Morgunblaðið - 30.05.2012, Qupperneq 1
Tryggvi Guðmundsson er orðinn markahæsti
leikmaðurinn í efstu deild karla í fótbolta hér á
landi frá upphafi. Hann skoraði eitt marka ÍBV í
gærkvöld þegar Eyjamenn lögðu Stjörnuna, 4:1,
og sló þar með 25 ára gamalt markamet Inga
Björns Albertssonar. » Íþróttir
Tryggvi sló markametið
Morgunblaðið/Sigfús Gunnar Guðmundsson
M I Ð V I K U D A G U R 3 0. M A Í 2 0 1 2
Stofnað 1913 124. tölublað 100. árgangur
TUNGUMÁL OG
TÖFRAHEIMUR
LITANNA
MÆTA SPÁN-
VERJUM AÐ
HLÍÐARENDA
FRAKKINN YANN
TIERSEN MEÐ
Á LISTAHÁTÍÐ
DRAUMURINN ÍÞRÓTTIR TÓNLISTIN ER ABSTRAKT 38NÁMSKEIÐ FYRIR BÖRN 10
Ekki eru allir sannfærðir um að ný-
sett reglugerð um fiskeldi dugi til
að koma í veg fyrir að laxalús fari
að grassera í laxi í sjókvíum hér við
land. Laxalús hefur leikið laxeldið
grátt í Noregi.
Í reglunum er kveðið á um meiri
fjarlægð milli stöðva en áður og
hvíld eftir slátrun. Þar er hins veg-
ar ekki að finna afdráttarlausar
reglur um hvíld heilu svæðanna þar
sem laxalús getur borist á milli
stöðva. Í sjávarútvegsráðuneytinu
er til athugunar að breyta lögum
þannig að fiskeldissvæði verði skil-
greind og fyrirskipuð hvíld. Talið er
að stífari umhverfisreglur séu for-
senda þess að hægt sé að stunda
laxeldi hér við land á arðbæran
hátt. »12
Athuga hertar um-
hverfisreglur í eldi
Eldi Frá Fossfirði við Arnarfjörð.
Morgunblaðið/RAX
Hrafntinnusker Eftirsóttur áningar-
staður ferðamanna á hálendi Íslands.
Samkvæmt könnun sem Anna
Dóra Sæþórsdóttir, dósent í ferða-
málafræði við Háskóla Íslands,
gerði í fyrrasumar meðal ferða-
fólks í Hrafntinnuskeri töldu um
40% að of mikið væri um ferðamenn
á þeim slóðum. „Þetta er spurning
um væntingar. Hrafntinnusker eru
inni á reginöræfum og þar á fólk
ekki von á mörgum en lendir svo í
mannfjölda. Þessa viðhorfs gætir
víðar við Laugaveginn því við
Álftavatn taldi fjórðungur gesta að
of mikið væri af ferðafólki. Þetta
segir manni að Laugavegurinn er
að verða uppseldur, að minnsta
kosti yfir hásumarið,“ segir Anna
Dóra. Í könnun sem hún gerði 2009
í Landmannalaugum töldu um 30%
ferðamenn vera þar of marga. »14
Um 40% ferða-
manna telja ferða-
menn of marga
Breytingartillögur
» Lögð er til lækkun á veiði-
gjaldi, sem samt þýðir um
þreföldun frá því sem nú er.
» Veiðigjaldsnefnd falið að
vinna úr ágreiningi um útreikn-
ing veiðigjalds.
» Veiðigjald á næsta ári verði
nálægt 30 kr. á kg þorskígildis.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Stjórnarliðar í atvinnuveganefnd
lögðu í gær fram tillögu til breyt-
ingar á frumvarpi um veiðigjöld.
Samkvæmt henni verða veiðigjöld
um 15 milljarðar á ári í stað 19,5
milljarða eins og áður stóð til.
Lagt er til að á næsta fiskveiðiári
verði sérstakt veiðigjald innheimt
þannig að lagt verði kílóagjald á
hvert þorskígildi. Björn Valur
Gíslason alþingismaður sagði að
gjaldið yrði nálægt 30 kr. á kíló.
Einar K. Guðfinnsson alþingis-
maður telur að breytingartillaga
meirihlutans verði ekki grundvöllur
sáttar um veiðigjaldið. Hann segir
að með tillögunni sé meirihlutinn að
viðurkenna stóran hluta gagnrýn-
innar á frumvarpið.
Friðrik J. Arngrímsson, fram-
kvæmdastjóri LÍÚ, segir að til
lengri tíma litið sé nánast um sömu
eyðileggingu að ræða á íslenskum
sjávarútvegi og fólst í upphaflegu
veiðigjaldafrumvarpi. Hann segir
stefnt að því að skattleggja um 65%
af metnum heildarhagnaði sjávar-
útvegsins í stað 70% skattlagning-
ar.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins stefndi meirihluti atvinnu-
veganefndar að því í gær að leggja
fram breytingartillögu við fiskveiði-
stjórnarfrumvarpið í dag.
MLeggja til lækkun »6
Ekki grundvöllur að sátt
Tillaga um veiðigjöld lækkuð í 15 milljarða Nánast sama eyðileggingin á ís-
lenskri útgerð og í upphaflegu veiðigjaldafrumvarpi, segir framkvæmdastjóri LÍÚ
Vinna Jóns Óttars Ólafssonar og
Guðmundar Hauks Guðmundssonar
fyrir þrotabú Milestone nam 577
klukkustundum á virkum dögum á
10 vikna tímabili sl. haust, þar af
var skýrslugerð um gjaldfærni
Milestone 511 klukkutímar. Á sama
tímabili voru þeir báðir í fullu starfi
hjá sérstökum saksóknara.
Í samtali Morgunblaðsins við Jón
Óttar kom fram að þessi vinna væri
öll unnin utan hefðbundins vinnu-
tíma hjá embættinu og þeir hafi því
ekki verið á launum þar á meðan.
Alls fengu þeir greiddar nærri 23
milljónir króna fyrir skýrsluna. »4
Unnu í 577 tíma
með annarri vinnu
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Grillosturinn bráðnar betur en aðrir ostar og hentar því
einstaklega vel á hamborgara eða annan grillaðan mat.
alveg grillaður!
NÝ SENDING
TIL HÁSKÓLANEMA
SÍÐAST KLÁRAÐIST ALLT Á EINUM DEGI
iPAD-MOGGINN
OG NÝI iPADINN Á AÐEINS
2.990 KR. Á MÁN.
TA K M A R K A Ð M A G N
Gríptu tækifærið og farðu á
www.mbl.is/mogginn/ipad