Morgunblaðið - 30.05.2012, Síða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2012
✝ Kantilal Chun-ibhai Nar-
anbhai Amin, alltaf
kallaður Ken, fædd-
ist í Nairobi í Kenía
27. mars 1939. Hann
lést á heimili sínu
15. maí 2012.
Ken var fimmti í
röð tíu barna for-
eldra sinna, Chun-
ibhai og Hiraben
Amin, sem bæði eru
látin. Fjögur eftirlifandi systkini
Kens búa í Englandi, bróðir í
Bandaríkjunum og bróðir á Ís-
landi.
Uppúr 1960 hélt Ken til Leeds í
Englandi til iðnnáms þar sem
hann kynntist eftirlifandi eig-
inkonu sinni Sigurbjörgu S. Jóns-
dóttur, f. 23.1. 1943. Sigurbjörg
og Ken giftu sig í Leeds 10. nóv-
ember 1962 og flytja í framhaldi
til Íslands. Eignuðust þau fimm
börn, 1) Aron, f. 25.4. 1963,
og Magnúsar Reynissonar er Lilja
Marý, f. 2009 og Sigurður Árni, f.
1994, móðir þeirra er Fanney Sig-
urðardóttir.
Við komu til Íslands hóf Ken
störf í vélsmiðjunni Héðni og vann
þar um nokkurt skeið. Einnig
vann hann í Nýju Blikksmiðjunni
en lengst af vann hann sem teppa-
lagningamaður hjá Vefaranum. Á
seinni árum vann Ken meðal ann-
ars hjá Glerborg, Sælgætisgerð-
inni Freyju og í Sundlaug Kópa-
vogs til ársins 2009 er hann fór á
eftirlaun. Ken og Sigurbjörg
bjuggu sín fyrstu búskaparár við
Hringbraut 41 í Reykjavík en árið
1973 keyptu þau sitt fyrsta hús-
næði að Álfhólsvegi 113 í Kópa-
vogi og bjuggu þar til ársins 1990
en þá fluttu þau í vesturbæ Kópa-
vogs, fyrst í Vallargerði 16 en síð-
an í Kópavogsbraut 47 frá árinu
1996. Íslenskan ríkisborgararétt
fékk Ken árið 1967 og tók þá ís-
lenska nafnið Árni Árnason en var
alltaf þekktur undir nafninu Ken.
Ken verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju í dag, 30. maí
2012, og hefst athöfnin kl. 13.
kvæntur Sigríði El-
ínu Þorkelsdóttur,
börn þeirra eru Ívar
Orri, f. 1987 og Heba
Björg f. 1991, fyrir
átti Aron soninn Elv-
ar Örn, f. 1983, móðir
hans er Hafdís Valdi-
marsdóttir. 2) Ervin,
f. 24.3. 1964, kvæntur
Dagbjörtu Sigfinns-
dóttur, börn þeirra
eru Anita, f. 1987, Al-
exander, f. 1992 og Daníel, f. 1994.
3) Anita, f. 20.3. 1965, gift Sig-
urjóni Páli Kolbeins, dóttir þeirra
er Anna Karen, f. 1993. 4) Örn, f.
7.2. 1969, kvæntur Margréti Þóru
Einarsdóttur, dætur Arnar af
fyrra hjónabandi eru Viktoría, f.
1995 og Veronika, f. 1997, móðir
þeirra er Kristjana Kristjáns-
dóttir. 5) Orri, f. 7.2. 1969, kvænt-
ur Fanneyju Elínu Ásgeirsdóttur,
börn Orra af fyrra hjónabandi eru
Rakel Ósk, f. 1988, dóttir hennar
Enginn átti von á því að missa
Ken svona óvænt en dauðinn spyr
ekki um stund og stað. Við fráfall
vinar, sem tengdapabbi var, er
eðlilegt að hugsa til baka og rifja
upp ýmsar minnisstæðar stundir.
