SunnudagsMogginn - 04.03.2012, Blaðsíða 21
4. mars 2012 21
Sveinbjörg Þórhallsdóttir er fagstjóri
dansbrautar Listaháskóla Íslands en
brautin tilheyrir leiklistar- og dansdeild
skólans og er til húsa við Sölvhólsgötu.
Innan deildarinnar er gott samstarf og í
húsinu er skapandi andrúmsloft sem
finnst vel þegar gengið er um húsið. Það
er stutt síðan farið var að útskrifa af
dansbrautinni og hefur það aðeins verið
gert tvisvar sinnum en Ásgeir Helgi er
eini strákurinn sem hefur útskrifast af
brautinni. Það er tekið inn í námið ann-
að hvert ár og er opið fyrir umsóknir til
23. mars. Inntökupróf verða síðan strax
eftir páska, 10. og 11. apríl en það verða
teknir inn um tíu dansarar.
„Umhverfið hefur breyst mikið með
tilkomu dansbrautarinnar og líka fræði
og framkvæmdar. Það er mikið samstarf
milli nemenda og það hafa sprottið upp
allskyns skemmtilegir hópar. Samruninn
er orðinn meiri milli greina,“ segir
Sveinbjörg.
„Það hefur verið mikil gróska og hröð
þróun í dansi, öðruvísi nálganir og dýpri
þekking á forminu. Fólk hefur verið að
mennta sig og fara vel ofan í fræðin og
kynnast dansinum frá ólíkum hliðum,“
segir Sveinbjörg um þróunina samhliða
meiri menntun.
Gestakennarar og samstarf við útlönd
Í náminu er lögð áhersla á erlent sam-
starf. Bæði fara nemendur utan og hing-
að til lands koma gestakennarar frá Evr-
ópu, sem dvelja við kennslu í skólanum
í tvær til fimm vikur í senn.
„Það er mikil ásókn í að koma hingað
og kenna. Fólki finnst Ísland spennandi
og prógrammið sömuleiðis áhugavert.
Svo má ekki gleyma því að við höfum
ákveðinn kraft hérna á Íslandi sem fólk
tekur eftir,“ segir Sveinbjörg og útskýrir
nánar. „Við erum á þessari eyju í nálægð
við náttúruna. Við höfum þennan frum-
kraft í okkur. Listamenn á Íslandi eru
líka forvitnir og þurfa að vera opnir og
leitandi. Við þurfum að sækja hluti út
fyrir þessa eyju og það opnar líka fyrir
einhvern kraft. Við sitjum ekki hérna og
fáum allt í fangið. Íslenskir nemendur
þykja leitandi og skapandi.“
Sveinbjörg tók við sem fagstjóri
brautarinnar í haust. Hún er bæði
menntaður dansari og danshöfundur.
Hún er líka formaður Samtaka um dans-
hús og einn af stofnendum Reykjavík
Dance Festival þannig að hún er búin að
lifa og hrærast í dansheiminum í langan
tíma. Hún er ennfremur reyndur kenn-
ari og kenndi lengi við Listdansskóla Ís-
lands og var yfir nútímadansbrautinni
um tíma.
Hún hlakkar til að taka á móti nýjum
nemendum í haust og bendir í leiðinni á
inntökuskilyrðin. „Það er æskilegt að
vera með grunn í listdansi og helst út-
skrifaður frá listdansbrautum en við
skoðum líka umsækjendur með góðan
bakgrunn í dansi.
Það eru alltaf einhverjir hæfileikaríkir
dansarar sem koma úr öðrum greinum
eins og samkvæmisdönsum eða fim-
leikum,“ segir hún en umsækjendur
þurfa líka að vera með stúdentspróf eða
hafa að minnsta kosti lokið 105 ein-
ingum á framhaldsskólastigi.
Breikdansari „óvart“ í inntökupróf
Núna er enginn strákur á dansbraut
skólans. Ætlið þið að gera eitthvað sér-
stakt til að laða þá að? „Mig langar helst
til að þeir strákar sem hafi áhuga kynni
sér betur hvað við erum að gera hérna.
Þetta er svo fjölbreytilegt nám. Það
hentar einstaklingum sem eru sterkir og
skapandi og færir í allri hreyfigetu. Við
erum ekki endilega að leita eftir strákum
í sokkabuxum heldur líka breiðari hóp
dansara. Brautin er samtímadansbraut.
Það eru alls staðar fordæmi fyrir því að
strákar hafi farið seint í dansinn og náð
langt. Ég er nýkomin frá Finnlandi þar
sem ég var að kenna. Ég var með dreng í
tíma sem var virkilega hæfileikaríkur en
bakgrunnur hans var úr breikdansi.
Þetta var langsterkasti nemandinn.
Hann rataði „óvart“ í inntökupróf en
núna er hann að fá tilboð víða að og get-
ur valið milli starfa.“
Úr námskeiði sem heitir Skapandi ferli III/ Dansleikhús.
Þessi mynd er tekin í tæknitíma.
Annars árs nemendur á samtímadansbraut.
Ljósmyndir/Óskar Hallgrímsson
Sveinbjörg Þórhallsdóttir tók við stöðu fagstjóra dansbrautar Listaháskóla Íslands í haust.
Morgunblaðið/Árni SæbergEkki bara
fyrir stráka í
sokkabuxum