Morgunblaðið - 30.05.2012, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 30.05.2012, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2012 Álnabær veitir alhliðaþjónustu er lýtur að gardínum. Máltaka, uppsetning og ráðleggingar. N Ý T T Á Í S L A N D I TWIN LIGHT GARDÍNUR Þú stjórnar birtunni heima hjá þér Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík ▪ Glerárgötu 32, Akureyri alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán -fös 11-18 SVIÐSLJÓS Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Þrátt fyrir mikla fjölgun ferðamanna og mikið álag á vissum stöðum er langur vegur frá því að ferðafólki finnist of mikil mannmergð á hálend- inu. Það hefur a.m.k. komið fram í könnunum sem Anna Dóra Sæþórs- dóttir, dósent í ferðamálafræði við Háskóla Íslands, hefur gert. Á þessu eru þó mikilvægar undantekningar. „Það sem mér finnst standa óþægi- lega upp úr er að um þriðjungi ferða- manna finnst of mikið um ferðafólk í Landmannalaugum,“ segir Anna Dóra. Þessar niðurstöður komu fram í könnun sumarið 2009 og hafði hlut- fallið hækkað úr 22% frá árinu 2000. „Ástandið er þó verra í Hrafntinnu- skeri – og það kom mér svolítið á óvart – því þar töldu 40% ferðamanna að þar væri of mikið um ferðafólk. Þetta er spurning um væntingar. Hrafntinnusker eru inni á reginöræf- um og þar á fólk ekki von á mörgum en lendir svo í mannfjölda. Þessa við- horfs gætir víðar við Laugaveginn því við Álftavatn taldi fjórðungur gesta að of mikið væri af ferðafólki,“ segir hún. Kannanir á upplifun ferðafólks í Hrafntinnuskeri og við Álftavatn voru gerðar í fyrrasumar. „Þetta seg- ir manni að Laugavegurinn er að verða uppseldur, að minnsta kosti yfir hásumarið.“ Anna Dóra hefur gert kannanir sem þessar á hálendinu sunnanlands en þar eru um 70% skráðra gistinátta á hálendinu. Hún segir að annars staðar sé ekki kvartað undan of mikl- um fjölda og ferðafólk í Kerlingar- fjöllum um Kjalveg hinn forna hafði frekar á orði að gjarnan mætti vera meira af ferðamönnum. Þessi svæði þoli vel aukna umferð. Við Kjalveg hafi verið reistir fínir skálar en það dugi skammt ef vatns- og salernismál eru ekki í viðunandi horfi. Þegar hún hafi verið þar fyrir tveimur sumrum hafi orðið vatnslaust á Hveravöllum, Þjófadölum og Þverbrekknamúla. Hvergi hafi verið upplýsingar fyrir göngufólk um að það þyrfti að taka með sér 2-3 daga vatnsbirgðir. „Það er ekki hægt að beina fólki á ný svæði nema þessi grund- vallaratriði séu í lagi,“ segir hún. Samkvæmt upplýsingum frá Ferðafélagi Íslands varð ekki vatnslaust í fyrra í Þver- brekknamúla og brunnur- inn við Þjófadali þornaði ekki. Óvænt mannmergð uppi á reginfjöllum  Um 40% fannst of mikið um ferðafólk í Hrafntinnuskeri Morgunblaðið/Brynjar Gauti Sýn Víða á Laugaveginum, milli Landmannalauga og Þórsmerkur, finnst ferðafólki að of mikið sé af ferðamönnum. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Það er verðugt umhugsunarefni hvort svo sé komið að upplýsinga- söfnun Seðlabanka Íslands fái ekki samrýmst nútíma-sjónarmiðum um einkalífsrétt í lýðræðisríki. Per- sónuvernd er ekki kunnugt um að nokkur annar seðlabanki í hinum vestræna heimi safni svo víðtækum persónuupplýsingum um borgara ríkisins,“ segir í umsögn Persónu- verndar um frumvarp efnahags- og viðskiptaráðherra um breytingu á lögum um gjaldeyrismál. Mjög víðar heimildir Persónuvernd er meðal þeirra sem gert hafa alvarlegar athuga- semdir við áðurnefnt frumvarp en í því er m.a. gert ráð fyrir auknu eft- irliti Seðlabanka Íslands með fjár- málastofnunum og einstaklingum vegna gjaldeyrishafta. Í umsögn sinni varar Persónu- vernd við auknum heimildum til bankans og leggur til að umrætt ákvæði verði fellt brott og í stað þess verði skýrt