Morgunblaðið - 30.05.2012, Side 12

Morgunblaðið - 30.05.2012, Side 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2012 BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Til athugunar er í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu að herða á umhverfisreglum fyrir laxeldi í sjó til að draga úr líkum á því að laxalús verði viðlíka skaðvaldur hér og í Noregi og víðar. Það yrði gert með því að skilgreina eldissvæðin og fyr- irskipa algera hvíld áður en ný kyn- slóð er tekin í eldi. Laxalús veldur norskum laxeldis- mönnum miklum búsifjum. „Það er greinilega búið að ákveða að staldra við, þangað til búið er að leysa þessi laxalúsarvandamál,“ segir Ingimar Jóhannsson, sérfræðingur í sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, sem nýlega sótti ráðstefnu um fisk- eldi í Noregi og hlýddi þar meðal annars á Kristene Gramsted, að- stoðarráðherra í sjávarúvegsráðu- neytinu. Norðmenn framleiða nú um 1,2 milljónir tonna af laxi á ári. Laxalúsin er með bitklær og veld- ur sárum þegar hún leggst á laxinn. Það dregur úr viðnámi og þrótti fisksins og hann verður útsettur fyr- ir öðrum sjúkdómum. Við þessu er brugðist með því að baða laxinn upp úr sterkum efnum. Það veldur einn- ig streitu því dæla þarf laxinum um borð í bát og til baka í kvína. Þegar laxalús grasserar í laxeldi er hætta á að seiði af villtum laxa- stofnum fái lúsina á leið sinni til sjávar og ef þau fá of margar lýs þá drepast þau í hafi. Þannig hefur lús- in slæm áhrif á viðgang náttúru- legra laxastofna. Miklum fjármunum er varið í rannsóknir á vörnum gegn laxalús í Noregi. Valdimar Ingi Gunnarsson sjávarútvegsfræðingur segir að til- raunir hafi verið gerðar með bólu- setningar. Einnig náttúrulegar varnir, svo sem að ala fisk sem étur lúsina af laxinum. Hann segir að hér á landi væri hugsanlegt að nota hrognkelsi í þeim tilgangi. Besta aðferðin er talin vera að skipuleggja eldið þannig að lúsin geti ekki borist frá lúsuga fiskinum til nýrra kynslóða. Til þess að það gangi þarf að vera langt á milli stöðva og hvíla allar stöðvar á svæð- inu áður en seiði eru sett í kvíarnar á nýjan leik. Norðmenn hafa verið að reyna þetta en erfiðara er að end- urskipuleggja eldi í fullsetnum fjörðum en þegar það er gert í upp- hafi. Bitist um Arnarfjörð Fjarðalax sem er með lang- umfangsmesta laxeldið hér á landi og önnur fyrirtæki sem eru með stór áform um laxeldi í sjókvíum leggja áherslu á þetta skipulag. Fjarðalax er með stöðvar í þremur fjörðum á Vestfjörðum og eftir slátrun í hverj- um firði er svæðið hvílt í ár. Fleiri fyrirtæki hafa áhuga á að koma sér fyrir, til dæmis í Arnar- firði, og hefur það valdið árekstrum. Stjórnendur Fjarðalax telja að aðr- ar stöðvar séu settar niður of nálægt stöð fyrirtækisins í Fossfirði. Þar er einkum um að ræða einstaklinga sem tengjast Arnarlaxi en þeir hafa fengið rekstrarleyfi fyrir tveimur stöðvum. Önnur er í Geirþjófsfirði, innfirði Arnarfjarðar, og hin er út með Arnarfirði en í beinni straum- stefnu við stöð Fjarðalax, að sögn Höskuldar Steinarssonar, fram- kvæmdastjóra Fjarðalax. Víkingur Gunnarsson, einn