Morgunblaðið - 30.05.2012, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 30.05.2012, Qupperneq 11
Morgunblaðið/Styrmir Kári Kennari Hulda Hlín Magnúsdóttir segir skemmtilegt að kenna börnum þar sem þau séu svo hugmyndarík. og því hvernig hann notar and- stæður eins og ljós og skugga. Í þetta hef ég sótt innblástur og er hrifin af að nota bæði þessar and- stæður og ýmiss konar liti. Landið sjálft er líka heillandi, fólkið og menningin og fegurðin í umhverf- inu. Áhugi á listinni er almenn en Ítalir læra mikið um list og menningu í skólanum alveg eins og við lærum jarðfræði eða annað slíkt,“ segir Hulda Hlín. Litir og tungumál Hulda Hlín segir skemmtilegt að kenna börnum enda séu þau hugmyndarík og því auð- velt að vinna með þeim á skapandi hátt sem þenn- an. Hún kenndi slíkt námskeið á Barnamenn- ingarhátíð nú í vor sem heppnaðist vel. Nám- skeiðið Töfraheimur lit- anna, sem hefst næst- komandi mánudag 4. júní, er ætlað börnum á aldrinum 3-9 ára. En hópnum verður skipt eft- ir aldri og læra börnin svipaða hluti en þau yngri skemur í senn. Á námskeiðinu velja börnin sér meðal annars sinn uppáhaldslit og læra hvað hann heitir á ítölsku og frönsku. En Hulda Hlín, sem ólst upp í Frakk- landi til 10 ára aldurs, lauk BA- námi í ítölsku og frönsku við Há- skóla Íslands og tengir þá kunnáttu sína inn í námskeiðið. Hulda Hlín er með kenn- arapróf en á meðan á nám- inu stóð kenndi hún lista- sögu í MH og menningarfræði í Verzl- unarskólanum. Heilluð af fjöllunum Hulda Hlín málar bæði portrett og landslags- myndir. Hún er heilluð af íslenskum fjöllum og segir að íslenska landslagið hafi ætíð heillað sig. Nám- skeiðið fer fram á vinnu- stofu Huldu Hlínar í miðbæ Reykjavíkur en einnig fer hún með hópinn á listasöfn og könn- unarferðir um bæinn. Nán- ari upplýsingar um nám- skeiðin má nálgast á vefsíðunni huldahlin.com eða á Facebook Á námskeiðinu velja börnin sér meðal annars sinn uppáhaldslit og læra hvað hann heitir á ítölsku og frönsku. Töfraheimur Börnin læra að blanda eigin liti. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2012 Landspítalans til að fagna því að þær fengu kosningarétt 19. júní 1915 og tók spítalinn til starfa árið 1930. Á árunum 1974-1976 söfnuðu konur innan Bandalagsins fé til að stækka Fæðingardeild Landspít- alans. Bandalagið kom upp starfs- menntunarsjóði ungra kvenna 18. mars 1995 til að styrkja konur til að afla sér aukinnar menntunar og sjálfshjálpar. Þörfin var brýn, að- allega meðal einstæðra mæðra. Reisa þarf land úr rústum Bandalagið hefur alla tíð stutt við uppbyggingu dagvistunar barna og studdi einnig tillöguna um skóla- skyldu sex ára barna sem hófst árið 1970. Kvennahúsið Hallveigarstaðir var vígt á kvenréttindadaginn 19. júní 1967 eða fimmtíu og tveimur árum eftir að íslenskar konur fengu kosningarétt og var það skírt í höf- uðið á Hallveigu Fróðadóttur, fyrstu landnámskonunni í Reykjavík. Konur eru enn driffjaðrir flestra framfara þegar kemur að hags- munum kvenna, barna og aldraðra. Konur í Bandalagi kvenna í Reykja- vík halda merki formæðra sinna á lofti og láta ekki deigan síga þegar reisa þarf landið úr rústum efna- hagshruns og vonandi verður svo um ókomna tíð. Hallveigarstaðir Mikið kvennahús í eigu Kvenfélagasambands Íslands, Bandalags kvenna í Reykjavík og Kvenréttindafélags Íslands. Slysavarnafélagið Landsbjörg, í sam- starfi við Sjóvá, ætlar á næstu dög- um að hitta krakka í 6. bekk grunn- skóla víða um land og fræða þau um notkun á reiðhjólahjálmum, skyldu- búnað reiðhjóla og merkingu um- ferðarmerkja. Hjólreiðaþraut verður sett upp og gefst krökkunum svo kostur á að vinna vinninga með því að svara nokkrum léttum spurningum. Rétt er að brýna eftirfarandi fyrir fólki:  Hjálmur sem hefur orðið fyrir hnjaski eða slysi er ónýtur. Honum þarf að henda.  Ekki má líma límmiða á hjálminn en það getur eyðilagt virkni hans til að verja höfuðið vel.  Ekki má stinga í frauðplastið inni í hjálminum því ef það er skemmt virkar hjálmurinn ekki eins og vera ber.  Ekki má skrifa með tússpennum á hjálminn því efni í tússpennum geta haft áhrif á styrkleikann í frauð- plastinu og skemmt það.  Mikilvægt er að farið sé reglulega yfir stillingar á hjálminum og ástand hans kannað því barnið stækkar.  Brýnið fyrir barninu að fara vel með hjálminn.  Það er best að nota buff eða lambhúshettu sem fellur þétt að höfðinu undir hjálminn. Ekki er æskilegt að nota húfu þar sem hún getur færst til og þar með hjálm- urinn líka.  Munið að endingartími hjálms er fimm ár. Reiðhjóladagar framundan Grunnskólabörn frædd um notkun á reiðhjólahjálmum Stilling Þegar hjálmurinn er stilltur þarf að setja hann beint niður á höf- uðið eins og myndin sýnir, mikilvægt er að hann halli ekki aftur á höfðinu. Þétt Bandið undir hökunni á að falla það þétt að einungis er hægt að koma einum fingri á milli. Það á ekki að herðast að. Betra er að hafa spennuna aðeins til hliðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.