Morgunblaðið - 30.05.2012, Side 30

Morgunblaðið - 30.05.2012, Side 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2012 MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Rvk • s. 587 1960 • www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Í tilefni af 60 ára starfsafmæli okkar bjóðum við fría uppsetningu á höfuðborgarsvæðinu og fría pökkun á legsteinum sem fara út á land Mikið úrval - Vönduð vinna - Gott verð Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít ✝ Hákon MagnúsKristinsson vél- virkjameistari fæddist á Kletti í Gufudalssveit 7. ágúst 1922. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Garðvangi í Garði 19. maí 2012. Foreldrar hans voru Stefanía Ingi- mundardóttir frá Bæ í Króksfirði, og Kristinn Hans Hákonarson frá Reykhól- um. Systkini Hákonar voru Ingi- mundur Magnús, f. 1920, Hall- dór Hallgrímur, f. 1928, og Erna, f. 1931. Einnig átti Hákon tvö hálfsystkini, samfeðra, Magnús og Ernu. Hákon kvæntist Maríu Þor- steinsdóttur 14. desember 1946, en hún lést árið 1988, faðir hennar var Þorsteinn G. Sig- urðsson, kennari við Miðbæj- arskólann, frá Strjúgsá og Völl- um í Eyjafirði og móðir hennar var Steinunn Guðbrandsdóttir úr Svefneyjum og síðar Ólafsvík, en Þorsteinn var kennari í Ólafs- vík. Hákon og María bjuggu fyrst á Suðurgötu í Keflavík, þau fluttu í Innri Njarðvík 1950 í en jafnframt verktaki við hús- grunnagerð við Miklubraut í síð- ari heimsstyrjöldinni, grunn- arnir voru mokaðir með höndum við litla vélvæðingu á þeim tím- um. Hákon var einn af stofn- endum Vélsmiðju Njarðvíkur, ásamt bróður sínum Magnúsi. Einnig var Hákon stofnandi að Járniðnaðar- og pípulagn- ingaverktökum Keflavíkur og Kópu hf. og átti síðar Plastgerð Suðurnesja. Hákon var ráðagóð- ur og úrræðagóður og leysti margan vanda í fiskimjölsiðnaði, hafði með að gera þróun loðnu- vinnslu fyrir Fiskifélagið í Fisk- iðjunni í Keflavík og aðlagaði vélbúnað til þeirrar vinnslu. Hann stóð fyrir byggingu lifr- arbræðslna og notaði sérstakt bræðslukar til lifrarlýsisgerðar, sem flestir notuðu síðar. Hann skipulagði verksmiðjur og fram- leiddi vélar og tæki til fiski- mjölsgerðar víða um land. Þeir bræður skiptu með sér verkum í Vélsmiðju Njarðvíkur Magnús sá um rekstur verkstæðis, skrif- stofu og innkaupa, en Hákon var við framkvæmdir víða um land. Eftir lát Magnúsar seldi Hákon sinn hlut í Vélsmiðju Njarðvíkur og hóf sjálfstæðan rekstur. Síð- ustu 20 árin hefur Hákon búið með Guðfinnu Ingimarsdóttur að Miðbraut 19, á Seltjarnarnesi. Útför Hákonar fer fram frá Njarðvíkurkirkju, Innri- Njarðvík, í dag, 30. maí 2012 kl. 14. nýbyggt hús sem nefnt er Klettur. Börn Hákonar og Maríu eru Þor- steinn, f. 1947, fyrrv. fram- kvæmdastjóri, kvæntur Kristínu Tryggvadóttur, Stefanía, f. 1950, gift Sigurbirni Júl- íusi Hallssyni, Bryndís, f. 1955, var gift Guðmundi Pálmasyni, þau slitu samvistum fyrir all- nokkrum árum, Steinunn, f. 1961, gift Elvari Ágústssyni. Afabörnin eru 8 og langafabörn- in eru 10 talsins. Hákon ólst upp á Hamarlandi í Reykhólasveit þar til foreldrar hans fluttu að Bygggarði á Sel- tjarnarnesi 1929. Hann gekk í Mýrarhúsaskóla og vann þegar sem barn sveitastörf, en for- eldrar hans ráku kúabú í Bygg- garði og mjólkina keyrði Hákon í bæinn með hest og kerru til áskrifenda. Hann kom við til matseldar í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg sem ungling- ur og var við byggingu Reykja- víkurflugvallar, varð síðar lög- regluþjónn í Reykjavík 1942-45, Í dag kveð ég föður minn fáum orðum, og finnst sem ég gangi í tómi. Samskiptin sem við áttum saman forðum sigla nú í huga undir sorgarómi. Allt sem við