Mér var fljótlega ljóst að unnusta
mín þá, hún Anita, í dag mín eig-
inkona, var vel pössuð af pabba
sínum og bræðrum þegar þeir
fengu að kynnast nýja kærastan-
um. Ég var eitthvað feiminn við
Ken í fyrstu, hann Indverji með
mikinn aga á heimilinu og sterkar
skoðanir varðandi strákinn og
dóttur sína. Það var ekki fyrr en
Silla sagði eitthvað á þá leiðina
„það er ekkert sem þú getur gert
og svona verður þetta“ að Ken
hleypti mér að sér og síðan þá fór
alltaf vel á með okkur. Ken var
einstaklega góður og hjálpfús
maður, hann var ávallt tilbúinn að
bjóða fram sína aðstoð og mér er
minnisstætt þegar hann vildi
borga skólauppihaldið þegar ég
sótti nám til Danmerkur þó að
þess þyrfti ekki, þannig var hann.
Ken var mjög fjölskyldurækinn og
þótti vænt um þegar hann fékk
heimsóknir. Hann var duglegur að
heimsækja ættingja sína á Eng-
landi og þau hann hingað til Ís-
lands. Fyrstu árin mín með Anitu
var farið oft í jólaboð hjá bróður
hans Vishnu og fjölskyldu. Í einu
slíku boði var ein minnisstæð
stund þegar Ken sagði frá sínum
árum í Naíróbí, Kenía, þá aðeins
strákur og nokkrum uppátækjum
hans og vina hans við mikinn hlát-
ur okkar. Hann hafði aldrei sagt
þessar sögur áður og þótti mér
vænt um að fá að upplifa þær með
börnum hans.
Það var ekki mikið indverskt á
heimili Kens fyrir utan matseld-
ina og lærði ég að meta krydd-
aðan mat en kjúklingakarríið
hans var það besta sem ég hef
fengið og hef ég borðað á mörg-
um indverskum veitingastöðum
um ævina. Ken hafði ástríðu fyrir
mat og var alltaf mikil tilhlökkun
að setjast niður við eldhúsborðið
á heimili hans og gæða sér á ind-
verskum mat sem hann reiddi
fram. Ken og Silla ferðuðust mik-
ið um ævina, bæði með vinum og
ein og þetta ár var engin undan-
tekning, Noregur, Sri Lanka og
England. Ken var veraldarmaður
og fylgdist vel með því sem var að
gerast heima og utan.
Ég tók oft í blaðið Times og
National Geographic heima hjá
honum en hann var áskrifandi að
Times frá því að ég kynntist hon-
um. Ken var góður afi og dóttir
okkar hún Anna Karen var hon-
um mjög náin. Honum þótti vænt
um hversu ötul hún var í að læra
um uppruna hans og hún gat sagt
frá langafa og langömmu ansi
ung að aldri. Þetta eru erfiðar
stundir hjá Önnu Karen því hún
saknar afa síns sárt. Þótt að Ken
lagaði sig vel að Íslandi og börnin
hans væru alin upp sem kristnir
Íslendingar þá eru flestir Ind-
verjar hindúar að meðtöldum
Ken. Flestir þeirra trúa á end-
urfæðingu sálarinnar í nýjum lík-
ama eftir dauðann og að það ráð-
ist af því hvernig maður hagi sér í
þessu lífi hvernig maður hafi það
í næsta lífi. Ég er ekki í vafa um
hvernig hans næsta líf byrjar,
það byrjar vel. Hans er sárt sakn-
að og kveð ég Ken í djúpri lotn-
ingu.
Sigurjón Páll Kolbeins.
Afi minn, alltaf var gott að
liggja hjá þér eins og klessa uppi í
sófa að lesa Times og National
Geographic eða fylgjast með þér
elda alvöru sterkan indverskan
mat og gat maður nú lært mikið af
þér í eldamennskunni eða bara um
lífið sjálft. Einstakt hvernig
ákveðnar manneskjur skilja eftir
fótspor í hjarta manns og þú skilur
eftir stórt fótspor í mínu. Þú varst
einstakur maður, ljúfur og besti afi
allra tíma. Ég mun ævinlega vera
þakklát fyrir að hafa átt svona fal-
lega manneskju bæði að innan sem
utan sem afa minn, ég er svo stolt
af þér. Ég sakna þín strax og á eft-
ir að sakna þín það sem eftir er.
