Morgunblaðið - 30.05.2012, Síða 24

Morgunblaðið - 30.05.2012, Síða 24
24 UMRÆÐANBréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2012 makes a difference F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð Skeifan 3 E-F • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is Vatnsdælur Neysluvatnsdælur, brunndælur, borholudælur Hentugar á heimilið, í garðinn, sumarhúsið eða bátinn GP 60 Garðdæla fyrir aukinn þrýsting BPP 4500 Dæla með þrýstikút og þrýstijafnara SPP 6D Inox Ryðfrí og öflug borholu- og brunndæla SDP 9500 Dæla - fyrir óhreint vatn SCD 12000 Dæla - fyrir ferskvatn. Stillanlegur vatnshæðarnemi S tillanlegur vatnshæ ðarnem i DÚKA KRINGLUNNI SÍMI: 533 1322 SMÁRALIND SÍMI: 564 2011 Eruð þið búin að kíkja á okkur í Smáralindinni? Hver vill ferðast um landið með litlum tilkostnaði og leggja um leið sitt af mörkum til að vernda náttúr- una og bæta skil- yrði fólks til að njóta hennar? Sjálfboðaliða- samtök um nátt- úruvernd voru stofnuð vorið 1986 af íslensku áhugafólki um náttúruvernd sem kynnst hafði starfi sjálfboðaliða bresku samtakanna BTCV. Stofn- félagar voru 30 og urðu flestir 160 árið 1993 og eru 80 í dag. Meg- instefna samtakanna var mótuð strax í upphafi og hefur ekki breyst í gegnum árin. Markmið samtakanna eru sam- kvæmt lögum þeirra: a) að veita sjálfboðaliðum tæki- færi til að vinna að náttúruvernd b) að gefa þeim kost á að starfa með öðrum með sama áhugamál c) að efla vitund fólks um gildi náttúruverndar d) að auðvelda fólki umgengni við náttúruna og auka kynni af henni e) að starfa í anda gildandi nátt- úruverndarlaga. Starfið hefur einkum verið fólgið í að gera göngustíga sem trufla sem minnst ásýnd náttúrunnar og við- halda þeim og stika gönguleiðir. Einnig að planta trjám, hreinsa rusl og annað sem stuðlar að nátt- úruvernd á viðkomandi svæði. Sem dæmi um staði sem unnið hefur verið á má nefna Dimmuborg- ir, Skógafoss, Þórsmörk, Lónsöræfi, Dynjanda, Kerið í Grímsnesi, Reykjanesfólkvang, og víða um Vestfirði og Snæfellsnes. Nú í sumar er unnið í Þjórsárdal, Þingvallaþjóðgarði, Skorradal, Vog- um og víðar. Ýmist dagsferðir eða helgarferðir. Sjá nánar á vef sam- takanna:http://frontpage.simnet.is/ sja.is/. ÞORVALDUR ÖRN ÁRNASON, formaður Sjáflboðaliðasamtaka um náttúruvernd. Hver vill kynnast land- inu vel og vinna gagn? Frá Þorvaldi Erni Árnasyni Þorvaldur Örn Árnason Nú í óvenjumörgum framboðum ein- staklinga til embættis forseta Íslands kemur ljóðmenning upp í hugann. Því að sitjandi forsetar auk fjallkonu á 17. júní hafa verið einu aðilar með op- inberan ljóðaflutning eða tilvitnanir í ljóðlistir í ríkissjónvarpi á Íslandi. Ríkissjónvarpið gerði þó fyrir mörg- um árum nokkra örstutta þætti þar sem leikarar fluttu ljóð á lifandi hátt og blaðlaust. List sem fékk trúlega ekki nægt áhorf, en hvort er mik- ilvægara fyrir ríkissjónvarp/þjóð að hugsa um markaðs- og áhorfstölur eða listmenningu okkar og þjóðern- isvitund? Ég þekki þetta því miður ekki hjá öðrum þjóðum. En forsetinn á Íslandi hefur með þjálfun í tign- arlegri framkomu og framsögn gjarn- an vitnað í ljóðlistir lifandi eða liðinna tíma til áherslu síns máls. En nú verður spurning hvernig nýir fram- bjóðendur fara með ljóðmenningu okkar í ávörpum og kynningu mál- efna sinna. Þó að trúlega verði ekki mikið um tilvitnanir í ljóð fyrr en nýr forseti hefur verið kjörinn og tekinn við embætti. En nýársdagur og 17. júní eru einu dag- ar ársins sem for- seti flytur ávarp á Bessastöðum og á Austurvelli sem eru tekin upp og flutt í sjónvarpi. En ljóðaflutn- ingur fjallkonu og forseta eru tilefni til rannsókna eitt og sér: Hvaða skáld fá athygli, á hvaða hátt, hversu mikið og í hvaða samhengi við þjóðfélags- mál. Alkunna er svo þjóðernisvitund í nokkurra mínútna flutningi þjóð- söngva fyrir hvern landsleik íþrótta- manna, að þjóðerni sé heiðrað með fá- einum tónum til að skerpa þjóðernisvitund áður en keppniskap- ið hefst. En varðandi íslenska þjóð- sönginn sem flestum er kunnur en þó miklu frekar sálmalagið en ljóðatext- inn sjálfur, sem skólakerfi í dag mundi flokkast undir menningarslys að kynna ekki þjóðsönginn og höfund hans. En við leit á Google kemur þetta fram skilmerkilega – og orðrétt segir: Þjóðsöngur er sönglag sem rík- isstjórn og almenningur viðurkennir sem formlegan söng þjóðarinnar. „Á 19. og 20. öld, í kjölfar ris þjóð- ernishyggju, tóku flest ríki heimsins upp þjóðsöngva. Lofsöngur („Ó, Guð vors lands“), við sálm eftir Matthías Jochumsson, er þjóðsöngur Íslend- inga.