af að- standendum Arnarlax, segir áætlað að setja lítið magn laxaseiða út í sumar til að kanna aðstæður á þess- um stöðum. Ef vel gangi í vetur eru uppi hugmyndir um að auka eldið á næsta ári. Víkingur segir að ákveðnar reglur gildi um fjarlægð á milli stöðva og vitaskuld verði farið eftir þeim. Þá standi ekki annað til en að vinna með öðrum aðilum innan sama svæðis að hvíld þess. Fjarðalax byrjar að slátra úr kvíum sínum í Arnar- firði í haust og lýkur því næsta vor og er áformað að setja nýja kynslóð í eldi vorið 2014. Höskuldur bendir á að fiskeldissvæðið í Arnarfirði fái ekki hvíld í rúm fimm ár ef Arnarlax fái leyfi til að setja út 10 þúsund laxaseiði í sumar. Raunveruleg hætta sé á að laxalús komi upp í eld- inu og berist á milli. Í nýrri reglugerð um fiskeldi er miðað við að ekki minna en 5 kíló- metrar séu á milli eldisstöðva og að eldissvæðin skuli hvíld í þrjá mánuði eftir slátrun. Þá er dýralækni fisk- sjúkdóma veitt heimild til að sam- ræma hvíld stöðva eða svæða hjá samliggjandi stöðvum. Gísli Jóns- son, dýralæknir fisksjúkdóma, leggst ekki gegn sleppingu 10 þús- und seiða í kvíar á stöðum sem Arn- arlaxmenn hafa leyfi fyrir. Hann segir að þetta sé það lítið magn í gríðarstórum firði að það hafi engin áhrif á það eldi sem fyrir er í Foss- firði. Mikil aukning kalli hins vegar á samstillingu eldisins svo svæðið fái nauðsynlega hvíld. Fá hærra verð Fjarðalax grundvallar starfsemi sína á því að framleiða náttúrulega alinn lax og hefur vottun fyrir því og vinnur jafnframt að því að fá vottun fyrir lífræna framleiðslu. Miklu betra verð fæst fyrir afurðina með því móti. Fyrirtæki sem þurfa að baða lax vegna laxalúsar missa þetta forskot. Lagðir hafa verið nærri tveir milljarðar í uppbygginguna og mikl- ir hagsmunir í húfi. Höskuldur telur að þær reglur sem nú gilda séu ekki nægjanlegar og að þessi uppbygg- ing geti verið í hættu ef stjórnvöld standi ekki við sitt. „Þetta snýst ekki um að útiloka aðra, heldur að tryggja okkar öryggi,“ segir Hösk- uldur. „Ég tel að stífar umhverfisreglur séu forsenda þess að hægt sé að stunda laxeldi hér við land á arðbær- an hátt,“ segir Ingimar Jóhannsson. Hann segir að verið sé að skoða þessi mál í ráðuneytinu. Hertar reglur myndu þá væntanlega ganga út á að það að skilgreina eldissvæðin og fyrirskipa hvíld á svæðunum. Eldismenn reyna að verjast laxalús  Talin þörf á harðari umhverfisreglum til að tryggja grundvöll laxeldis á Íslandi  Laxalús er mik- ill skaðvaldur í laxeldi og laxveiðiám í Noregi  Kynslóðaskipt eldi og hvíld er talin besta vörnin Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Slátrun Fiskeldi er ný stóriðja á Vestfjörðum. Fjarðalax er að ljúka slátrun úr kvíum Tálknafjarðar og setur út seiði í Patreksfirði í næsta mánuði. „Við höfum blessunarlega verið lausir við laxalús í fiskeldinu. Sú lús sem aðallega sést hér er fiskilús sem er saklausara af- brigði,“ segir Gísli Jónsson, dýralæknir fisksjúkdóma, en tek- ur um leið fram að sífellt þurfi að vera á varðbergi gagnvart þessu sníkjudýri. Sérstök vöktun hefur verið á laxalús á laxi í