átt- um, það áttum við saman, allar veiðistengur, allt til að hafa í tjaldi, að eiga hvor annan var okk- ar mikla gaman, og allt sem til þess kom að haldi. Við fórum til fiskjar austur í Hraun, og fylgd- um lænum árinnar á sjávarföllum, og þótt við báðir fengjum ekki baun, bara skemmtilegan veiðitúr það við köllum. Lögðum á hálend- ið með fyrstu mönnum, leið var ekin þó engin væri slóð, en sem betur fer kom að bönnum, bannað að gera landinu hnjóð. Tuddi hét trukkur og annar Belja, báru þeir okkur víða um land, og það tókst mjög vonda leið að velja, og ves- lings Beljan sökk í sand. Þá var tekið til við að teipa fyrir op, til að fá ekki vatn í kramið, allt unnið meðan sökk og ekkert hop, og ágætur bóndi dró upp, sem við var samið. Þá þótti ráð að þurrka ækið, þannig mátti halda áfram, hér var ekkert „seinna sækið“, sótt var strax og málum komið fram. Það er svo miklu meira sem í huga kemur, mest af því verður ósagt látið, það kemur alltaf að því að lífið lemur, en ég orðinn of gamall til að geta grátið. Kveð ég þig kæri faðir minn, kærleika minna barna og konu ég sendi, en það verður að sönnu bara um sinn, sannlega fáum við allir sama endi. Þorsteinn Hákonarson. Meira: mbl.is/minningar Margar minningar koma upp í hugann þegar þú ert farinn, elsku pabbi minn. Þú varst með sterkan karakter og komst til dyranna eins og þú varst klæddur. Vinnu- samur varst þú með eindæmum og þú sagðir við okkur systkinin að við gætum gert það sem við vildum ef við legðum hart að okk- ur og alltaf væri hægt að ná mark- miðum sínum. Það má segja að þitt lífsmottó hafi verið að gefast aldrei upp. Aldrei heyrði maður þig kvarta yfir hlutunum, þú hugsaðir í lausnum. Á þínum yngri árum fórst þú mikið í laxveiði og alltaf fór öll fjölskyldan með, Maggi frændi og strákarnir hans líka, við vorum ýmist í veiðihúsum eða í tjöldum og í mínum huga er þetta ógleym- anlegur tími. Þegar mamma veiktist, sýndir þú þinn innri styrk í hvívetna, elsku mamma mín barðist við krabbamein í 9 ár og alltaf sagði hún við okkur systkinin þegar hún var sem veikust, nú fer þetta allt að lagast elskurnar mínar og læknarnir voru líka undrandi hvað hún lifði lengi með þennan banvæna sjúkdóm. Eftir lát mömmu varst þú einsamall í stóru húsi og við Sigurbjörn buðum þér að dvelja hjá okkur um tíma, þetta var ánægjulegur tími bæði fyrir okkur hjónin og ekki síður fyrir dætur okkar Karlottu og Lindu að fá að vera með afa. Eftir nokkur ár kynntist þú síðan henni Guðfinnu og hófuð þið búskap á Seltjarnarnesinu. Þið voruð hamingjusöm og miklir fé- lagar, ferðuðust bæði erlendis og innanlands, dvölduð mikið í sum- arbústaðnum í Biskupstungunum og einnig á Spáni á veturna. Þú varst heppinn að kynnast henni Guðfinnu. Það má segja að síðustu mán- uðir voru þér erfiðir, elsku pabbi minn, en nú ert þú komin til henn- ar mömmu aftur og ég kveð þig með miklum söknuði. Takk fyrir allt og allt, elsku pabbi minn. Þín dóttir, Stefanía. Elsku pabbi minn. Það er með miklum söknuði sem við kveðjum þig. Minning- arnar eru margar og góðar, til dæmis þegar við stórfjölskyldan vorum saman komin í sumarbú- staðnum um verslunarmanna- helgi sem oftar en ekki var í kringum afmælið þitt. Hve glaður og stoltur þú varst þegar þú horfðir yfir hópinn þinn og sagðir að þetta væru hin sönnu auðæfi. Þú hafðir mikinn áhuga á því sem börnin þín og barnabörn voru að gera, hvernig þeim gengi í skóla og vinnu. Þú fylgdist ávallt vel með í þeim efnum og hafðir á orði að þú þyrftir ekki að hafa áhyggj- ur af þínu fólki. Duglegri mann en þig hef ég ekki þekkt. Þú horfðir alltaf fram á við þótt á móti blési og að gefast upp