Morgunblaðið - 30.05.2012, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2012
✝ Ásdís Sigfús-dóttir fæddist í
Vogum við Mývatn
27. nóvember
1919. Hún lést á
Landspítala,
Landakoti, 20. maí
2012.
Foreldrar henn-
ar voru Sigfús
Hallgrímsson,
bóndi og organisti,
og Sólveig Stef-
ánsdóttir frá Öndólfsstöðum í
Reykjadal. Börn þeirra voru í
aldursröð: Stúlka, f. 1912, dáin
sama dag, Ólöf, f. 1913, d.
1926, Bára, f. 1915, d. 2000,
Stefán, f. 1917, d. 1999, Ásdís,
f. 1919, d. 2012, Hinrik, f.
1922, Valgerður, f. 1925, d.
2009, Sólveig Erna, f. 1927,
Jón Árni, f. 1929, og Guðfinna
Kristín, f. 1933.
Ásdís eignaðist eina dóttur,
Sólveigu Ólöfu Jónsdóttur, f.
1949. Faðir hennar var Jón M.
Guðmundsson, bóndi á Reykj-
um, f. 1920, d. 2009. Sólveig
Ólöf er gift Pétri R. Guð-
mundssyni, f. 1948. Börn
þeirra eru: 1) Guðmundur
Hrannar, f. 1967, kvæntur El-
ínu B. Gunnarsdóttur, f. 1970.
Dætur þeirra eru Eva Sólveig,
f. 1991, Ásdís Eir, f. 1993 og
urra ára en þá fluttu þær til
Reykjavíkur. Þar starfaði Ás-
dís m.a. sem matráðskona í
Skíðaskálanum í Hveradölum,
Laugarnesskólanum um árabil
og Vegagerð ríkisins fram til
starfsloka árið 1980. Ásdís
dvaldi í Vogum á sumrin á
meðan foreldrar hennar voru á
lífi og gekk í öll verk innan-
dyra sem utan. Hún lagði ein-
staka alúð við að fegra um-
hverfi sitt og vann sérstaklega
að uppbyggingu á fjöl-
skyldulundinum Húsnestá. Á
heimili hennar í Reykjavík var
alltaf gestkvæmt. Systkinabörn
hennar ýmist bjuggu eða áttu
athvarf hjá henni á námsárum
sínum og aðrir ættingjar þegar
sinna þurfti erindum í höf-
uðborginni. Ásdís var mikill
náttúruunnandi. Hún ræktaði
garðinn sinn sem var eins og
lítill skrúðgarður og var annt
um landið og umhverfið. Hún
byrjaði snemma að nýta jurtir
úr náttúrunni til heilsubótar og
var á undan sinni samtíð hvað
varðaði hollustu og heilbrigði.
Tónlistaráhuginn fylgdi henni
alla tíð og söng hún m.a. í
Liljukórnum og síðan í Kór
Langholtskirkju í fjölda ára.
Ásdís var listræn og með mikið
fegurðarskyn. Hún hafði unun
af lestri góðra bóka, ekki síst
ljóðabóka. Hæfileikar hennar
fengu að njóta sín í ljóðaskrif-
um og listmálun.
Ásdís verður jarðsungin frá
Langholtskirkju í dag, 30. maí
2012, kl. 15.
Erla Margrét, f.
2004. 2) Birgir
Tjörvi, f. 1972,
kvæntur Erlu
Kristínu Árnadótt-
ur, f. 1976. Börn
þeirra eru Kristín
Klara, f. 2000 og
Árni Pétur, f.
2006. 3) Ásdís Ýr,
f. 1976, í sambúð
með Haraldi Erni
Ólafssyni, f. 1971.
Börn þeirra eru Sólveig Krist-
ín, f. 2008, og Ólafur Örn, f.
2010. 4) Bryndís Ýr, f. 1978,
gift Jürgen Maier, f. 1978.
Börn þeirra eru Ísak Þorri, f.
2002, Freyja, f. 2005, og Marta,
f. 2009.