sjókvíum, sér- staklega á meðan verulegt lax- eldi var á Austurlandi. Gísli segir að þar sem lýs hafa á annað borð fundist hafi fiskilúsin verið alls- ráðandi. Laxalús hafi aðeins sést í undantekningartilvikum. Gísli getur þess að í þau tuttugu ár sem hann hefur starfað að þess- um málum hafi aldrei komið til álita að baða vegna laxalúsar eða grípa til annarra slíkra að- gerða. „Skilyrðin eru þannig hér við land að laxalús virðist eiga erfitt uppdráttar í fiskeldinu en það getur breyst með hlýnum sjáv- ar,“ segir Gísli. Fiskeldissér- fræðingur sem rætt var við bætir því við að með auknu umfangi laxeldis aukist hættan á að laxalús nái fót- festu. Laxeldi í sjókvíum hefur verið bannað á stórum svæðum, með- al annars við Suður- og Vesturland og Norðurland til að vernda laxveiðiár. Gísli segir að það hjálpi vitaskuld í baráttunni við laxalúsina. Blessunar- lega lausir við lúsina VAKTA LAXALÚS Í ELDI Stórlaxar úr Tálknafirði. Jóhannes Guðmunds- son skipstjóri er látinn, 69 ára að aldri. Hann fæddist 15. september 1942 og hefði því orðið 70 ára í haust ef hann hefði lif- að. Jóhannes lést síð- astliðinn föstudag á heimili sínu í Pattaya á Taílandi. Jóhannes útskrif- aðist ungur frá Stýri- mannaskólanum og starfaði við sjóinn lengst af starfsævinni. Hann vann um árabil við kennslu í nútímafiskveiðum á vegum Sameinuðu þjóðanna í Jemen og Sádi-Arabíu. Hann sigldi fiski- skipinu Feng til Græn- höfðaeyja á sínum tíma og kenndi innfæddum fiskveiðar. Eftir að Jó- hannes flutti heim gegndi hann starfi hafnarvarðar í Kópa- vogshöfn í nokkur ár. Einnig rak hann um tíma innflutnings- fyrirtæki á sviði veið- arfæra. Þá vann hann mikið og ötult starf alla sína tíð hjá Knattspyrnu- félaginu Víkingi. Jóhannes lætur eftir sig eiginkonu, Rungnapha Prohsa- ket, og fimm uppkomin börn, barna- börn og langafabarn. Andlát Jóhannes Guðmundsson Um sextíu ökumenn voru teknir fyrir hraðakstur víðsvegar á höfuðborgar- svæðinu um hvítasunnuhelgina en í grófustu brotunum var ekið á 50-60 km hraða umfram leyfðan hámarkshraða. Þrír þessara ökumanna voru ölvaðir eða undir áhrifum fíkniefna en alls voru 19 teknir fyrir ölvunarakstur í umdæminu og 13 fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna, samkvæmt tilkynn- ingu sem lögreglan á höfuðborgar- svæðinu sendi frá sér í gær. 60 ökumenn í hraðakstri um hvítasunnuna Hraðamælingar Lögreglan náði nokkrum í radarinn um helgina. 60 ára og eldri Frábær félagsskapur, aðhald og stuðningur Betri heilsa borgar sig! Faxafeni 14 · Sími 560 1010 · heilsuborg.is Hópþjálfun tvisvar í viku með einföldum æfingum. Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal -Lokað námskeið (4 vikur) -Hefst 11. júní -Mán og mið kl. 11-12 -Verð kr. 9.900,- Skráning á mottaka@heilsuborg.is eða í síma 560 1010 Komdu og prófaðu! ”Það er svo gott að koma í Heilsuborg. Hér er manni heilsað og það er vel tekið á móti manni. Ég vissi ekki hverju ég ætti von á og hvort ég ætti eitthvað erindi í Heilsuborg en strax eftir fyrsta tímann var ég ákveðin í að halda áfram.” -Margrét Eiríksdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.