Elska þig alltaf, afi minn.
Anna Karen Kolbeins.
Ken Amin látinn? Það þurfti að
segja mér það tvisvar áður en ég
áttaði mig á að þessi trausti og
elskulegi vinur minn væri allur.
Hann hafði lagt af stað í sína loka-
ferð yfir landamæri lífs og dauða.
Ken hafði alla tíð gaman af
ferðalögum. Hann og kona hans,
Sigurbjörg (Silla), ferðuðust víðs-
vegar um heiminn enda áttu þau
fjölskyldu og vinatengsl um víða
veröld. Áhrifaríkasta ferð þeirra
Kens og Sillu var þegar að þau
komu frá Bretlandi til að kynna
Ken fyrir fjölskyldu Sillu. Þar tók-
ust góð kynni við það elskulega
fólk, ekki síst við Þórdísi tengda-
móður hans sem ekki talaði ensku,
en talaði við hann á kjarngóðri ís-
lensku sem hann lærði mjög fljót-
lega að tala.
Hann elskaði ekki aðeins fjöl-
skyldu sína og vini Sillu, hann elsk-
aði Ísland alla tíð og kunni að meta
fjölbreytt landslag og heilnæmt
loftslag. Ken gerðist íslenskur rík-
isborgari og varð að taka upp ís-
lenskt nafn. Hann valdi nafnið
Árni Árnason sem hann kannaðist
þó varla við þegar hann var kall-
aður upp í erlendri flugstöð. Þrátt
fyrir það var hann sannur Íslend-
ingur í húð og hár þótt dökkur
væri.
Fyrsta minning mín um Ken er
frá Hringbraut 43, þá voru þau
Silla nýflutt í blokkina með þrjú
falleg börn og tvíbura á leiðinni.
Eftir að tvíburarnir voru fæddir
naut ég þeirra forréttinda að fá að
gæta fallegu barnanna þeirra
Kens og Sillu og eignast ævilanga
vináttu þeirra og barnanna þeirra,
tengdabarna og barnabarna. Ég
fékk líka að njóta þess hvað Ken
var mikill meistarakokkur, hann
gat galdrað fram framandi rétti
sem hann hafði gaman af að bjóða
upp á.
Ken var tryggur vinur sem gott
var að hitta og eiga stundir með,
maður fór frá honum og Sillu létt-
ari í lund og bjartsýnni á tilveruna.
Frábært að hann valdi Sillu og Ís-
land.
Guðs blessun yfir minningu
hans og eftirlifandi ástvinum.
Margrét Ragnars.
Okkur systkinin langar að
minnast Kens í fáum orðum.
Það var mikill samgangur á
milli fjölskyldnanna þegar við vor-
um að alast upp. Oft var farið til
Reykjavíkur á sunnudögum í mat
til Kens og Sillu. Okkur fannst
spennandi að fá indverskan mat
hjá þeim. Alltaf tók hann á móti
okkur eins og við værum prins-
essur og einn prins var auðvitað
með í hópnum.
Þau komu líka oft til Hvera-
gerðis og var það ekki síður gam-
an. Þá fórum við öll börnin í berja-
mó eða fjallgöngu þar sem við
bjuggum mjög nálagt Hamrinum.
Við fjögur systkinin en þau fimm
svo það var fjör á bænum þegar
við hittumst öll.
Alltaf gaf hann sér tíma til að
spjalla við okkur um lífið og til-
veruna og við munum varla eftir
honum öðruvísi en brosandi og í
góðu skapi.
Í rauninni gerir maður sér ekki
grein fyrir því hve missirinn er
mikill fyrr en hann verður. Þó að
við hittumst ekki oft í seinni tíð var
hann stór hluti af okkur og alltaf
var gaman að hitta hann svona
brosandi og fallegan eins og hann
var.
Elsku Ken okkar, þín er sárt
saknað en góðar minningar lifa
með okkur og getum við hlegið og
grátið að þeim.
Elsku fjölskylda, Guð styrki
ykkur á erfiðum tímum.