Ásdís ólst upp í Vogum í
fjölmennum hópi fjölskyldu og
frændfólks. Söngur og hljóð-
færaleikur var ríkur þáttur í
heimilislífinu og fékk hún til-
sögn í orgelleik og söng hjá
föður sínum. Veturinn 1940-
1941 nam Ásdís við Húsmæðra-
skólann á Laugum í Reykjadal
og vann svo við Héraðsskólann
á Laugum árið eftir. Síðan lá
leið hennar til Reykjavíkur þar
sem hún vann m.a. á sauma-
stofu hjá kjólameistara og
lærði kjólasaum. Ásdís bjó í
Vogum þar til Sólveig var fjög-
Ég hef augu mín til fjallanna:
Hvaðan kemur mér hjálp?
Amma Ásdís hafði oft með mér
kvöldbænir þegar ég var lítill
drengur. Ég trúði því vel sem
hún sagði mér að Guð og Jesú
pössuðu mig, mömmu og pabba,
Guðmund, Ásdísi og Bryndísi á
meðan við svæfum. Hún minntist
þess svo reglulega í meira en
þrjátíu ár hversu lengi ég hefði
verið að sofna. En ég hafði líka
mikið um að hugsa. Ég velti oft
fyrir mér á koddanum hvort hún
væri kannski engill. Bæði vissi
hún mjög mikið um Guð og allt
hans fólk, en svo var hún bara svo
ótrúlega hlý og góð; var sífellt að
hugsa um aðra, biðja fyrir þeim
sem áttu bágt, kveikja kertaljós
svo lýsa mætti hverju manns-
barni sem hún hafði frétt að liði
illa. Þegar ég var kvíðinn, hrædd-
ur eða leiður hóf ég augu mín til
hennar og mér kom ætíð hjálp,
hvort sem hún var mér nær eða
fjær. Hún var minn verndareng-
ill.
Amma hafði unnið ýmis erfið
og lýjandi störf til að sjá sér og
mömmu farborða við alls konar
aðstæður. Borið mömmu í fangi
sínu í gegnum lífsins þrautir, ein-
sömul, þótt hún hafi auðvitað átt
góða fjölskyldu og athvarf í Mý-
vatnssveitinni. En amma lét
snemma af slítandi erfiðisvinnu,
um sextugt. Í því fólst lán okkar
systkinanna. Hún bjó öll mín
æskuár í næsta húsi og alltaf þétt
við mömmu hlið. Hún var hluti
daglegrar tilveru okkar litlu fjöl-
skyldu og var með okkur næstum
alla daga. Óhætt er að segja að
frá því við opnuðum lítil augu í
fyrsta sinn vafði hún mömmu og
okkur ömmubörnin hlýjum faðmi
sínum og vék aldrei frá. Pabbi var
rétt rúmlega barn að aldri, 18 ára
gamall, þegar hann kom inn í líf
mömmu og ömmu. Þeirra sam-
band var alla tíð einstakt, fullt
væntumþykju og pabbi var
ömmu mikil styrkur, einkum síð-
ustu æviárin.
Litla kjallaraíbúðin hennar
ömmu Ásdísar í Hörðalandi 8 var
griðastaður. Ég geymi í sérstöku
minni innilegar samræður og ein-
stakar stundir sem við áttum tvö,
þegar ég las þar fyrir próf í há-
skólanum, vikum og mánuðum
saman. Það er skrýtin tilfinning
að geta ekki hallað sér þar fram-
ar. Mér er til efs að meiri friðsæld
á fermetra hafi verið að finna á
hennar dögum. Í agnarlitla
blómarósagarðinum var hægt að
finna ilminn af rækt hennar við
það sem henni var kært. Hún
barst ekki á og sýndi að ríkidæmi
verður ekki mælt í peningum eða
vegtyllum. Gjafir sínar færði hún
áreynslulaust: samhug, alúð,
hjartahlýju og kærleika, og upp-
skar ást og virðingu.
Ég kveð ömmu Ásdísi með
miklum söknuði. Ég er þakklátur
fyrir það sem hún veitti mér,
Erlu Krístínu og börnunum okk-
ar, Kristínu Klöru og Árna Pétri.
Á fermingardaginn færði
amma mér Biblíuna að gjöf. Hún
hafði sérstaklega merkt við sálm
nr. 121, en þessi minningarorð
mín hóf ég á fyrsta versi. Ég læt
lokavers sálmsins sem hún bað
mig að rifja reglulega upp, fylgja
hinstu kveðju minni til hennar.
