Morgunblaðið - 30.05.2012, Qupperneq 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2012
Eftirvæntingar hinna rúm-lega 200 áheyrenda íNorðurljósasal Hörpu tilhins virta þýzka tenórs
Christophs Prégardien sl. sunnudag
voru næsta áþreifanlegar, enda
hafði kynningardeild Listahátíðar
að vanda ekki látið sitt eftir liggja.
Hvað auglýsingum viðvíkur mætti
annars oftar reyna að draga fram
persónuleg sérkenni viðkomandi
listamanna en gert er, svo þeir
hverfi ekki í einsleitum lofrullum
sem enginn vandi er að tína saman.
En þá væri líklega beðið um „menn-
ingarrannsóknarblaðamennsku“
sem lítið hefur borið á hingað til.
Í þeim efnum vakti uppgefið sam-
starf Prégardiens við upprunaflutn-
ingsforkólfa eins og Herreweghe,
Harnoncourt og Gardiner þannig
von um að reynslan myndi einnig
skila sér í yngri músík en barokki,
s.s. í ljóðasöngvum Schuberts og
Schumanns. Enda kom það líka
fram, m.a. með fjölbreyttum af-
brigðum af titri niður í ekkert –
hversu fréttnæmt sem það þykir nú-
orðið, tíu árum frá því er Andreas
Schmidt tjáði mér á skotspónum að
upprunatúlkun væri farin að setja
sitt mark á rómantískan óperu- og
ljóðasöng. Reyndar bar ekki á öðru í
flutningi Jonasar Kaufmann í Eld-
borg fyrir ári (Hinn nýi óperutenór).
Fyrstu kynnin af tvíeyki þeirra
Prégardiens og Eisenlohrs ollu að
vísu óvæntum vonbrigðum. Jafn-
vægið var lengi vel ekki gott; píanó-
ið var víða of sterkt, og veikustu
nótum söngvarans hætti til að týn-
ast á leiðinni til öftustu sætaraða. Þá
átti söngurinn stundum til að um-
breytast í talsöng, og sumir efstu
tónar í hvellt „gjamm“ líkt og ágerð-
ist hjá Fischer-Dieskau undir lok
ferilsins. Hverju var salnum og
hugsanlega ómstillingu hans um að
kenna, eða hvað stafaði af ónægum
þindarstuðningi, er ekki gott að
segja. Hafi söngvarinn ekki einfald-
lega verið þetta seinn að hitna, því
fram undir hlé og einkum í seinni
hálfleik lagaðist hvorttveggja balans
milli aðilja og styrkjöfnun í söng til
muna, samfara auknu tenútó-
úthaldi.
Þar við bætast hugsanlega for-
dómar í garð ljóðrænna tenóra þeg-
ar viðfangsefnið er í drungalegra
lagi og virðist henta betur dimmara
raddsviði barýtons og bassa. Um
það voru fáein dæmi í Schulze-
söngvum Schuberts. Að fyrrgetnu
nöldri viðbættu þótti mér því seinni
hluti tónleikanna – 12 laga sveigur
Schumanns við ljóð Eichendorffs –
standa upp úr. Þar var frammi-
staðan oft frábær, og eiginlega á
stöðugri uppleið frá hápunktum á
við Waldesgespräch, Mondnacht
(hvílík óviðjafnanleg kyrrð!) og
smitandi rökkursdulúð í Zwielicht
fram að þrem aukalögum í lokin.
Þau enduðu með tónsetningu Schu-
manns á Napóleonsþáþrá Heines,
Die beiden Grenadiere, við dúndr-
andi fallbyssudrunur, vígreifa til-
vitnun í La Marseillaise og spreng-
heitar undirtektir áheyrenda við
hæfi.
Á hægri uppleið
Lagaðist Seinni hluti tónleikanna stóð upp úr að mati gagnrýnanda.
Norðurljósum í Hörpu
Listahátíð – einsöngstónleikar
bbbmn
Schubert: Níu lög við ljóð Ernsts
Schulze. Schumann: Ljóðaflokkur Op.
39 við ljóð Joachims von Eichendorff.
Christoph Prégardien tenór, Ulrich
Eisenlohr píanó. Sunnudaginn 27. maí
kl. 20.
RÍKARÐUR Ö.
PÁLSSON
TÓNLIST
Ljósmynd/marcoborggreve.com
Amour, kvikmynd austurríska leik-
stjórans Michaels Haneke, hlaut að-
alverðlaun kvikmyndahátíðarinnar
í Cannes sunnudaginn sl. Haneke
hlaut sömu verðlaun fyrir þremur
árum á hátíðinni, fyrir kvikmynd
sína Das weiße Band, Eine
deutsche Kindergeschichte. Danski
leikarinn Mads Mikkelsen var val-
inn besti leikarinn á hátíðinni, fyrir
leik sinn í sálfræðitryllinum Jagten.