var ekki til í þínum huga. Þú hafðir gaman af því að fram- kvæma og skapa og eyddir mörg- um stundum í skúrnum hjá okkur Ella þegar þú vannst að þínum áhugamálum. Elva og Gústi eiga góðar minningar frá þessum tíma, þegar þau komu heim úr skólan- um gafst þú þér alltaf tíma til að spjalla við þau um daginn þeirra. Elsku pabbi minn. Nú ertu kominn til mömmu og ég veit að það hefur verið gleðifundur. Takk fyrir allt. Steinunn, Elvar og fjölskylda. Ég kynntist Hákoni sumarið 1975 þegar ég og Stefanía dóttir hans byrjuðum saman. Ég var þá liðlega tvítugur en Hákon rúm- lega fimmtugur. Betri tengdaföður og vin er vart hægt að hugsa sér. Mér varð strax ljóst að þar var á ferð stór- huga maður, öflugur og vinnu- samur, maður sem hafði reynt mikið á sinni ævi. Er við kynnt- umst rak hann vélsmiðjuna Kópu í Innri-Njarðvík ásamt Þorsteini, syni sínum. Síðar fluttu þeir vél- smiðjuna í Bolafót í Ytri-Njarðvík og ráku hana ásamt Plastgerð Suðurnesja er Hákon hafði þá eignast. Hákon var einn af þeim mönn- um sem alltaf eru að og féll aldrei verk úr hendi. Hann byggði sér einbýlishús á Njarðvíkurbraut 19 skömmu eftir að kynni okkar hóf- ust. Þá byggði hann viðbyggingar við vélsmiðjuna og plastgerðina auk sumarbústaðar í Biskups- tungum. Hákon bar hag afkomenda sinna mjög fyrir brjósti og hvatti óspart til að koma sér upp eigið húsnæði. Hans mottó var að vera engum öðrum háður í þeim efnum frekar en öðrum. Þær voru ófáar stundirnar sem hann hjálpaði okkur Stefaníu er við byggðum okkar hús. Hákon var mikill sögumaður og var unun að heyra hann segja frá atburðum liðinna ára og sam- ferðamönnum. Hann hafði einnig sterkar skoðanir á mönnum og málefnum og lá ekki á þeim. Mér eru minnisstæðar sögur er hann sagði mér frá því er hann var í lög- reglunni í Reykjavík á stríðsárun- um. Hann sagði mér frá því er hann var á vakt á Þingvöllum við lýðveldisstofnun 1944. Vaktin varð löng og hefði samkvæmt öll- um reglum átt að greiðast með yf- irvinnu. Yfirvinnugreiðsla varð þó engin en að launum fengu þeir lögreglumenn er þar unnu forláta borðfánastöng með merki lög- reglunnar. Það var mér mikill heiður þegar Hákon gaf mér þennan afrakstur vinnu sinnar á Þingvöllum. Hákon varð fyrir mörgum áföllum á lífsleiðinni. Vélsmiðjuna missti hann vegna eigin skulda og annarra. Hann hafði unnið mikið fyrir útgerðir og sér í lagi mjöl- vinnslur víða um land. Þegar illa áraði hjá þeim gekk illa að inn- heimta unna vinnu. Stærsta áfall- ið var þó þegar hann missti konu sína Maríu Þorsteinsdóttur árið 1988, en hún lést úr krabbameini aðeins 64 ára gömul. Hákon lét aldrei bugast þótt á móti blési, að gefast upp kom aldrei til greina. Strax var hafist handa við að byggja upp aftur og eftirtektarvert var að hann kvart- aði aldrei yfir hag sínum þótt ekki hefði hann alltaf úr miklu að moða. Hákon var svo lánsamur að kynnast aftur góðri konu, Guð- finnu Ingimarsdóttur sem hann bjó með sl. rúm tuttugu ár. Guð- finna dvelur nú á elliheimilinu Grund. Ég á eftir að sakna Hákonar tengdaföður míns. Með honum hef ég misst góðan og tryggan vin. Það verða mikil viðbrigði að geta ekki lengur leitað til hans og fengið hjá honum góð ráð, því hann var mjög úrræðagóður og hugsaði alla hluti í lausnum. Í hans huga voru vandamál aðeins til að leysa þau. Ég votta öllum eftirlifandi ætt- ingjum og vinum Hákonar mína dýpstu samúð. Sigurbjörn Hallsson. Elsku afi minn. Ég trúi því varla ennþá að þú sért farinn frá okkur. Ég á eftir að sakna þín svo mikið, en það er gott að hugsa til þess að nú ertu kominn til ömmu Maju. Ég á svo margar yndislegar minningar um þig, elsku afi minn. Þú varst