Hvíl í friði, elsku amma mín. Þú
verður ætíð engillinn okkar:
Drottinn mun vernda þig fyrir öllu illu,
hann mun vernda sál þína.
Drottinn mun varðveita útgöngu þína,
og inngöngu
héðan í frá og að eilífu.
Birgir Tjörvi Pétursson.
Amma Ásdís hefur kvatt þenn-
an heim á 93. aldursári sínu.
Amma Ásdís lifði ákaflega lát-
lausu lífi, var nægjusöm með ein-
dæmum, dugleg einstæð móðir á
uppeldisárum móður okkar,
ræktaði fjölskyldu sína og frænd-
garð af alúð, og garðinn sinn í
Fossvoginum sem hún unni og
Húsnestá í Mývatnssveit, sem
var hennar himnaríki. Hún var
einstaklega hjarthlý og um-
hyggjusöm kona, hjálpsöm og
fórnfús.
Amma Ásdís var mjög listræn
og málaði margar fallegar mynd-
ir úr náttúrunni, af blómum,
trjám og fjöllum, enda þótti henni
vænt um íslenska náttúru, ilminn
af rósunum, birkinu og vorinu í
loftinu. Mörg afmæliskortin til
okkar fjölskyldunnar, voru hand-
verk hennar ásamt fallegum orð-
um eða ljóðum, sem geyma munu
minningu hennar um ókomna tíð.
Það má segja að við systkinin
höfum átt tvær mæður. Móður
okkar og ömmu Ásdísi. Amma
Ásdís var alla tíð mikið á okkar
heimili og órjúfanlegur hluti fjöl-
skyldunnar. Hún aðstoðaði móð-
ur okkar við húsverkin, annaðist
okkur barnabörnin, gætti þess að
herbergi væru hrein og fín, föt
vel straujuð og á boðstólum
smurt brauð og heimabökuð
hjónabandssæla þegar komið var
heim úr skóla. Hún mælti svo fyr-
ir að börnin hefðu bænirnar sínar
á kvöldin en trúin var ríkur þátt-
ur í lífi hennar.
Minningarnar eru margar og
ljúfar. Ég man það eins og hafi
gerst í gær þegar ég sem lítill
strákur og amma roguðumst með
hraungrjót, er virtist bjarg þá, úr
Stórarjóðri í Mývatnssveit heim í
Voga. Á mínum námsárum í há-
skólanum var ég öllum stundum
hjá ömmu Ásdísi í Hörðalandi,
við nám og einkum próflestur.
Þar var ég mættur snemma
morguns og var daglangt. Alltaf
beið mín hafragrautur, súrt slát-
ur og nýuppáhellt kaffi á gamla
mátann. Þetta voru mjög
ánægjulegar og notalegar stund-
ir. Fylgdist hún alla tíð náið með
okkur systkinunum og síðar
börnum okkar, hvort heldur var í
leik, námi eða starfi. Við eigum
eftir að sakna hringinga frá
ömmu þar sem eina erindi hennar
var að vita hvort börnin væru
ekki örugglega komin heim, búin
að borða og farin í háttinn. Gleðin
og kímnin voru aldrei langt und-
an, en í gegnum tíðina lagði ég
mig allan fram við að finna upp á
ýmsum öfugmælum og fá hana til
að trúa sem við á endanum skelli-
hlógum bæði að. Það var nú
reyndar orðið svo að amma var
hætt að trúa einu einasta orði frá
mér og sagði oftsinnis; „vertu nú
ekki með þessa vitleysu Guð-
mundur minn“, jafnvel þó að ekk-
ert grín hefði þá verið á ferðinni
af minni hálfu.
Þrátt fyrir háan aldur var
amma Ásdís alla tíð ungleg og fal-
leg kona, eltist lítt og var ern. Það
var eins og tíminn gæti ekki færst
úr stað og nánast ómögulegt að
ímynda sér að sá tími gæti komið
að amma Ásdís yrði ekki lengur á
meðal okkar. Minningin lifir og
verður amma Ásdís áfram hjá öll-
um þeim í anda, sem hún unni svo
mikið, móður okkar og föður,
barnabörnum, tengdabörnum og
barnabarnabörnum og nánustu
ættingjum öllum. Mun hún halda
verndarhendi yfir okkur öllum
svo sem hún ávallt gerði.