Tvær leikkonur deildu verðlaunum
fyrir bestan leik leikkvenna, þær
Cosmina Stratan og Cristina Flutur
fyrir myndina Beyond the Hills.
Verðlaun fyrir bestu leikstjórn
hlaut mexíkóski leikstjórinn Carlos
Reygadas fyrir Post Tenebras Lux.
Haneke hlaut Gullpálmann í annað sinn
Ánægð Haneke með aðalleikurum Amour, Jean-Louis Trintignant og Emmanuelle Riva.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
568 8000 | borgarleikhus.is
Rómeó og Júlía – síðustu sýningar
Svar við bréfi Helgu (Nýja sviðið)
Mið 30/5 kl. 20:00 15.k Sun 3/6 kl. 20:00 18.k Lau 9/6 kl. 20:00 20.k
Fim 31/5 kl. 20:00 16.k Þri 5/6 kl. 20:00 aukas Sun 10/6 kl. 20:00 lokas
Fös 1/6 kl. 20:00 aukas Mið 6/6 kl. 20:00 19.k
Lau 2/6 kl. 20:00 17.k Fös 8/6 kl. 20:00 aukas
Byggt á metsölubók Bergsveins Birgissonar. Hrífandi saga um þrá og eftirsjá
Rómeó og Júlía (Stóra svið )
Sun 3/6 kl. 20:00 Fös 8/6 kl. 20:00 Sun 10/6 kl. 20:00 aukas
Ógleymanleg uppfærsla Vesturports. Síðustu sýningar!
Tengdó (Litla sviðið)
Sun 3/6 kl. 20:00 Fös 8/6 kl. 20:00 lokas
Sönn saga. Í samstarfi við CommonNonsense. Síðustu sýningar!
Bastards - fjölskyldusaga (Stóra sviðið)
Fim 31/5 kl. 20:00 fors Fös 1/6 kl. 20:00 Lau 2/6 kl. 20:00
Í samstarfi við Vesturport ofl. Aðeins þessar sýningar á Listahátíð
Beðið eftir Godot (Litla sviðið)
Fös 1/6 kl. 20:00 Lau 2/6 kl. 20:00 Lau 9/6 kl. 20:00 lokas
Tímamótaverk í flutningi pörupilta
Les Misérables - Vesalingarnir (Stóra sviðið)
Fös 1/6 kl. 19:30 Lau 9/6 kl. 19:30 Lau 16/6 kl. 19:30
Lau 2/6 kl. 19:30 Sun 10/6 kl. 19:30 Fim 21/6 kl. 19:30
Fös 8/6 kl. 19:30 Fös 15/6 kl. 19:30 Fös 22/6 kl. 19:30
Fimm stjörnu stórsýning! Síðasta sýning 22. júní.
Dagleiðin langa (Kassinn)
Sun 3/6 kl. 19:30 Fim 7/6 kl. 19:30
Mið 6/6 kl. 19:30 Lau 16/6 kl. 19:30 Allra
síð.sýn.
Eitt magnaðasta fjölskyldudrama 20. aldarinnar. Síðustu sýningar.
Afmælisveislan (Kassinn)
Mið 30/5 kl. 19:30 15.sýn Fös 1/6 kl. 19:30 Lau 1/9 kl. 19:30
Fim 31/5 kl. 19:30 16.sýn Lau 2/6 kl. 19:30 Sun 2/9 kl. 19:30
Eitt vinsælasta verk Pinters. Sýningar í september komnar í sölu.
Kristján Eldjárn - minningartónleikar (Stóra sviðið)
Fim 7/6 kl. 20:00
Allur ágóði rennur í minningarsjóð Kristjáns Eldjárn
Gamli maðurinn og hafið (Kúlan)
Fös 8/6 kl. 19:30 Sun 10/6 kl. 19:30 Fös 15/6 kl. 19:30
Lau 9/6 kl. 19:30 Fim 14/6 kl. 19:30
Brúðusýning fyrir fullorðna eftir Bernd Ogrodnik. Listahátíð 2012
Pétur Gautur (Stóra sviðið)
Mið 30/5 kl. 19:30
Gestasýning frá Sviss í leikstjórn Þorleifs Arnarssonar. Listahátíð 2012
Glymskrattinn (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fös 1/6 kl. 22:30 Lau 2/6 kl. 22:30 Sun 3/6 kl. 16:00
Danssýning eftir Melkorku Sigríði og Sigríði Soffíu Níelsdóttur. Listahátíð
TRYGGÐU
ÞÉR SÆTI
ARMANI
D&G
STENSTRÖMS
BALDESSARINI
SCHUMACHER
T BY ALEXANDER WANG
CAMBIO
ROCCO P
PEDRO GARCIA
PAOLO DA PONTE
JAKKAFAT
ADAGAR T
IL 2. JÚNÍ
20% AFSL
ÁTTUR
HVERFISGÖTU 6 • S. 551 3470