kveðið á um eft- irlitsskyldu bankans og takmörk á vinnslu persónuupplýsinga. Að undanförnu hefur frumvarpið verið til umfjöllunar í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Þar hefur verið farið yfir þær umsagnir og at- hugasemdir sem borist hafa en ný- verið barst þingnefndinni minnis- blað frá Seðlabankanum vegna athugasemda Persónuverndar. Umsögnin stendur „Það er ekkert í þessu minn- isblaði sem ég tel breyta þeirri um- sögn sem við gáfum þinginu,“ segir Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri Persónuverndar. Þá segir hún ljóst að verði frumvarpið samþykkt í óbreyttri mynd fái Seðlabanki Ís- lands ótakmarkaðar heimildir til söfnunar persónuupplýsinga. „Í hverju einasta lýðræðisríki er talið eðlilegt að stemma stigu við upplýsingasöfnun ríkisins um borg- arana nema almannahagsmunir kalli á annað. En þá má heldur ekki ganga lengra en þarf til að gæta og verja þá hagsmuni,“ segir Sigrún og ítrekar að Persónuvernd stendur föst á umsögn sinni. Guðlaugur Þór Þórðarson, þing- maður Sjálfstæðisflokks, situr í efnahags- og viðskiptanefnd Alþing- is. Hann tekur heilshugar undir áhyggjur Persónuverndar og varar eindregið við afleiðingum frum- varpsins og þá einkum þeim miklu eftirlitsheimildum sem Seðlabank- anum eru veittar. Heimildin minnir á Stasi „Við erum komin óþægilega ná- lægt Stasi-kerfinu. Það er alveg sama hvernig á það er litið,“ segir Guðlaugur Þór og bætir við að verði frumvarpið samþykkt óbreytt hljóti það að bjóða upp á misnotk- un. „Hvernig getur það samræmst almannahagsmunum að fylgjast t.a.m. með þeim tímaritum sem ein- staklingar kaupa,“ segir Guðlaugur Þór og bendir á að núgildandi heim- ildir og söfnun upplýsinga hafi þeg- ar stóraukist frá því sem áður var. „Núna er þetta brjálæði en þeir vilja bæta í [...] Fyrir erum við með miklu meira eftirlit með fólkinu í landinu en það gerir sér grein fyrir. Það er ekki hægt að rökstyðja þörf- ina fyrir þetta eftirlit en það er mjög auðvelt að benda á mögu- leikana til misnotkunar,“ segir Guð- laugur Þór. Eftirlit með fólkinu í land- inu er nóg fyrir  Varað við auknum heimildum til SÍ Morgunblaðið/Ómar Umdeilt Tillögur um rýmkun eft- irlitsheimilda vekur upp deilur. Kannanir Önnu Dóru hafa sýnt að erlendum ferðamönnum sem fara upp á hálendi finnst af- skaplega mikilvægt að náttúran sé óröskuð. Þeir vilja upplifa kyrrð og að þeir séu í víðernum. „En svo þegar spurt er um um- hverfisáhrif þá tekur meirihlut- inn lítið eða ekkert eftir rofi úr göngustígum, gróðurskemmd- um, traðki eftir hesta eða rusli á víðavangi. Ferðafólk er al- mennt séð ekki með mjög næmt auga fyrir slíku,“ segir Anna Dóra. Margir ferðamenn vita ekki hvað séu skemmdir af manna- völdum og hvað sé eftir sauðféð eða annan búfénað. Öðru máli gegni þó um skemmdir af völd- um utanvega- aksturs. Vilja órask- aða náttúru KYRRÐ OG VÍÐERNI Anna Dóra Innnes ehf. hefur höfðað mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur gegn íslenska ríkinu vegna þess hvernig stjórn- völd hafa staðið að því að leggja tollkvóta á land- búnaðarafurðir. Af hálfu Inn- ness ehf. er gerð krafa til fjár- greiðslu úr ríkissjóði vegna oftek- inna tolla, en til vara krafist viður- kenningar á óheimilli ákvarðanatöku landbúnaðarráðherra vegna toll- kvóta á landbúnaðarvörum. Forsaga þessa máls er að með reglugerðum árin 2009-2011 um út- hlutun á tollkvótum vegna innflutn- ings á tilteknum landbúnaðarvörum ákvað landbúnaðarráðherra að miða svokallaðan tollkvóta við verðtoll, en ekki magntoll. Með ákvörðun sinni breytti ráðherra út frá þeirri fram- kvæmd sem áður hafði tíðkast. Kæra ríkið vegna tolla Mál Vilja greiðslu vegna ofurtolla.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.