Með þessum orðum kveð ég
ömmu mína Ásdísi.
Megi Guð geyma þig.
Guðmundur Hrannar.
Elsku besta amma Ásdís um-
vafði okkur sinni einstöku hlýju
alla tíð, kenndi okkur svo margt
og var okkar fyrirmynd. Við
vörðum mörgum stundum hjá
ömmu á fallega heimilinu hennar
þar sem ríkti svo mikill friður og
ró að það var eins og að koma inn
í annan heim. Hvergi annarsstað-
ar var jafn gott að halla sér og í
Hörðalandi, við kertaljós og lág-
væra kórtónlist. Hún náði í kodda
undir höfuð og fætur og breiddi
yfir okkur. Amma var alltaf með
okkur, tók á móti okkur þegar við
komum heim úr skólanum og
gætti okkar þegar mamma og
pabbi voru erlendis. Hápunktur-
inn var að fá að gista í Hörðalandi
en þá fengum við fótanudd og svo
færði hún okkur heitt súkkulaði
og morgunverð í rúmið. Á ung-
lingsárunum var Hörðalandið
okkar griðastaður. Við lærðum
hjá henni fyrir próf og þá sá hún
til þess að við nærðumst og hvíld-
um okkur. Svo á morgnana fyrir
próf henti hún skóm á eftir okk-
ur, það átti að boða lukku. Það
fannst henni alltaf jafn fyndið og
fór maður með bros á vör í prófið.
Þetta voru ómetanlegar stundir.
Svo í seinni tíð, ekki síst þegar við
vorum í fæðingarorlofi, var svo
gott að koma til ömmu með litlu
börnin okkar sem voru svo hepp-
in að fá tækifæri til að tengjast
langömmu sinni svona vel. Hún
kom stundum gangandi með
pönnukökur meðferðis en ef eng-
inn var heima smeygði hún þeim
bara inn um gluggann. Ef hún
hafði bakað brauð hringdi hún og
spurði hvort við gætum ekki
komið við, svo börnin fengju eitt-
hvað af því.
Amma kenndi okkur það með
umhyggju sinni og hlýju hvað það
er að vera góð móðir. Amma og
mamma voru óaðskiljanlegar og
hún var alltaf til staðar fyrir okk-
ur. Þá var pabbi eins og sonur
hennar og var samband þeirra
einstakt. Hún lagði svo mikla
áherslu á að sýna börnum um-
hyggju og athygli, var börnunum
okkar svo góð, og hvatti okkur
alltaf til að vera bara sem mest
með þau í fanginu. Það var því
merkilegt þegar hún sagði okkur
að mamma hennar hefði valið
henni nafnið Ásdís eftir Ásdísi á
Bjargi, móður Grettis, þar sem
hún væri tákngervingur fyrir
góða, ástríka móður, einmitt það
sem hún var sjálf.
Amma var fyrirmynd okkar á
fleiri sviðum. Hún var sjálfstæð
og dugleg og fór sínar eigin leiðir.
Hún las mikið og sagði að ef hún
hefði haft tækifæri til að læra
hefði hún lært heimspeki. Einnig
las hún mikið fyrir okkur, en
Sálmurinn um blómið og sagan
um Berjabít munu ávallt skipa
stóran sess í hjarta okkar. Hún
sagði okkur líka margar sögur af
lífinu í Vogum frá því hún var lítil
stelpa og var mikill ævintýrablær
yfir þeim. Hún hafði dálæti á litlu
kiðlingunum sem hoppuðu og
skoppuðu um hraunin, ilminum af
lynginu, spegilsléttu vatninu á
morgnana, fjöllunum í kring, og
átti Húsnestá sérstakan stað í
hjarta hennar. Þannig kenndi
hún okkur að bera virðingu fyrir
öllu lífi, blómum, náttúrunni og
umhverfinu.
Í dag kveðjum við ömmu Ás-
dísi með miklum söknuði en vit-
um að nú líður henni vel. Við
þökkum allt það sem hún gerði
fyrir okkur og litlu fjölskyldurnar
okkar.
Ásdís Ýr og Bryndís Ýr.
