Morgunblaðið - 30.05.2012, Side 19

Morgunblaðið - 30.05.2012, Side 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2012 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Mikil harka hefur færst í barátt- una um forsetastólinn í Egypta- landi. Aðfaranótt þriðjudags var kveikt í kosningaskrifstofu for- setaframbjóðandans Ahmed Shafik og krafist hefur verið endurtaln- ingar en fyrri umferð kosninganna fór fram 23.-24. maí. Á mánudag staðfesti kjörstjórn að Mohammed Mursi, forsetaefni íslamista- samtakanna Bræðralags múslíma, hefði fengið 24,3% atkvæða en Shafik 23,3%. Þessir tveir urðu því efstir og munu keppa í seinni umferðinni 16.-17. júní. Þriðji varð vinstrisinn- inn Hamdeen Sabbahi, með 20,71% og kom árangur hans á óvart. Kjörsókn var um 46%. Er- lendir eftirlitsmenn segja að kosn- ingarnar hafi farið að mestu vel og lýðræðislega fram. Vonbrigði Niðurstöður kosninganna voru áköfum byltingarmönnum sár von- brigði. Þeir geta nú valið annars vegar mann sem var náinn sam- verkamaður Hosni Mubaraks, ein- ráðs forseta sem var steypt í fyrra og hins vegar íslamista sem marg- ir óttast að muni reyna að afnema í nafni íslams helstu mannréttindi. Krefjast endurtalningar í forsetakosningunum Ólöglegur? » Hinn 11. júní mun stjórn- lagadómstóll úrskurða hvort lög sem banna fyrrverandi liðsmönnum Mubaraks að bjóða sig fram standist. Geri þau það er óvíst um framtíð Shafiks. » Talið er að þeir sem kveiktu í skrifstofu Shafiks hafi að- allega verið stuðningsmenn Sabbahis sem var framarlega í flokki byltingarmanna í fyrra. AFP Kátir Stuðningsmenn Shafiks fagna í bækistöð hans eftir að skýrt var opinberlega frá úrslitunum á mánudag.  Kveikt í skrifstofu forsetaefnisins Shafiks í Kaíró í gær Kristján Jónsson kjon@mbl.is Kofi Annan, friðarerindreki Araba- bandalagsins og Sameinuðu þjóð- anna, tjáði ráðamönnum í Sýrlandi í gær þungar áhyggjur alþjóðasam- félagsins af ofbeldinu í landinu. Ódæðin í borginni Houla, skammt frá Homs í Sýrlandi, á föstudag hafa vak- ið viðbjóð um allan heim en þar féllu 108 óbreyttir borgarar, þar af 49 börn. Bandaríkin og önnur öflug ríki Vesturlanda gáfu í gær æðstu sendi- fulltrúum Sýrlands þriggja daga frest til að hafa sig úr landi. Vesturveldin hafa fram til þessa vísað á bug hugmyndum um hernað- aríhlutun í Sýrlandi eins og reyndin varð í Líbýu. Bent er á að um sé að ræða miklu fjölmennara ríki og þar séu margar fylkingar af trúarlegum og þjóðernislegum toga sem gætu farið að berjast innbyrðis. Óljóst sé hvað erlendur her fengi þá miklu áorkað. Rússar munu einnig beita sér af hörku gegn inngripi, en þeir eiga hagsmuna að gæta í Sýrlandi. Fulltrúar SÞ segja að af hinum föllnu í Houla hafi um 20 fallið í árás hersins með skriðdrekum og fall- byssum enda þótt sýrlenskir ráða- menn harðneiti því. Segja ráðamenn í Damaskus að íslamskir hryðjuverka- menn hafi staðið fyrir morðunum. Íbúar í Houla hafa margir flúið borgina, skelfingu lostnir. Þeir segja að vígamenn úr shabbiha, samtökum stuðningsmanna Bashars al-Assads forseta og stjórnarflokks hans hafi myrt flesta sem féllu. Þeir hafi ráðist inn á mörg heimili og skotið alla til bana, einnig lítil börn. Sendimenn Assads reknir  Vesturveldin bregðast við ódæðum Kofi Annan Bashar al-Assad Íhlutun hugsanleg » Guardian í Bretlandi segir að á mánudag hafi Martin Dempsey, forseti bandaríska herráðsins, í sjónvarpsviðtali varað Assad við. » „Það er alltaf fyrir hendi sá möguleiki að beita hernaði,“ sagði Dempsey. Rauðagerði 25  108 Reykjavík  Sími 440 1800  kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þéri i Eigum til á lager gott úrval loftkælitækja. Leigjum einnig tæki til lengri eða skemmri tíma. Er heitt og þungt loft á þínum vinnustað eða í tölvurýminu? Loftkæling er þá svarið Verð frá kr. 187.932 m.vsk.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.