Sendum okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Þórdís, Stefanía,
Bogey og Egill.
Ken C. Amin
✝ Kristinn Sig-urjón Jónsson
fæddist í Búðardal
11. maí 1958. Hann
lést 19. maí 2012.
Foreldrar hans
voru Jón Sig-
urjónsson bóndi, f.
13. júlí 1911, d. 16.
maí 1988, og Krist-
björg María Ólafs-
dóttir húsfreyja, f.
17. nóvember 1919,
d. 22. nóvember 1984. Sonur
Kristins Sigurjóns er Jóhann
Helgi, f. 3. apríl 1984. Móðir hans
er Guðlaug Jóhannsdóttir, f. 2.
september 1961. Bræður Kristins
Sigurjóns eru: Magnús Jóhann, f.
23. janúar 1949, maki Dagmar
Almerigotti og eru dætur þeirra
Olga Alexandra og
María Björg, Gunn-
ar Ólafur, f. 27.
október 1950, d. 18.
nóvember 2003 og
Helgi Ingólfur, f. 23.
apríl 1955, maki
Helga Jörg-
ensdóttir og eru
börn þeirra Tinna
Björg, Harpa Sif og
Viktor Jón.
Kristinn Sigurjón
ólst upp á Fjósum, Laxárdals-
hreppi í Dalasýslu, en fluttist til
Reykjavíkur 1970. Hann vann við
ýmis störf framan af ævi, en
lengst af hjá Samskiptum ehf.
Útför Kristins fer fram frá
Laugarneskirkju í dag, 30. maí
2012, kl. 13.
Hann Kristinn, litli bróðir
minn, fallegur, ljóshærður dreng-
ur, leit dagsins ljós í sveitasælunni
fyrir vestan fyrir rúmum fimmtíu
árum. Þar ólst hann upp með for-
eldrum sínum og þremur eldri
bræðrum. Hann var gáskafullur
og uppátækjasamur og lífið virtist
brosa við honum. Um tólf ára aldur
veiktist móðir okkar alvarlega og
lífið tók óvænta stefnu. Faðir okkar
brá búi og við fluttum til Reykja-
víkur til að hann gæti sinnt móður
okkar á besta mögulega hátt. Það
gerði hann af stakri alúð í sextán
ár. Eflaust hefur það verið Kristni
erfitt að aðlagast breyttum að-
stæðum á viðkvæmum aldri. Fyrir
sunnan kynntist hann fljótlega sín-
um bestu vinum sem fylgdu honum
á lífsleiðinni. Meðal þeirra var Ei-
ríkur sem Kristinn vann hjá í fyr-
irtækinu Samskiptum í hartnær
aldarfjórðung. Eiríkur, Gummi,
John, Óli Jóns, Óli Halldórs, Maggi
Magg, Mási og fleiri voru tíðir
gestir á heimili okkar og brölluðu
ýmislegt saman.
Kristinn bróðir var rólyndur,
hógvær, lítillátur, afar nægjusam-
ur en umfram allt góðmenni sem
aldrei lagði illt til nokkurs manns.
Hann gat þó verið fastur fyrir og
fór þangað sem hann ætlaði sér ef
því var að skipta. Kristinn hafði
gaman af íþróttum, var einlægur
stuðningsmaður KR og sótti
heimaleiki liðsins alltaf þegar færi
gafst. Þá hafði hann yndi af ferða-
lögum og veiðiskap.
Á árinu 1984 urðu tímamót í lífi
Kristins er hann eignaðist auga-
steininn sinn, hann Jóa. Afar sterk
tengsl voru alla tíð milli þeirra
feðga. Þeir áttu gott skap saman
og myndaðist milli þeirra gagn-
kvæmur skilningur á lífi hvor ann-
ars, væntumþykja og vinátta. Fór
svo að þeir bjuggu saman síðustu
þrettán árin og gengu í gegnum
súrt og sætt. Í rauninni fann
Kristinn tilgang lífs síns í Jóa og
studdi við bakið á honum eins og
honum var frekast unnt. Þeir
feðgar töluðu af mikilli elsku hvor
um annan.