Með mikilli sorg og söknuði
kveðjum við þig, elskulega
langamma okkar. Við leitum
huggunar í allar góðu stundirnar
sem við höfum fengið með þér og
við munum ekki gleyma hversu
notalegt og hlýlegt það var að
koma til þín. Þú varst alltaf svo
góð við okkur. Þú léttir okkur
lundina með góðum sögum og
gleymum við ekki sögunni um
Skessuna í Blálandseyjum. Alltaf
var jafn gott að fá fótanudd í
hvert skipti sem við komum til
þín og við systurnar munum aldr-
ei gleyma því. Svo lékum við okk-
ur í fallega garðinum þínum og
tíndum svo rabarbara á sumrin í
stóra garðinum. Svo má ekki
gleyma heimsins besta hýðishrís-
grjónagrautnum sem þú bjóst til,
hann var sá allra besti. Hvíldu í
friði, elsku amma okkar.
Átta ára stúlkan mín,
ég engla bið að gæta þín
í sveitinni þú leikur létt,
og lærir margt og gerir rétt.
Hún segir kannski við pabba;
sérðu hvað dugleg hún er
Ásdís litla okkar,
hún gerir er ætlar hún sér.
(Ásdís Sigfúsdóttir – 2000.)
Þínar langömmustelpur,
Ásdís Eir, Eva Sólveig
og Erla Margrét.
Fallin er frá mín kæra
ammalangamma Ásdís. Ég mun
sakna góðu stundanna með þér,
stundanna mun ég minnast með
gleði í hjarta. Efst í huga mínum
er þakklæti fyrir að kynnst þér
og fyrir þann tíma sem við áttum
saman. Þín verður sárt saknað og
alls hins góða sem kom frá þér.
Nú blasir við blátt berjalandið
og heiður himininn. Takk fyrir
allt sem þú varst mér og allt sem
þú gafst mér.
Ég kveð þig að sinni, sjáumst
síðar.
En það er ótrúlegt
hve vindur getur snúist alveg ofur-
skjótt.
Og svo er hljótt.
Allt sem var og allt sem er.
Eftirleiðis annar heimur hér.
Það er sagt að tíminn muni græða
hjartasár
en sársaukinn þó hverfur tæpast alveg
næstu ár.
Ó, þau sakna þín.
En þau þakka fyrir það að hafa fengið
að eiga með þér þetta líf.
Því fær enginn breytt sem orðið er.
Og öll við verðum yfirleitt að taka því
sem að ber að höndum hér.
Sama lögmálið hjá mér og þér
en það er gott að ylja sér við minning-
anna glóð
lofa allt sem ljúfast var meðan á því
stóð.
Ó, þau sakna þín.
En þau þakka fyrir það að hafa fengið
að eiga með þér þetta líf.
(S. Hilmarsson.)
Elín Bubba.
Elsku langamma okkar er dá-
in. Við söknum hennar mikið og
okkur finnst leiðinlegt að hafa
ekki getað hitt hana svo lengi. Við
þökkum henni fyrir það hvað hún
var alltaf góð við okkur. Hún
steikti bestu pönnukökur í heim-
inum. Við munum sakna þess að
geta ekki heimsótt hana í Hörða-
landið og leikið með gula húsið og
dótið í rauða kassanum.
Við kveðjum hana með bæn-
inni sem hún kenndi okkur og
trúum því að nú líði henni vel í
Blómalandi, á meðal fugla og fiðr-
ilda.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti, sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
(Ásmundur Eiríksson)
Þín langömmubörn,
Ísak Þorri, Freyja og Marta.
Mér er bæði ljúft og skylt að
minnast Ásdísar móðursystur
minnar því henni á ég einstaklega
mikið að þakka. Ein fyrsta minn-
ing mín tengist því þegar hún tók
það hlutverk að sér að fylgja mér
á sjúkrahús fjögurra ára gamalli
er móðir mín var veik og gat það
ekki. Seinna komst ég að því að á
sama tíma hafði verið haldin mik-
il fjölskylduhátíð heima í Vogum
því afi og amma áttu gullbrúð-
kaup og Ásdís hafði haft veg og
vanda af undirbúningnum fyrir
þá hátíð. Af því öllu missti hún og
sýndi þá mannkosti sem ein-
kenndu hana alla tíð, sem var
takmarkalaus kærleikur til ætt-
ingja sinna og vina. Þannig gekk
Ásdís mér í móðurstað frá fyrstu
tíð og úr því hlutverki fór hún
aldrei alveg.
