsjóðs villtra laxa. Orri nýtur mikillar virðingar á meðal veiðimanna og nátt- úruverndarsinna, enda hefur hann lyft grettistaki á sviði verndar og uppbyggingar stofna villtra laxa hér í Norður-Evrópu og raunar víðar. Orri er frum- kvöðull og eldhugi sem vert er að hlusta á, ekki síst núna á tím- um efnahagsþrenginga og at- vinnuleysis. Nú hefur Orri velt upp þeirri hugmynd að gera Þjórsá að laxveiðiperlu. Orri leggur til að fengnir verði sér- fræðingar til að athuga hvort hægt sé að minnka framburð ár- innar. Ef hægt er að gera Þjórsá tæra svo að sólarljósið kæmist í gegnum vatnið myndi fram- leiðslan í lífríki árinnar stórauk- ast. Orri bendir á að laxastofninn í Þjórsá sé líklega stærsti villti laxastofn á Íslandi og meðal þeirra stærstu í Atlandshafi. Þess utan eru í ánni góðir stofnar sjó- birtings, staðbundins urriða og bleikju. Þess má geta að talið er að 40 laxar sem veiddir eru á stöng skili einu ársverki. Um 1200 störf tengjast laxveiðum hér á landi, beinar og óbeinar tekjur af greininni eru um 12 milljarðar króna. Þetta eru mikilvægar tekjur í sveitum og í strjálbýlum héruðum sem dreifast á fjöl- marga. Fljótt á litið er þetta frá- bær hugmynd sem sjálfsagt er að þróa frekar. Það sem mælir á móti framkvæmd þessa máls að óskabarn þjóðarinnar, Lands- virkjun, vill byggja virkjanir í neðri hluta Þjórsár. Þessar virkj- anir munu víst verða afar hag- kvæmar og skila góðum tekjum eða um 20 milljörðum á ári. Orri Vigfússon og fleiri hafa hins- vegar bent á að fleiri virkjanir í Þjórsá muni eyða 81 – 89 % af laxastofni árinnar. Þessi skoðun Orra er byggð á rannsóknum dr Margaret Filardo sem rannsakað hefur áhrif virkjana á seiði og göngufiska í ám á vesturströnd Bandaríkjanna. Orri segir að eigi að virkja þá sé verið að taka flest bestu búsvæði laxins í Þjórsá og gera lón úr þeim. Þar sem gerðar eru stíflur í ám þá hættir að vera rennsli sem framleiðir skordýr og aðrar lífverur. Þá eyðileggja virkjanir hrygningarstaði og náttúruleg seiðaframleiðsla dregst verulega saman. Það er sem sagt ekki hægt að virkja í neðri hluta Þjórsár og á sama tíma gera ána að einni öflugustu laxveiðiá í Evrópu. Fljótt á litið virðist það mun hagstæðara fyrir þjóðarbúið að virkja en að gera ána að laxveiðiparadís. Það hlýt- ur því að vera mun skyn- samlegra að virkja ef tekið er mið af stöðu þjóðarbúsins í dag – nú á tímum mikilla erlendra skulda, atvinnuleysis og lítilla verklegra framkvæmda . Við hefðum kannski getað leyft okk- ur þetta í góðærinu, að bíða með að virkja eða virkja annarstaðar á óhagkvæmari stöðum og gera Þjórsá að stórfenglegri laxveiðiá, en við getum varla leyft okkur slíkan lúxus í dag. Við skulum nú samt aðeins skoða málið nánar. Heimsverð á áli fer lækkandi og erum við ekki sammála um að það sé komið nóg af álbræðslum á Íslandi? Þá er áhugi erlendra fjárfesta vægast sagt afar tak- markaður á því að fjárfesta hér á Íslandi. Til lengri tíma litið gæti það því orðið betri fjárfesting fyrir þjóðina að gera Þjórsá að laxveiðiperlu en að byggja þar fleiri virkjanir. Það er hlutverk þess ágæta fyrirtækis Landsvirkjunar að virkja, framleiða rafmagn. Hvernig væri nú að Lands- virkjun virkjaði í þágu náttúr- unnar og hefði frumkvæði að því að breyta Þjórsá í stórkostlega laxveiðiá? Sú framkvæmd yrði ekki aðeins þjóðhagslega hag- stæð þegar til lengri tíma er litið heldur einnig góð auglýsing fyrir Landsvirkjun. Með því að breyta Þjórsá í spennandi laxveiðiá værum við að snúa baki við þeirri hugmyndafræði sem ríkti hér fyrir hrun. Það er góð hug- mynd. Ál eða lax? Orri Vigfússon við Skorarhylsfoss, sem var einn tignarlegasti fossinn í Elliðaánum. Orri nýtur virðingar á meðal veiðimanna Morgunblaðið/Þorkell Þjórsá Sigmar B. Hauksson ’ Hvernig væri nú að Lands- virkjun virkj- aði í þágu náttúrunn- ar og hefði frumkvæði að því að breyta Þjórsá í stór- kostlega laxveiðiá? Íslandsstofa kynnir rekstrar- og markaðsþróunarverkefnið Áttavitann, sérstaklega ætlað fyrirtækjum í framleiðslu og hugverkagreinum. Áttavitinn er einstakt tækifæri fyrir framsýna þátttakendur til að vinna með jafningjum að því að stilla áttavitann; lagfæra og leiðrétta áherslur og styrkja þannig grundvöll og rekstrarforsendur síns fyrirtækis, áður en lengra er haldið í markaðsþróun og sókn á erlenda markaði. Átta til tíu fyrirtæki taka þátt í verkefninu og mun það standa í jafn marga mánuði. Mánaðarlega hittist hópurinn á tveggja daga vinnufundi og verður eitt fyrirtæki í brennidepli á hverjum fundi. Markmiðið er að fyrirtækið nýti tillögur og ábendingar vinnufundarins til að setja saman og innleiða aðgerðaáætlun. Tveir ráðgjafar sjá um að leiða verkefnið og stýra hópavinnu. Umsóknarfrestur er til 12. mars. Umsóknareyðublað og nánari lýsingu á verkefninu er að finna á vef Íslandsstofu, www.islandsstofa.is/attavitinn Frekari upplýsingar veita Erna Björnsdóttir verkefnisstjóri, erna@islandsstofa.is og Hermann Ottósson forstöðumaður markaðsþróunar, hermann@islandsstofa.is

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.