alltaf í sérstöku uppáhaldi hjá mér al- veg frá því að ég var kornung. Þegar við komum á Njarðvíkur- brautina hljóp ég alltaf beint í fangið til þín, knúsaði þig og kyssti og sagði jafnan: „Afi, þú stingur“ og þá fórstu að hlæja, enda ekki alltaf nýrakaður eftir vinnudaginn. Þið amma voruð alltaf svo ynd- isleg við okkur barnabörnin og það var fátt sem þið neituðuð okk- ur um. Ég man samt eftir einu sem þú varst tregur til þess að láta eftir mér. Það var eftir að amma dó og þú bjóst hjá okkur á Heiðarbakkanum. Ég var þá 9 ára og var alltaf að suða í þér að fá að greiða þér og mála þig í framan. Svo eitt kvöldið varstu hálfsofandi í sófanum eftir kvöldmatinn. Ég notaði tækifærið og spurði þig eina ferðina enn og þú jánkaðir því hálfsofandi. Ég var ekki lengi að skella á þig rauðum varalit og bláum augnskugga og fannst þetta koma ansi vel út. Þú rank- aðir við þér seinna um kvöldið og fórst beint inn í rúm að sofa. Næsta morgun fórstu snemma til vinnu í smiðjunni og varst ekkert að stressa þig á því að kíkja í spegil áður en lagt var af stað á morgnana. Samstarfsfélögum þínum brá heldur betur í brún að sjá þig marinn og bláan í framan og héldu að þú hefðir lent í slags- málum. Ég man hvað það var gaman að segja þér frá því þegar vel hjá manni gekk. Þú varst alltaf svo ánægður þegar okkur barnabörn- unum gekk vel í skóla og svo seinna meir í vinnu. Þegar við fengum háar einkunnir sagðir þú oft: „Þetta hafa þau frá mér“ og skellihlóst og stoltið skein í gegn. Það skipti þig miklu máli að okkur liði öllum vel og gengi vel í lífinu. Þú varst alveg einstakur mað- ur, alltaf svo sjálfstæður og ekk- ert fékk þig stöðvað. Alltaf fannstu leið til þess að vinna þig upp og halda áfram. Það sagði þér enginn hvernig hlutirnir ættu að vera. Mér fannst það lýsandi fyrir þig, elsku afi minn, þegar ég sagði þér að við Vilbert hefðum keypt lítið einbýlishús í Njarðvík. Ég sagði þér að við hygðumst stækka það og að við værum komin með leyfi fyrir því, þá sagðir þú: „Leyfi? Þið þurfið ekkert leyfi, þið eigið þetta.“ Ég brosi þegar ég skrifa þetta því ég sé þig alveg fyrir mér. Takk fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Ég er svo þakk- lát fyrir að hafa kynnst þér, afi minn. Það er svo erfitt að kveðja þig. Ég elska þig af öllu hjarta. Þín Linda. Nú skilur okkar leiðir, elsku afi minn. Þú hefur kvatt okkur eftir langa og viðburðaríka ævi og get- ur farið sáttur frá. Mér finnst sárt að hugsa til þess að eiga ekki eftir að sjá þig framar en ég hugga mig við það að nú ertu kominn til ömmu Mæju eftir langan aðskiln- að. Ég þakka þér, afi minn, fyrir þá ást og umhyggju sem þú hefur alla tíð sýnt mér og í seinni tíð Gumma mínum og stelpunum. Þau sakna þín einnig sárt. Ég kveð þig, afi minn, með bæninni sem amma kenndi mér og ramm- aði inn handa okkur barnabörn- unum áður en hún dó. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson) Takk fyrir allt, elsku afi minn. Þín Karlotta. Afi Hákon er fallinn frá, hörku- tól og hagmæltur maður. Sagna- gleði og skoðanafesta einkenndi hann einnig. Tenging hans við fólk og firnindi var ótrúleg og ávallt fylgdi saga í kjölfarið. Það skipti ekki máli hvert ég flutti í Reykjavík, afi átti sögu um hverf- ið, götuna og jafnvel sjálft húsið. Sama átti við um vini og kunn- ingja, hann var ekki lengi að finna tengingu við þeirra fjölskyldu og umhverfi og oft fylgdu heilu ljóða- bálkarnir í kjölfarið. Sumar sögur voru sagðar oftar en einu sinni og oftar en tvisvar en urðu bara betri og betri og aldrei þreyttist ég á að heyra söguna af því hvað afi var duglegur að breiða sængina yfir mig þegar ég