“ En fyrsta vers af þremur hljóðar texti svo: 1. erindi. Ó, Guð vors lands, ó, lands vors Guð. vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn Úr sólkerfum himnanna hnýta þér krans þínir herskarar, tímanna safn. Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár og þúsund ár dagur, ei meir, eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár, sem tilbiður guð sinn og deyr. Íslands þúsund ár, Íslands þúsund ár, eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár, sem tilbiður guð sinn og deyr. ATLI VIÐAR ENGILBERTSSON fjöllistamaður. Fjallkona, ljóð, forseti og þjóð Frá Atla Viðari Engilbertssyni Atli Viðar Engilbertsson Fyrir skömmu var sett af stað gjald- eyrisútboð, var meiningin að selja evr- ur á yfirverði. Viðbrögðin við þessu voru furðuleg. Lífeyrissjóðirnir sem voru tilbúnir að færa fjármuni til landsins, vildu fá allt að 380 kr. fyrir hverja evru sem þeir flyttu heim. Skoðum málið nánar. Lífeyrissjóðir sem eiga gjaldeyri erlendis. Hvar eru gjaldeyrishöftin, gilda þau ekki fyrir alla? Ef málið er skoðað nánar eiga þessir sjóðir a.m.k. um hálfan milljarð erlendis í gjaldeyri, þar af er hrein eign ríkissjóðs um 185 milljónir (sem er ógreidd staðgreiðsla skatta.) Þann- ig hafa þessir sjóðir ætlað að hagnast á fjármunum ríkisins (sem þeir hafa til vörslu) um u.þ.b. 125%. Sæmileg álagning það á fjármuni sem þeir ekki eiga. Það er með eindæmum að rík- issjóður, með allt niður um sig, skuli ekki sækja þetta fé. Fjármálaráðherra og Seðlabankinn hljóta að gera kröfu til að þessu fé verði skilað til landsins á eðlilegu gengi. Fyrir okkur almenna borgara er þetta fjárplógs- starfsemi. Það má með rökum segja að stundum hafi þessu fé ríkissjóðs verið ráðstafað eins og um spilavíti væri að ræða. Við megum ekki gleyma því að rík- issjóður á þetta fé, sem ógreidda skatta. VG og SF (Valda-Græðgi-og- Samk-Flugfreyjunnar) eru ekki að vinna fyrir þjóðina, þar ráða aðrir hagsmunir för. Okkur hinum almenna borgara er gert að skila gjaldeyri heim og Samherji var tekinn í bakaríið vegna gruns um að hafa ekki skilað gjaldeyri heim. Það er tímabært að skoða þá miklu fjármuni sem lífeyrissjóðirnir eru með til vörslu, að þeir greiði þann hluta sem tilheyrir ríkissjóði og komi þannig hag- kerfinu af stað. Það skilar sér til sam- félagsins. Það virðist sem þeir sem stjórna séu ekki með á því. Það eru lögfræðingar stjórnmálafræðingar og jarðfræðingar. Lögfræði, hagfræði og jarðfræði eru mikilvæg fög og gefa þeim sem þau kunna mikla innsýn á sínu sviði, en þau hafa ekki reynst henta öllum í stjórnmálum, það hefur reynslan sýnt. Þess vegna er brýnt fyrir menn að velja sér fag við hæfi, skipta um starfsvettvang og fara að skoða það sem þeir eru menntaðir til. Við höfðum dýralækni sem hentaði ekki til þess sem hann tók sér fyrir hendur. Það eru deildar meiningar um hans störf enda er hann við störf er- lendis í dag. Það vantar eflaust jarð- fræðing til að skoða jarðfræði erlendis. T.d. gæti hann fundið verkefni þar sem þörf er á þekkingu hans í auðnum Afr- íku. Ísland er ríkt land af auðæfum. Evr- ópusambandið hefur ásamt Efta- dómstólnum ákveðið að leggja Eng- lendingum og Hollendingum lið til að innheimta ósanngjarnar kröfur og svo erum við að reyna að komast í þennan kúgunarklúbb, sem sækir að okkur úr öllum áttum. Það er því tímabært að hætta viðræðum við þessa aðila, a.m.k. þar til þeir fara að sýna sanngirni, taka upp vegabréfaeftirlit, til að stöðvar flæði óþjóðalýðs til landsins. Það var merkilegt að heyra utanríkisráðherra telja þetta okkar bandamenn. Má ég minna á makríldeiluna og fleiri hótanir um viðskiptabann. Við verðum að fara að hlúa að okkar málum, styðja okkar fólk í landinu. Það er hægt með því að afnema verðtrygg- ingu og leiðrétta þau lán sem fóru úr böndunum við fall bankanna. Það eru nógir peningar sem ríkið á hjá lífeyr- issjóðunum til þess. Það voru fleyg orð haustið 2008 „Guð blessi Ísland“. Oft hefur verið þörf en nú er nauðsyn. GUÐJÓN JÓNSSON, fyrrverandi skipstjórnarmaður. Velferðarríkið Ísland Frá Guðjóni Jónssyni Guðjón Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.