SunnudagsMogginn - 04.03.2012, Síða 15

SunnudagsMogginn - 04.03.2012, Síða 15
4. mars 2012 15 Í meira en tvo áratugi hefur HaraldurÞór Stefánsson ferðast vítt og breittum Ísland til að svala ástríðu sinni –ljósmyndun. Hann hefur aldrei framfleytt sér á myndavélinni en samt dugar hugtakið „áhugaljósmyndari“ skammt til að lýsa honum. Svo miklum tíma og kröftum hefur Haraldur varið til að ögra sér og efla gegnum tíðina. „Allur minn frítími fer í ljósmyndun og hefur gert lengi,“ upplýsir hann. Það er engin tilviljun að Blaðaljósmyndarafélag Íslands skuli hafa valið Harald til að sýna á neðri hæð Gerðarsafns meðan sýning á verkum félaga stendur yfir í efri sölum safnsins. „Það er mér mikill heiður og ánægja að fá tækifæri að sýna myndir mínar í Gerð- arsafni,“ segir Haraldur, „og því var nær- tækast að sýningin myndi höfða til ástar á landinu okkar. Því ákvað ég að hún myndi heita „Kæra Ísland“. Þó svo gríð- arlegar hremmingar hafi dunið yfir þjóð- ina undanfarin ár og mikil undirliggjandi gremja fyrir hendi þá langar mig með myndum mínum að hvetja fólk til að fara út fyrir borgarmörkin, anda að sér fersku lofti og því stórbrotna landslagi sem Ís- land hefur að bjóða. Ég held að við Íslend- ingar séum líklegri en nokkur önnur þjóð til að finna tækifærin í núinu og nýta þau okkur öllum til framþróunar og betra lífs. Það eina sem við þurfum að gera er að skilja þá stöðu sem við erum í, horfast í augu við hana og þá opnast fyrir okkur hugmyndir og tækifæri sem bera mann á vit ævintýranna.“ Sofið á bílpallinum Spurður um eftirlætisstaði sína á Íslandi ranghvolfir Haraldur augunum. „Þeir eru svo margir. Jökulsárlónið, Mývatns- svæðið og Suðurlandið eins og það leggur sig, þangað fer ég líklega oftast. Svona til að nefna eitthvað.“ Haraldi finnst ekkert mál að flengjast einn um landið, skemmtilegra sé þó að vera í góðum félagsskap. Sambýliskona hans er gjarnan með í för og ósjaldan koll- egar eins og Ragnar Axelsson og Ragnar Th. Sigurðsson. „Það er alltaf jafngaman að ferðast með þessum mönnum, áhuginn og stíllinn er svo ólíkur. Við Raxi höfum Holtsós undir Eyjafjöllum.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.