Missir Jóa bróðursonar míns er
mikill. Ég veit að stærsta ósk
Kristins var að hamingja og vel-
gengni myndi fylgja Jóa um
ókomin ár. Jói minn, þótt þú sért
nú djúpt særður veit ég að pabbi
þinn mun vaka yfir þér og gefa þér
styrk til að halda ótrauður áfram á
þeirri gæfuríku braut sem þú ert
kominn á. Þá veit ég að Gulla, þín
góða móðir, Skúli, stjúpi þinn, afi
þinn, amma og allir vinir þínir
munu styðja við bakið á þér og
styrkja hér eftir sem hingað til. Þá
máttu vita af vísum stuðningi okk-
ar í föðurfjölskyldu þinni, elsku
Jói okkar.
Helgi, Helga og krakkarnir.
Kristinn Sigurjón
Jónsson
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
PÉTUR INGVASON
vörubílstjóri,
Unufelli 27,
lést á hjúkrunarheimilinu Mörk sunnudaginn
27. maí.
Elín Kristín Halldórsdóttir,
Halldór Pétursson, Ágústa Hansdóttir,
Ingvi Pétursson, Auður Agnes Haraldsdóttir,
Lilja Pétursdóttir, Friðfinnur Einarsson,
Pétur Pétursson, Halldóra Jóhannesdóttir Sanko,
Þóra Pétursdóttir, Njáll Þórðarson
og barnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar og tengdamóðir og ástkær móðursystir
okkar,
HINRIKA ÁSGERÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR
frá Bolungarvík,
síðast til heimilis á Hrafnistu í Hafnarfirði,
og
GUÐJÓNA HANSÍNA KRISTJÁNSDÓTTIR
frá Bolungarvík,
síðast til heimilis á Grund í Reykjavík,
létust föstudaginn 25. maí.
Útför þeirra fer fram frá Áskirkju í Reykjavík föstudaginn 1. júní
kl. 13.00.
Stefanía Arndís Guðmundsdóttir, Pétur Valdimarsson,
Gyða Kristjana Guðmundsdóttir, Leó Svanur Ágústsson,
Birna Edda Guðmundsdóttir,
Guðný Erla Guðmundsdóttir, Rikharð Örn Jónsson,
Guðrún Hansína Guðmundsdóttir, Guðni Kjartan
Þorkelsson
Kristján Ríkharð Guðmundsson, Guðbjörg Bragadóttir.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÓLAFUR H. ÞORBJÖRNSSON
steinsmiður,
Barðavogi 14,
andaðist að dvalarheimilinu Skjóli að morgni
mánudagsins 28. maí.
Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju
mánudaginn 4. júní kl. 13.00.
Guðmundur Hall Ólafsson, Hrafnhildur Þ. Ingvadóttir,
Arndís Ólafsdóttir Ciambra, Robert Ciambra,
Gunnhildur Ólafsdóttir, Yngvi Ólafsson,
Benedikt Ólafsson, Sólveig Sveinsdóttir,
Hilmar Ólafsson, Lilja Guðmundsdóttir,
Ólafur Ólafsson, Linda Helgadóttir,
afa- og langafabörn.
✝
Elskulegi faðir okkar, tengdafaðir, afi, sonur
og bróðir,
HAUKUR RICHARDSSON,
andaðist fimmtudaginn 24. maí í faðmi
fjölskyldunnar.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 1. júní kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja
minnast hans er bent á Ljósið.
Sandra Hauksdóttir, Magnús Ólafsson,
Saga, Dagur og Mirra,
Tinna Gallagher, David Gallagher,
Richard H. Ólsen Felixson, Erna P. Þórarinsdóttir,
systkini, makar og börn.
✝
Elskulegur föðurbróðir minn og vinur okkar,
ÞORGEIR JÓNSSON
Ljósheimum 12,
Reykjavík,
sem lést miðvikudaginn 23. maí á
Landspítalanum í Fossvogi, verður
jarðsunginn frá Grensáskirkju miðvikudaginn
6. júní kl. 13:00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ingveldur Ragnarsdóttir,
Þorsteinn Ragnarsson, Erna Elíasdóttir.