bjó hjá ömmu og afa fyrstu ár ævi minnar. Afi kemur af kynslóð sem teymdi jálk með mjólkurbrúsa sömu leið og ég keyri nú til starfa við tölvuleikja- gerð. Ég á eftir að sakna teng- ingar minnar við þá kynslóð eins mikið og ég mun sakna afa og hans orðræðna. Þó hann hafi hvílt sig á öldruðum líkama er ég viss um að skóflustungur og hallar- byggingar séu hafnar á öðrum vígstöðum. Hvíld er ekki orð sem ég tengi við afa og því segi ég, haltu áfram hamaganginum með hlátur á vör, elsku afi. Þín María (Mæsa). Hann var öðrum mönnum fremri, kappi og mikið duglegur, hjálplegur og úrræðagóður svo af bar. En nú er hann dáinn hann Hákon vinur minn Kristinsson. Ég á eftir að sakna hans. Við kynntumst allt of seint í lífinu. Hann fór að búa með henni Guð- finnu Ingimarsdóttur Fox systur konunnar minnar Erlu. Hákon og Finna áttu mikið sameiginlegt hún orðin ekkja í annað sinn og Hákon búinn að missa ástina sína. Það fór vel á með þeim sem best sást á því hvað þau voru samhent í að endurbyggja sumarbústaðinn hans Hákons þar sem Finna hugsaði vel um sinn mann. Í nærri tuttugu ár voru þau miklir ástvin- ir. Hákon er einn síðustu manna af Suðurnesjum sem geta talist afburða athafnamenn. Hann var lögreglumaður í Reykjavík í seinni heimsstyrjöldinni, síðan rak hann mikið fyrirtæki bæði verktaka á Keflavíkurflugvelli og Vélsmiðju Njarðvíkur. Svo mikil voru umsvifin að fáar fjölskyldur í Njarðvíkum áttu ekki einhvern í vinnu hjá Konna eins og sagt var. Það var ekki allt dans á rósum hjá Hákoni frekar en öðrum en hann tókst á við sín veikindi og erfið- leika af stakri karlmennsku og sigraði. Við Hákon urðum mjög góðir vinir í 18 ár sem við áttum nána samleið og stússuðum oft saman við brjóstbirtulögun og spiluðum Rússa, oftast vann Hákon spilin, hann var vel gefinn hann Hákon og kappsfullur við allt sem hann gerði. Þegar við Erla konan mín ákváðum að byggja okkur sum- arbústað ekki fjarri Hákoni var hann öllum stundum að hjálpa okkur að koma þessu í kring. Ég hef aldrei lært eins mikið og þarf- legt nokkru sinni eins og það sem ég lærði af Hákoni. Á þessum tíma kynntumst við Erla öllu fólk- inu hans Hákons, stelpunum og Steina ásamt tengdafólki og það er á sömu bókina lært, hreint frá- bært öðlingsfólk. Í Njarðvík var stór hópur stráka sem allir dáðu hann Konna, úr þeim hópi komu nokkr- ir í slökkviliðið á Keflavíkurflug- velli sem störfuðu allir með mér við góðan orðstír sem Hákon var alla tíð hreykinn af, því honum fannst hann eiga í okkur öllum. Þessar línur til Hákons eru ekki bara frá mér heldur líka kveðja frá strákunum með þökk fyrir allt og allt. Við þessi kveðjulok minnist ég einlægs vinar og læriföður og læt fylgja það sem hann fór oft með þegar við gerðum okkur glaðan dag. Brennivínið er besti matur bragðið góða bregst mér eigi. Eins og hundur fell ég flatur fyrir því á hverjum degi. Guð Blessi þig, Konni minn, og veiti Guðfinnu þinni og fólkinu þínu styrk til að minnast þín með stolti um ókomna tíð. Hjartanleg- ar samúðarkveðjur. Haraldur Stef. og Erla. Hákon Magnús Kristinsson HINSTA KVEÐJA Í dag kveðjum við lang- afa Hákon. Afi var okkur alltaf svo góður. Hann var hlýr mað- ur og sterkur karakter. Það var yndislegt að hafa afa hjá okkur um síðustu jól og áramót, sérstaklega þar sem við fjölskyldan geng- um í gegnum erfiða tíma við fráfall afa Ingó. Þá var afi Hákon til staðar og hélt utan um okkur. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson) Takk fyrir allt, elsku afi okkar. Minning þín mun alltaf lifa með okkur. Þínar langafastelpur, Halldóra Jóna og Stefanía Lind.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.