Á menntaskólaárunum fékk
ég að búa hjá Ásdísi og naut þar
yndislegs atlætis, öryggis og
kærleika í hvívetna. Ást hennar á
tónlist og kirkju hreif mig á þess-
um árum, ég fylgdi henni í Lang-
holtskórinn sextán ára og söng
við hlið hennar. Saman fórum við
í kirkju á sunnudögum, oft gang-
andi innan úr Selvogsgrunni ef
veður var gott. Sérstaklega er
mér minnisstæð ein slík kirkju-
ganga eldsnemma á páskadags-
morgni í flæðandi sól og fallegu
veðri. Uppáhaldið var að hlusta á
sr. Sigurð Hauk predika og
ræddum við Ásdís oft um inni-
hald ræðunnar eftir messu. Ás-
dís var áhugasöm um andleg
málefni og las mikið slíkar bók-
menntir. Hún efaðist ekki um líf
að loknu þessu enda alin upp við
slíka trú heima í Vogum þar sem
ekkert þótti eðlilegra en að tala
um handanheima og framhalds-
líf. Þetta var einnig umræðuefni
hennar og móður minnar síðustu
dægrin sem hún lifði þegar þær
töluðu um hvílíkt tilhlökkunar-
efni þar væri að vakna í blóma-
brekkunni handan þessa heims
og finna þar alla ættingjana sem
á undan væru farnir. Ásdís ótt-
aðist ekki dauðann, þvert á móti
var hún full tilhlökkunar og
trúartrausts þegar hún fann
stundina nálgast.
Líferni Ásdísar frænku var
fagurt til hinstu stundar og öðr-
um til eftirbreytni. Umhyggju-
semi í garð annarra var henni
eðlislæg, um það geta ótal marg-
ir borið vitni, nágrannar jafnt
sem nánustu ættingjar. Hún
fylgdist með systkinabörnum
sínum, kunni afmælisdaga
flestra og ekki bara þeirra held-
ur líka maka þeirra, barna og
jafnvel barnabarna. Allt var
skrifað í bók, allir voru jafn dýr-
mætir í hennar augum og margir
voru þeir sem hún hringdi í á af-
mælisdaginn. Hún elskaði allt
sem var fagurt, blómarækt var
sérgrein hennar og í garðinum
hennar í Hörðalandi blómstruðu
fegurstu rósir ár hvert. Aldrei
brást að maður fór heim með rós
að sumri til. Að vetri til átti hún
það til að gefa manni blóm úr
gluggakistunni í stofunni.
Að leiðarlokum vil ég þakka
Ásdísi veganestið sem reynst
hefur bæði hollt og drjúgt. Það
veganesti er þess eðlis að það
gengur ekki til þurrðar því upp-
spretta þess er ótæmandi. Hin
ótæmandi uppspretta er aðeins
ein og hún er kærleikur. Þeim
kærleika er best lýst með orðum
Páls postula í Rómverjabréfinu
þar sem segir: „Kærleikurinn
fellur aldrei úr gildi.“ Guð blessi
minningu Ásdísar frænku og
styrki ástvini hennar alla á sorg-
arstundu.
Sólveig Anna Bóasdóttir.
Ásdís
Sigfúsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Í dag kveð ég Ásdísi Sig-
fúsdóttur, ömmu Birgis
míns og langömmu
barnanna minna. Ég kveð
hana með söknuði en jafn-
framt með þakklæti fyrir
þá hlýju og umhyggju sem
hún sýndi okkur. Þær voru
ómetanlegar stundirnar
sem við áttum með henni,
sérstaklega í Hörðalandi
þar sem alltaf ríkti ró og
friður. Munum við búa að
þeim minningum um alla
tíð. Ásdís var ekki bara
amma og langamma, hún
var einnig vinkona. Fyrir
það verð ég ævinlega þakk-
lát.
Erla Kristín Árnadóttir.
Fleiri minningargreinar
um Ásdísi Sigfúsdóttur bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.