Morgunblaðið - 30.05.2012, Page 18

Morgunblaðið - 30.05.2012, Page 18
18 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2012 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Harður jarðskjálfti, 5,8 stig, varð á norðaustanverðri Ítalíu um klukkan níu í gærmorgun að staðartíma og var talið að 15 manns hefðu látið lífið auk þess sem mikið tjón varð á hús- um. Öflugur eftirskjálfti varð síðan rétt fyrir hádegið. Níu dögum fyrr varð annar skjálfti upp á sex stig á svæðinu og fórust þá sex manns og margar sögufrægar byggingar hrundu eða skemmdust mikið. Hafa um sjö þúsund manns, sem flúðu heimili sín, síðan hafst við í tjöldum. Miklar truflanir urðu sums staðar á samgöngum, lestarferðum var víða aflýst, símkerfi hrundu vegna álags. „Allt hrundi, þetta er ringulreið, hús um alla borgina eru hrunin,“ sagði slökkviliðsmaður í borginni Cavezzo í samtali við blaðið Corriere della Sera. Upptök jarð- hræringanna voru á 9,6 kílómetra dýpi í 60 km fjarlægð frá borginni Parma. Frægar kapellur, kirkjur og fleiri byggingar sem skemmdust í skjálftanum fyrir rúmri viku hrundu til grunna í gær. Styttur hrundu í Feyneyjum og slasaðist vegfarandi lítillega, skrifstofur í Písa, heima- borg Skakka turnsins, voru rýmdar. Voru nýkomin heim Óttaslegið fólk á skjálftasvæð- inu flúði yfir í almenningsgarða og skólavelli þar sem tjöldin voru sett upp á sínum tíma eftir fyrri hamfar- irnar. Íbúi í Sant’ Agostino sagði að fjölskyldan hefði einmitt verið flutt aftur heim og verið búin að sofa þar í eina nótt þegar seinni skjálftinn skók héraðið í gærmorgun. Þrír hinna látnu dóu í San Fe- lice sul Panaro þegar verksmiðja hrundi, tveir í Mirandola. Prestur fannst látinn í Rovereto di Novi, ekki var vitað hvort hann hafði dáið af meiðslum eða fengið hjartaáfall. Minnst 15 létu lífið  Fjöldi sögufrægra bygginga hrundi í skjálftanum á Ítalíu og óttaslegnir íbúar í norðausturhlutanum flýðu heimili sín Jarðskjálftaland » Jarðskjálftar eru tíðir á Ítalíu og valda oft manntjóni enda landið þéttbýlt. » Árið 2009 varð jarð- skjálfti upp á 6,3 stig nær 300 manns að bana í L’Aquila, austan við Róm. Tugþúsundir manna misstu þá heimili sín. AFP Hruninn Leifar af turni sem hrundi í gær í San Felice sul Panaro en hann skemmdist áður í skjálftanum 20. maí. Oft er fullyrt að þeir sem efist um kenningarnar um hlýnun af manna- völdum séu fáfróð- ari en annað fólk um náttúruvísindi og jafnvel á móti vísindum. Fram kemur í frétt Fox-sjónvarpsstöðvarinnar banda- rísku að málið hafi nýlega verið rann- sakað að tilstuðlan Vísindastofnunar Bandaríkjanna, NSF. Dan Kahan, prófessor við Yale- háskóla, stýrði könnun þar sem 1540 manns, valdir af handahófi, voru látn- ir svara 22 spurningum. Var meðal annars spurt hvort væri stærra, elek- tróna eða atóm, hvort leysigeisli beisl- aði hljóðbylgjur, hvort það tæki jörð- ina eitt ár, einn mánuð eða einn sólarhring að fara umhverfis sólu. Niðurstaðan var nánast jafntefli, þeir sem efuðust um hlýnun svöruðu 57% spurninga rétt, hinir sem höfðu meiri áhyggjur af hlýnun, 56%. „Því betur að sér um náttúruvísindi sem fólkið var þeim mun minni voru áhyggjurnar af hlýnun lofthjúpsins,“ segir í skýrslu um rannsóknina. Kahan leggur áherslu á að niður- stöðurnar segir ekkert um það hvort kenningin um hlýnun sé rétt eða röng. Athyglisvert sé að almenn af- staða aðspurðra til lífsins, hvort þeir væru einstaklingshyggjumenn eða talsmenn jafnaðarmennsku, virtist hafa mikil áhrif á það hvað þeim fynd- ist um málið. Með öðrum orðum: póli- tískar skoðanir hafa meiri áhrif á af- stöðu margra til kenninga um hlýnun en þekking þeirra á vísindum. kjon@mbl.is Pólitísk vísindi?  Fáfræði um vísindi ekki ástæða efasemda um hlýnun lofthjúpsins Umdeildar kenningar » Loftslagsvísindamenn sem taka undir kenningar um að mengun af mannavöldum valdi hlýnandi loftslagi eru mun fleiri en þeir sem efast. Margir eru þó óákveðnir. » Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna, ICCP, hefur með nokkurra ára bili gefið út skýrslur um loftslag. » Hún hefur oft verið sökuð um að fullyrða meira en efni standa til um orsakir hlýnunar og láta pólitísk sjónarmið ráða gerðum sínum. BÍLARAF BÍLAVERKSTÆÐI Bílaraf www.bilaraf.is Strandgötu 75 • 220 Hafnarfjörður • Sími 564 0400 • bilaraf.is Allar almennar bílaviðgerðir Tímapantanir í síma 564 0400 Gott verð, góð þjónusta! Startarar og alternatorar í miklu úrvali MJÓLKURÍS GAMLI ÍSINN Skalli • Ögurhvarfi 2 • 203 Kópavogi • Sími 567 1770 • Opið alla daga kl. 10 - 23

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.